Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 S tarf aðstoðarskólastjóra við Menntaskólann Hraðbraut er þannig vaxið að það er öllu sinnt hvað sem ber upp á, allt frá því að svara í símann til að vinna að stefnumótun eða sækja fundi á veg um menntamálayfirvalda. Ýmis erindi nemenda rata inn á mitt borð, umsóknir um skólavist, beiðnir um leyfi, fyrirspurnir vegna fjarvista, skipulag námsins, þættir er snúa að félagsstarfi nemenda og fyrirspurnir og viðræður við foreldra. Markaðssetning skól- ans, starfsmannastjórnun, skipulag prófa og ráðgjöf við nemendur eru einnig á borði aðstoðarskólastjóra. Um árabil starfaði ég við ráðgjöf og greiningarvinnu í fræðslu- og mannauðs- mál um. Þar áður starfaði ég sem starfs- mannastjóri og sem forstöðumaður Ferða málaskólans í Kópavogi, kenndi þar lengi og einnig við Háskólann í Reykjavík. Ég hef mikið unnið að starfsmanna- og fræðslumálum, m.a. í ferðaþjónustu, gert þarfagreiningar og skipulagt þjálfun starfsfólks. Þessi reynsla tvinnast öll skemmtilega saman í núverandi starfi.“ Eiginmaður Sigríðar er Benjamín Gísla son félagsfræðingur, sérfræðingur hjá Íslands- banka. „Við eigum þrjú yndisleg, fjörug og orkumikil börn, auk þess sem ég á 17 ára stjúpdóttur. Fjörkálfarnir halda okkur við í félagslífinu, þar sem þau eru miklir söng- og tónlistarfuglar og því oft mikið um að vera á því sviðinu. Ég segi oft um börnin mín að þau séu einfaldlega mjög lífsglöð og skemmtileg og er sjaldan rólegt á heimilinu. Það er keppt um athyglina með bröndurum, gamansögum og skemmtiatriðum. Með börn á þessum aldri snýst lífið um að stilla saman annasöm störf foreldra og leikskóla- og grunnskóladvöl barnanna. Ég þakka oft fyrir það hversu heppin ég er að eiga yndi s- lega foreldra og tengdamóður sem hafa bæði tíma og orku til að rétta okkur hjálpar hönd. Ég hef mikinn áhuga á hreyfingu, útivist og bóklestri. Flesta daga vikunnar byrjar dagurinn hjá mér klukkan sex í ræktinni og á laugardögum eru hlaupaæfingar. Í síðasta Reykjavíkurmaraþoni hljóp ég fyrsta hálfmaraþonið mitt. Þar sem ég vakna svona snemma er ég hins vegar oft ekki félagslynd á kvöldin. Suma daga er því best af öllu að komast í rúmið klukkan níu með góða bók og fara svo að sofa klukkan tíu. Síðasta frí sem ég fór í var fjögurra daga ferð til New York þar sem bróðir minn, Jón Gunnar, starfar sem kvikmynda- og auglýsingaklippari. Í sumar fórum við fjöl skyldan um Norðurland, fyrst með vina hópi á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði og svo í rjómablíðu norður í Ásbyrgi. Eftir- minnilegasta ferðalag þessa árs er þó skíðaferð norður til Akureyrar þar sem við dvöldumst 24 saman, börn og fullorðnir, í einu húsi við frábært atlæti og auðvitað í stórkostlegum félagsskap. Lífið hefur verið mér gott og ef það er eitthvað sem ég myndi vilja gera næstu mánuðina væri það annað hvort að byrja í kór eða að komast í að setjast við píanóið og rifja upp löngu gleymda þekkingu.“ SIGRÍÐUR ÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR aðstoðarskólastjóri við Menntaskólann Hraðbrautar Sigríður Þrúður Stefánsdóttir: „Flesta daga vikunnar byrjar dagurinn hjá mér klukkan sex í ræktinni og á laugardögum eru hlaupaæfingar. Í síðasta Reykjavíkurmaraþoni hljóp ég fyrsta hálfmaraþonið mitt.” Fólk Nafn: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 3. desember 1967 Foreldrar: Stefán M. Gunnarsson, fyrrv. bankastjóri Alþýðubankans. Hertha W. Jónsdóttir, fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins Maki: Benjamín Gíslason félagsfræðingur Börn: Hertha Kristín, 9 ára, Gísli Jón, 8 ára, Stefanía Agnes, 4 ára, Bergljót Klara, 17 ára Menntun: MS í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsstjórnun og stefnumótun, kennsluréttindi til kennslu á framhaldsskólastigi, BA Honours í ferðamálafræði og stjórnun Borðapantanir í síma 420-8815 l www.bluelagoon.is Íslensk náttúra – íslenskur matur – íslensk upplifun – upplifðu LAVA A N T O N & B E R G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.