Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 18

Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Fyrst þetta ... KIPPAN LÆKKAR UM FJÓRA MILLJARÐA Kaupin á Vestia frágengin: Fyrirtæki Framtakssjóðsins velta 300 milljörðum króna og eru með 8.000 starfsmenn á sínum snærum. Sjóðurinn bauð í 25% hlut í Högum nýlega og er með næsthæsta boð. Velta Haga er um 70 milljarðar og starfs­ menn um 1.400 talsins. Velta félaga Framtakssjóðsins nálgast því 400 milljarða verði af kaupunum á Högum. Kaup Framtakssjóðs Ís lands af Lands bank anum á Vestia­fyrirtækj­unum eru frágengin. Kaupverðið lækkar um fjóra milljarða króna eftir áreið­ anleikakönnun og fer úr 19,5 milljörðum í 15,5 millj arða króna. Samfara því hefur hlutafjárloforð Lands­ bankans í Framtakssjóðnum lækkað úr 18 milljörðum í 15 milljarða. Búið var að gera ráð fyrir því að af 60 milljarða hluta­ fjárloforði í Framtakssjóðnum yrðu lífeyris­ sjóðirnir með 42 milljarða og Landsbankinn 18 milljarða. Þetta þýðir væntanlega að lífeyrissjóðirnir bæta við sig þessum þremur milljörðum sem bankinn hafði lofað að koma með. Framtakssjóðurinn á fyrirtæki sem velta 300 milljörðum króna og hafa um átta þúsund starfsmenn á sínum snærum. Fyrir­ tækið er með næsthæsta tilboðið í Haga og býður þar í 25% hlut. Velta Haga var um 69 milljarðar á síðasta ári og starfsmenn um 1.400 talsins. Fyrsta fjárfesting sjóðsins voru kaup á 32% hlut í Icelandair Group sl. vor og á haustmánuðum tókust samningar um kaup in á Vestia af Landsbankanum. Fram hefur komið að Framtakssjóðurinn bauð í ákveðinn hluta af Sjóvá fyrr á árinu. En það dugði ekki til. Fjárfestingahópur undir stjórn Heiðars Más Guðjónssonar bauð betur og var með 11 milljarða tilboð í félagið. Tilboð Framtakssjóðsins er löngu fallið úr gildi. Umfangsmestu fyrirtækjakaup á Íslandi Kaup Framtakssjóðsins á Vestia eru um fangsmestu fyrirtækjakaup á Íslandi eftir hrun og eru hluti af því sem núna er nefnt Baráttan um Ísland í tengslum við sölu banka á yfirteknum fyrirtækjum. Stefna Framtakssjóðins er að vera kjöl­ festufjárfestir í stórum og lífvænlegum fyrirtækjum; fyrirtækjum sem hafa geng ið tiltölulega vel í rekstri en glímt við skulda­ vandamál eftir hrun og lent í krumlu banka og kröfuhafa. Mjög hefur verið rætt um kaupin á Vestia og aðferðafræði Landsbankans við að selja þau. Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands bankans, hringdi í Finnboga Jónsson, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, og leitaði eftir samstarfi í stað þess að setja fyrirtækin í opið söluferli. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyris­ sjóða sem eru með um 64% af lífeyriseign landsmanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærstur með 19,9% hlut. Sitt sýnist hverjum um að lífeyrissjóðir kaupi fyrirtæki að fullu – og það í óskráðum félögum. Þetta eru að vísu óbein kaup í gegnum Framtakssjóðinn. Flestir telja það betra fyrir viðskiptalífið að lífeyrissjóðirnir og bankinn eigi þessi fyrirtæki en bankinn einn. Fyrirtækin í Vestia eru Icelandic Group, Teymi (Vodafone, Skýrr, EJS, HugurAx), Húsasmiðjan og Plastprent. Takið eftir samhenginu á milli kaupverðsins á Vestia og hlutafjárloforðs Landsbankans í Framtakssjóðnum. Þegar kaupverðið lækkar um fjóra milljarða niður í 15,5 milljarða lækkar hlutafjárloforð bankans úr 18 milljörðum í 15 milljarða. Kaupin á Vestia-kippunni eru frágengin; 15,5 milljarðar króna. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.