Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
S T J Ó R N U N
Friðrik Eysteinsson,
aðjunkt í markaðs-
fræði við viðskipta-
fræðideild Háskóla
Íslands.
Friðrik Eysteinsson, aðjunkt í markaðsfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt
at hyglisvert erindi í Háskóla Íslands nýlega undir yfirskriftinni: Porter er dauður! Lengi lifi
Barney? Þetta var býsna ögrandi – en hvað liggur að baki hjá Friðriki? Við báðum hann að
skrifa grein máli sínu til stuðnings.
PORTER ER DAUÐUR!
LENGI LIFI BARNEY?
Hvers vegna ná sum fyrirtæki viðvarandi betri árangri en önnur? Þetta er vissulega mikilvæg spurning. Er það vegna atvinnugreinarinnar
sem fyrirtæki starfa í eða þeirra auðlinda
og færni sem fyrirtæki búa yfir? Eða ræðst
mismunandi árangur kannski fyrst og fremst
af samkeppnishæfni viðkomandi lands sem
þau starfa í?
Og hvor skyldi á endanum hafa réttara fyrir
sér Íslandsvinurinn Micheal E. Porter eða Jay
B. Barney? Ég komst að þeirri niðurstöðu í
fyrirlestri mínum að það væri Jay B. Barney.
Michael E. Porter
Michael E. Porter er prófessor við Harvard
Business School. Sérsvið hans eru stefnu
mót un fyrirtækja og samkeppnishæfni
þjóða og svæða. Meðal þekktustu verka
Port ers eru bækurnar Competitive Strategy
(1980), Competitive Advantage (1985)
og Competitive Advantage of Nations
(1990). Meðal helstu framlaga Porters eru
atvinnuvegasýn hans (fimm krafta líkan ið) og
demantslíkanið/klasakenningar (sam keppnis
hæfni þjóða).
Jay B. Barney
Jay B. Barney er prófessor við Max M. Fisher
College of Business. Sérsvið hans eru m.a.
stefnumiðuð stjórnun og frumkvöðlafræði.
Meðal þekktustu verka Barneys eru greinar
hans „Strategic factor markets: Expectations,
luck and business strategy (1986)“, sem er ein
af undirstöðugreinum auðlindasýnarinnar, og
„Firm resources and sustained competitive
advantage (1991)“, sem einna oftast er vitnað
í. Eitt helsta framlag Barneys er hið svokallaða
VRIOlíkan en með því er hægt að leggja
mat á það hvort auðlindir eða færni fyrirtækja
séu styrkleikar, veikleikar eða hugsanlegar
uppsprettur varanlegs samkeppnisforskots.
Í stefnumiðaðri stjórnun hefur í megin
atr iðum tveimur skýringum verið teflt fram
á mismunandi árangri fyrirtækja; atvinnu
vegasýn Michaels E. Porters og auðlindasýn
Jays B. Barneys.
Atvinnuvegasýn Michael E. Porters
Atvinnuvegasýnin var sett fram af Michael
E. Porter 1980 og leitar skýringanna utan
fyrir tækisins, þ.e. í atvinnugreininni sjálfri
og hvernig fyrirtækið getur staðfært sig í
henni, nýtt styrkleika sína til að verja sig
fyrir samkeppni eða hafa áhrif á hana sér
til hagsbóta. Sumum fyrirtækjum tekst
að aðgreina sig frá keppinautunum og ná
for skoti á þá. Þau ná betri árangri en meðal
talið í atvinnugreininni með því að vera
ann að hvort leiðandi í lágum kostnaði eða
að greiningu – skapa meiri ávinning fyrir
kaup endur og ná fram hærra verði.
Það er síðan miserfitt fyrir keppinautana að
herma eftir stefnu þessara fyrirtækja og reyna
að staðfæra sig betur í atvinnugreininni sem
aftur skýrir hvers vegna munurinn á árangri
fyrirtækja innan sömu atvinnugreinar getur
verið viðvarandi.
TEXTI: FRIÐRIK EYSTEINSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL.
Auðlindir og færni innan fyrir tækja (t.d. virði vörumerkja, tengsl við
viðskiptavini, fyrir tækjabragur, rútínur, þekking og færni starfsfólks)
skipta meira máli en bæði atvinnugreinin sem fyrirtækin eru í og
samkeppnishæfni landsins.