Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 31 Margir slíkir leikir hafa gengið árum saman og hafa fastan hóp áskrifenda. Gogogic hefur haslað sér völl til hliðar við hefðbundna fjöl spilunarleiki. Þar kemur aðgengið inn og sú staðreynd að leikir Gogogic kalla á minni viðveru en hefðbundnir leikir gera almennt. Því er ekki samkeppni milli fyrirtækjanna og Gogogic hefur tekið að sér verkefni fyrir CCP. Fyrir fólk á hlaupum Fjölspilunarleikir eru oft seldir í fastri mánaðaráskrift og því einkum sóttir af þeim sem hafa tíma til að vera reglulega á netinu við leik. Það á ekki við um alla og má þar til dæmis nefna fjölskyldufólk. Því var það hugmyndin að baki Gogogic að bjóða upp á fjölspilunarleiki þar sem seld er nokkurs konar inneign til frjálsra afnota meðan hún endist. Núna kaupir meðalnotandi slíka inneign hjá Gogogic á 16 Banda­ ríkjadali. Það er síðan undir leikmanni komið hve lengi inn eignin endist. Meðalmaðurinn er hugsanlega mánuð að nota upp inn­ eignina – ef til vill lengur, ef til vill skemur. Hins vegar er vert að benda á að mikill meirihluti leikmanna spilar frítt og aðeins brot af þeim ákveður að kaupa sér inneign. Núna eru fimm leikir í boði á heimasíðu Gogogic og aðgengilegir gegnum Facebook eða snjallsíma og lesskjái. Þessi útgerð eigin leikja er þó aðeins hluti af rekstri Gogogic. Hjá fyrirtækinu er einnig unnið að gerð leikja fyrir aðra. Stærsti viðskiptavinur þar er vefsvæðið neopets. com sem er í eigu Nickelodeon. Ör þróun Vettvangurinn er alþjóðlegur en starfsemin er öll á Íslandi og allir starfs­ mennirnir hér heima. Og þróunin í greininni er ör. Það á bæði við um forrit til hönnunar á leikjum og tækin sem leikið er á. Þarna er allt á fljúgandi ferð. Þegar Frjáls verslun sagði frá Gogogic fyrir tveimur árum voru tölvu ­ leikir nær undantekningarlaust leiknir í tölvum. Þá var nýtt að slíkir leikir væru tengdir nýjum samskiptasvæðum eins og Facebook. Einhverjir voru að spá í leiki fyrir farsíma og spáðu byltingu þar. Núna erum við í þeirri byltingu miðri. Snjallsímar eins og iPhone og lesskjáir eins og iPad njóta nú þegar gífurlegra vinsælda. Þar hefur orðið bylting og enginn veit hver þróunin verður. En þegar tæknin er fyrir hendi fylgir afþreying eins og leikir á eftir. Á fleiri og fleiri stöðum, sérstaklega þar sem fólk þarf að bíða, er boðið upp á ókeypis þráðlaust netsamband. Þetta sést best í flug stöðv um og þar er haldið áfram að spila þar sem frá var horfið heima. Þessi markaður virðist geta vaxið endalaust og leikirnir fylgja fólki hvert sem er. Hollt fyrir huga og hönd En er þetta hollt? Jónas er ekki í vafa og hann hefur viss rök máli sínu til stuðnings. Tölvuleikir skerpa hugsunina. Þeir krefjast virkrar þátttöku og eru að því leyti ólíkir sjónvarpsglápi þar sem heila starf­ semi áhorfenda mun vera álíka og hjá sofandi manni. „Allir tölvuleikir snúast um að leysa þrautir og til að leysa hverja þraut verða leikmenn að ganga jákvæðir til leiks og skipulega,“ segir Jónas. „Rökhugsunin styrkist með tölvuleikjum. Óvanir menn byrja á að reyna allt og verða pirraðir á að komast ekki áfram. Reynslan kennir mönnum að þetta dugar ekki til að leysa þrautina.“ Tölvuleikir þjóna þannig hlutverki við að þjálfa hugann og viðbragðs­ flýtinn. Samt verða menn að geta takmarkað leiktímann. Það er hægt að spila rassinn úr buxunum við tölvuleiki sem aðra leiki. „Það verður að gæta hófs. Alveg eins og menn geta lesið yfir sig geta þeir spilað yfir sig,“ segir Jónas, sem sjálfur grípur í leiki, oft með sex ára syni sínum, þrátt fyrir annir. Hann vill ekki missa leikgleðina og heldur sér í þjálfun. GOGOGIC ÁRIÐ 2011 Áætluð velta árið 2011: 650 milljónir kr. (byggist á að nýjar vörur skili tilætluðum árangri). Áætlaður hagnaður árið 2011: 100 milljónir kr. Áætlaður fjöldi starfsmanna 2011: Yfir 40. Viðskiptahugmyndin: Að smíða tölvuleiki sem byggjast á samfélagi, fjölspilun og dýpt en mæta spilurum þar sem þeir eru vanir að halda til; vafrar, snjallsímar og tölvur eins og iPad. Framkvæmdastjóri: Jónas Björgvin Antonsson. Heiti leikja: Vikings of Thule er fyrsti stóri Facebook–leikurinn. Symbol6 Redux kemur út núna í mánuðinum. Þetta er iPad/ iPhone/iPod–leikur fyrir börn og fullorðna. Battle Drawn er næsti stóri Facebook–leikur. Kemur líka út í desember. Gengur út á stuttar lotur þar sem þú reynir að skjóta niður mótspilara með handteiknuðum köllum og vopnum. Því var það hugmyndin að baki Gogogic að bjóða upp á fjölspilunarleiki þar sem seld er nokkurs konar inneign til frjálsra afnota meðan hún endist. Núna eru fimm leikir í boði á heimasíðu Gogogic og aðgengilegir gegnum Facebook eða snjallsíma og lesskjái. N E T L E I K I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.