Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
Í ræðu, sem Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri einstakl ingssviðs
Voda fone, flutti fyrir hönd sérstakrar dóm nefndar Ímarks, sagði hann
að Sigmar hefði byrjað sem ræstitæknir í öllum 11-11 verslununum á
höfuð borgar svæðinu eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Það var árið
1998 sem hann hóf svo störf á útvarpsstöðinni Mono og þar hófst
ferill hans í fjölmiðlum.
Eftir að hafa slegið í gegn með Jóhannesi sem kynnir og verk-
efna stjóri í Idol–stjörnuleitinni lá leiðin árið 2007 í Landsbankann
þar sem hann var verkefnastjóri Aukakróna og síðar varð hann for-
stöðumaður sölu– og markaðssviðs Tals.
Jóhannes er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands ásamt því
að vera viðskiptafræðimenntaður frá Háskólanum í Reykjavík. Þá
nam hann ítölsku við Universita Per Stranieri í Perugia á Ítalíu. Hann
var með Sigmari sem kynnir í Idol–stjörnuleitinni. Hann starfaði sem
verkefnastjóri í markaðsdeild Landsbankans frá árinu 2005 til 2009.
Niðurstaða dómnefndarinnar að þessu sinni var sú að tilnefna ekki
einn heldur tvo. „Ástæða þess er kannski sú að erfitt er að slíta þá
í sundur og má með sanni segja að í raun sé aðeins um einn mann
að ræða. En þetta eru viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og
Jó hannes Ásbjörnsson – betur þekktir sem Simmi og Jói,“ sagði
Björn Víglundsson.
Björn sagði að árið 2009, þegar minna var að gera í banka stofn-
unum landsins, hefðu þeir félagar ákveðið að venda sínu kvæði í kross
og stofna veitingastað. Ekki leist öllum vel á þá hug mynd enda kreppa
í landinu og ekki ástæða til neinnar bjartsýni.
„Þeir létu þetta úrtöluraus þó ekki aftra sér frá að hrinda hug mynd-
inni í framkvæmd. Þeir fundu sér húsnæði, samstarfsfólk, fjár festi,
húsbúnað, símanúmer, innanhússarkitekt og svo framvegis í beinni
útsendingu, eða svo gott sem.“
Björn sagði ennfremur að það hefði verið samdóma álit dómnefndar
að þeir Simmi og Jói væru öðrum Íslendingum í kreppu góð fyrirmynd.
„Stundum þarf að standa upp og framkvæma hlutina, hrinda því
óhugsandi í framkvæmd og láta ekki úrtölufólk standa í veginum. Þeir
eru með skýra stefnu fyrir staðinn sinn, undirbjuggu opnun stað arins
faglega og fylgja áætlun sinni. Þeir eru samfellt með góða þjónustu og
mikil gæði.“
En hvað segja þeir Sigmar og Jóhannes sjálfir um verðlaunin og
vinsældir staðarins?
Sigmar: „Á sama tíma og ég er stoltur af þessu þá læðist að manni sú
tilfinning að fólki finnist við kannski vera að fá alltof mikið á einu
ári. Það er samt mikilvægt að menn átti sig á því að það var ekki
verið að verðlauna okkur fyrir auglýsingagerð eða kynningarstarf. Í
því ljósi hefur þetta mikla þýðingu fyrir okkur. Eini gallinn við þetta
er sá að það verður erfitt að verja titilinn!“
Jóhannes: „Þessi verðlaun komu okkur skemmtilega á óvart og eru
kærkomin viðurkenning. Fyrst og fremst er þetta hvatning til okkar um
að gera enn betur. Veitingabransinn snýst um úthald og stöðug leika,
bæði í gæðum matar og þjónustu. Við undirbjuggum þetta verkefni
Við nefndum borgara í höfuðið á Rúnari Júlíussyni,
Herra Rokk, og gáfum 400 krónur af hverjum
seldum Hr. Rokk í október. Við afhentum Hjartavernd
afraksturinn í nóvember og hann var hvorki meira né
minna en 1,2 milljónir króna.
Tvenn hjón í eldlínunni: Hjónin Jóhannes Ásbjörnsson og Ólína Jóhanna Gísladóttir, viðskiptafræðingur og
framkvæmdastjóri, og hjónin Bryndís Björg Einarsdóttur, flugfreyja og framkvæmdastjóri, og Sigmar Vilhjálmsson.
Mynd: Kristinn Magnússon.