Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
S
tarf aðstoðarskólastjóra við
Menntaskólann Hraðbraut er
þannig vaxið að það er öllu
sinnt hvað sem ber upp á, allt
frá því að svara í símann til að
vinna að stefnumótun eða sækja fundi á
veg um menntamálayfirvalda. Ýmis erindi
nemenda rata inn á mitt borð, umsóknir um
skólavist, beiðnir um leyfi, fyrirspurnir vegna
fjarvista, skipulag námsins, þættir er snúa
að félagsstarfi nemenda og fyrirspurnir og
viðræður við foreldra. Markaðssetning skól-
ans, starfsmannastjórnun, skipulag prófa
og ráðgjöf við nemendur eru einnig á borði
aðstoðarskólastjóra.
Um árabil starfaði ég við ráðgjöf og
greiningarvinnu í fræðslu- og mannauðs-
mál um. Þar áður starfaði ég sem starfs-
mannastjóri og sem forstöðumaður
Ferða málaskólans í Kópavogi, kenndi þar
lengi og einnig við Háskólann í Reykjavík.
Ég hef mikið unnið að starfsmanna- og
fræðslumálum, m.a. í ferðaþjónustu,
gert þarfagreiningar og skipulagt þjálfun
starfsfólks. Þessi reynsla tvinnast öll
skemmtilega saman í núverandi starfi.“
Eiginmaður Sigríðar er Benjamín Gísla son
félagsfræðingur, sérfræðingur hjá Íslands-
banka. „Við eigum þrjú yndisleg, fjörug og
orkumikil börn, auk þess sem ég á 17 ára
stjúpdóttur. Fjörkálfarnir halda okkur við í
félagslífinu, þar sem þau eru miklir söng- og
tónlistarfuglar og því oft mikið um að vera
á því sviðinu. Ég segi oft um börnin mín
að þau séu einfaldlega mjög lífsglöð og
skemmtileg og er sjaldan rólegt á heimilinu.
Það er keppt um athyglina með bröndurum,
gamansögum og skemmtiatriðum. Með
börn á þessum aldri snýst lífið um að stilla
saman annasöm störf foreldra og leikskóla-
og grunnskóladvöl barnanna. Ég þakka oft
fyrir það hversu heppin ég er að eiga yndi s-
lega foreldra og tengdamóður sem hafa bæði
tíma og orku til að rétta okkur hjálpar hönd.
Ég hef mikinn áhuga á hreyfingu, útivist
og bóklestri. Flesta daga vikunnar byrjar
dagurinn hjá mér klukkan sex í ræktinni
og á laugardögum eru hlaupaæfingar. Í
síðasta Reykjavíkurmaraþoni hljóp ég fyrsta
hálfmaraþonið mitt. Þar sem ég vakna
svona snemma er ég hins vegar oft ekki
félagslynd á kvöldin. Suma daga er því best
af öllu að komast í rúmið klukkan níu með
góða bók og fara svo að sofa klukkan tíu.
Síðasta frí sem ég fór í var fjögurra daga
ferð til New York þar sem bróðir minn,
Jón Gunnar, starfar sem kvikmynda- og
auglýsingaklippari. Í sumar fórum við
fjöl skyldan um Norðurland, fyrst með
vina hópi á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði
og svo í rjómablíðu norður í Ásbyrgi. Eftir-
minnilegasta ferðalag þessa árs er þó
skíðaferð norður til Akureyrar þar sem við
dvöldumst 24 saman, börn og fullorðnir, í
einu húsi við frábært atlæti og auðvitað í
stórkostlegum félagsskap. Lífið hefur verið
mér gott og ef það er eitthvað sem ég
myndi vilja gera næstu mánuðina væri það
annað hvort að byrja í kór eða að komast
í að setjast við píanóið og rifja upp löngu
gleymda þekkingu.“
SIGRÍÐUR ÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR
aðstoðarskólastjóri við Menntaskólann Hraðbrautar
Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir: „Flesta
daga vikunnar byrjar
dagurinn hjá mér
klukkan sex í ræktinni
og á laugardögum eru
hlaupaæfingar. Í síðasta
Reykjavíkurmaraþoni
hljóp ég fyrsta
hálfmaraþonið mitt.”
Fólk
Nafn: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík, 3.
desember 1967
Foreldrar: Stefán M. Gunnarsson, fyrrv.
bankastjóri Alþýðubankans. Hertha W.
Jónsdóttir, fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri
Barnaspítala Hringsins
Maki: Benjamín Gíslason félagsfræðingur
Börn: Hertha Kristín, 9 ára, Gísli Jón, 8 ára,
Stefanía Agnes, 4 ára, Bergljót Klara, 17 ára
Menntun: MS í viðskiptafræði með
áherslu á mannauðsstjórnun og
stefnumótun, kennsluréttindi til kennslu
á framhaldsskólastigi, BA Honours í
ferðamálafræði og stjórnun
Borðapantanir í síma 420-8815 l www.bluelagoon.is
Íslensk náttúra – íslenskur matur – íslensk upplifun – upplifðu LAVA
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R