Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 25 af fólki og eftirspurn. Við missum það ef við opnum annan stað. Hins vegar hafa komið upp hugmyndir um að opna minni útibú þar sem við byðum bara upp á matinn, en ekki stemninguna. Það mun tíminn leiða í ljós. Önnur Hamborgarafabrikka – aldrei!“ Jóhannes: „Eina ákvörðunin sem liggur fyrir í dag er að standa í báða fætur og vera skynsamir. Okkur hefur gengið vel hingað til og það væri svo dæmigert fyrir Íslendinga í rekstri að færa fljótt út kvíarnar og spenna bogann of hátt. Það ætlum við ekki að gera því það hefur orðið mörgum að falli. Við rekum heilbrigt fyrirtæki með heilbrigt bókhald. Það er ekki svört króna í rekstrinum. Við rekum staðinn af hugsjón og markmiðið er að eiga hann til framtíðar og vonandi gera hann að föstum lið í veitingahúsaflórunni á Íslandi. Í dag höfum við engin sérstök áform um að færa út kvíarnar en höfum vissulega sett ýmsar spennandi hugmyndir á blað sem við vinnum með í framtíðinni. Lykilatriðið er að eiga fyrir því sem við framkvæmum. Við erum ekki búnir að panta okkur Range Rover og ætlum ekki að gera það. Reyndar erum við að opna kaffihús hér í Turninum en það var hluti af upprunalegum áætlunum okkar þegar við gerðum leigusamning við Höfðatorg. Það er því hluti af áætlun okkar en engin útrás í sjálfu sér.“ Þið framleiðið ykkar eigin sósur. Stendur til að auka við það úrval? Sigmar: „Frá fyrsta degi vildum við skapa okkur sérstöðu án þess að finna upp hjólið. Hamborgari er klárlega ekki okkar uppfinning, en að bera hann fram í ferköntuðu brauði og með hvítri hamborgarasósu er nýtt. Við höfðum það alltaf í bakhöndinni að eiga kost á því að fjöldaframleiða valda vöruflokka fyrir almennan neytendamarkað. Það átti samt að vera hluti af framtíðaráformum en ekki samhliða opnuninni. En þegar Hagkaup höfðu samband þá var annaðhvort að grípa tækifærið eða bíða og vona að tækifærið biði eftir okkur. Við ákváðum að láta slag standa, enda hafa Hagkaup mikla reynslu af svona „co­branding“ og í raun eini aðilinn á markaði sem hefur gert þetta virkilega vel markaðslega. Við vorum því nokkuð vissir með okkar vöru í samstarfi við þá. Markmið okkar með þessari framleiðslu er að gera valda vöruflokka sem hluta af vikulegum innkaupum, eins og t.d. sósurnar okkar. Síðan eru vissir vöruflokkar hentugri fyrir ákveðnar árstíðir. Það stendur til að auka við vöruúrvalið m.a. með opnun á kaffihúsinu okkar. Þar verðum við með algerlega nýjar vörulínur sem vonandi munu eiga erindi á almennan markað.“ Jóhannes: „Við svöruðum kalli síðastliðið sumar þegar Hagkaup höfðu samband við okkur varðandi vörur og varning í búðir. Það var svo sem í kortunum hjá okkur en við sáum frekar fyrir okkur að hefjast handa með það sumarið 2011. En við ákváðum að slá til og settum hamborgarana okkar og sósurnar í sölu. Það gekk mjög vel og við fundum að það var pláss fyrir hamborgarana á markaðnum. Við gáfum engan afslátt af gæðum, við bjóðum 100% hágæða ungnautakjöt og það eru nákvæmlega sömu vörur í búðum og við bjóðum hér á staðnum. Í dag samanstendur vöruúrvalið af hamborgurum, lam borgara, Fabrikku­, béarnaise­ og barbíkjúsósu, grísarifjum og kjúklinga vængjum. Svo er skyrtertan okkar væntanleg í búðir í desember og bindum við miklar vonir við hana. Hún hefur notið mikilla vinsælda hjá okkur á Fabrikkunni.“ Þegar við höfðum tryggt fjármagn sagði ég upp störfum í bankanum og við fórum á fullt. Það má því segja að undirbúningurinn hafi tekið tæpt ár. Það er ein af lykilástæðum þess að okkur gengur vel, við vorum búnir að hugsa fyrir minnstu smáatriðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.