Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 22

Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Í ræðu, sem Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri einstakl ingssviðs Voda fone, flutti fyrir hönd sérstakrar dóm nefndar Ímarks, sagði hann að Sigmar hefði byrjað sem ræstitæknir í öllum 11-11 verslununum á höfuð borgar svæðinu eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Það var árið 1998 sem hann hóf svo störf á útvarpsstöðinni Mono og þar hófst ferill hans í fjölmiðlum. Eftir að hafa slegið í gegn með Jóhannesi sem kynnir og verk- efna stjóri í Idol–stjörnuleitinni lá leiðin árið 2007 í Landsbankann þar sem hann var verkefnastjóri Aukakróna og síðar varð hann for- stöðumaður sölu– og markaðssviðs Tals. Jóhannes er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands ásamt því að vera viðskiptafræðimenntaður frá Háskólanum í Reykjavík. Þá nam hann ítölsku við Universita Per Stranieri í Perugia á Ítalíu. Hann var með Sigmari sem kynnir í Idol–stjörnuleitinni. Hann starfaði sem verkefnastjóri í markaðsdeild Landsbankans frá árinu 2005 til 2009. Niðurstaða dómnefndarinnar að þessu sinni var sú að tilnefna ekki einn heldur tvo. „Ástæða þess er kannski sú að erfitt er að slíta þá í sundur og má með sanni segja að í raun sé aðeins um einn mann að ræða. En þetta eru viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Jó hannes Ásbjörnsson – betur þekktir sem Simmi og Jói,“ sagði Björn Víglundsson. Björn sagði að árið 2009, þegar minna var að gera í banka stofn- unum landsins, hefðu þeir félagar ákveðið að venda sínu kvæði í kross og stofna veitingastað. Ekki leist öllum vel á þá hug mynd enda kreppa í landinu og ekki ástæða til neinnar bjartsýni. „Þeir létu þetta úrtöluraus þó ekki aftra sér frá að hrinda hug mynd- inni í framkvæmd. Þeir fundu sér húsnæði, samstarfsfólk, fjár festi, húsbúnað, símanúmer, innanhússarkitekt og svo framvegis í beinni útsendingu, eða svo gott sem.“ Björn sagði ennfremur að það hefði verið samdóma álit dómnefndar að þeir Simmi og Jói væru öðrum Íslendingum í kreppu góð fyrirmynd. „Stundum þarf að standa upp og framkvæma hlutina, hrinda því óhugsandi í framkvæmd og láta ekki úrtölufólk standa í veginum. Þeir eru með skýra stefnu fyrir staðinn sinn, undirbjuggu opnun stað arins faglega og fylgja áætlun sinni. Þeir eru samfellt með góða þjónustu og mikil gæði.“ En hvað segja þeir Sigmar og Jóhannes sjálfir um verðlaunin og vinsældir staðarins? Sigmar: „Á sama tíma og ég er stoltur af þessu þá læðist að manni sú tilfinning að fólki finnist við kannski vera að fá alltof mikið á einu ári. Það er samt mikilvægt að menn átti sig á því að það var ekki verið að verðlauna okkur fyrir auglýsingagerð eða kynningarstarf. Í því ljósi hefur þetta mikla þýðingu fyrir okkur. Eini gallinn við þetta er sá að það verður erfitt að verja titilinn!“ Jóhannes: „Þessi verðlaun komu okkur skemmtilega á óvart og eru kærkomin viðurkenning. Fyrst og fremst er þetta hvatning til okkar um að gera enn betur. Veitingabransinn snýst um úthald og stöðug leika, bæði í gæðum matar og þjónustu. Við undirbjuggum þetta verkefni Við nefndum borgara í höfuðið á Rúnari Júlíussyni, Herra Rokk, og gáfum 400 krónur af hverjum seldum Hr. Rokk í október. Við afhentum Hjartavernd afraksturinn í nóvember og hann var hvorki meira né minna en 1,2 milljónir króna. Tvenn hjón í eldlínunni: Hjónin Jóhannes Ásbjörnsson og Ólína Jóhanna Gísladóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri, og hjónin Bryndís Björg Einarsdóttur, flugfreyja og framkvæmdastjóri, og Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Kristinn Magnússon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.