Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
kunnur trotti frá þessum árum er Már Guð
mundsson seðlabankastjóri.
„Trottatal er auðvitað löngu tímabært og
yrði forvitnileg lesning,“ bendir Sigurður á.
„Þetta entist ekkert hjá mér og miklu
skemur en hjá Má,“ segir Sigurður. „Það
hefur aldrei átt við mig að trúa á eitthvað
sérstakt en þetta var góður félagsskapur og
skemmtilegur. Ég var með hár niður á rass.
Þetta var þessi tími og þetta var gott fólk en
svo komu aðrir tímar.“
Bróðirinn Stefán tekur undir þetta með að
róttæknin hafi enst stutt hjá Sigurði. Stefán
segist reyndar halda að róttæknin hafi mest
verið til að ganga í augun á stelpunun. Þetta
var kúl.
Fræði markaðarins
Og ekki heldur hefur Sigurður hallað sér
að frjálshyggjunni. Þó segir hann að fræði
grein sín, hagfræðin, taki yfirleitt mið af
markaðnum. Því sé markaðshyggja innbyggð
í fræðin, óháð því hvort menn aðhyllist
kenningar frjálshyggjunnar eða ekki.
Hagfræðingar vari stjórnmálamenn oft
sinnis við ákvörðunum sem gangi þvert á
lögmál markaðarins og kunni því að vera
hagfræðilega óskynsamlegar.
Við reynum að fá Stefán Snævarr til
að ljóstra upp hugsanlegum pólitískum
skoðunum Sigurðar. Hann efast um að
hægt sé koma á hann sérstökum lit.
„Hann er laus við alla pólitíska trú
hneigð,“ segir Stefán. „Ég held að bæði í
gamni og alvöru megi kalla hann tækni
krata. Hann er mest fyrir að leita að prakt
ískum lausnum.“
Hagfræðin
„Stundum þarf auðvitað efnahagsstjórn að
ganga þvert á markaðinn,“ segir Sigurður.
Hagfræðin varð grein Sigurðar. Þó var
ekki sjálfgefið að hann færi í hagfræði að
loknu stúdentsprófi frá MR. Hann hafði
einnig hug á að nema heimspeki, sagnfræði
eða sálfræði.
Stefán bróðir hans tók heimspekina, og er
nú prófessor í Noregi, en yngri bróðirinn,
Árni, tók síðar sagnfræði. Aðeins yngri
systirin, Valborg Þóra, las lög eins og fað
irinn og starfar sem hæstaréttarlögmaður
í dag. Sigríður, elst þeirra systkina, las
alþjóða stjórnmálafræði og er sendiherra.
Áhugi á afkimum
„Innsti kjarni hagfræðinnar er löngu
úrelt sálfræði,“ segir Sigurður sem fór til
náms í Lundi í Svíþjóð og síðar í London
School of Eoconomics með áherslu á
peningamarkaðsfræði og síðar vinnu
markaðs hagfræði.
Hann kom heim árið 1982 og varð þá
hagfræðingur við Þjóðhagsstofnun og síðar
forstöðumaður þar fram til ársins 2001. Sig
urður segir að á tímabili hafi öll syst kin in fimm
verið við nám eða störf í öðrum löndum.
„Ég ætlaði að verða bankastjóri,“
segir Sigurður sposkur um áhugann á
peningamálahagfræði. Hann kennir pró
fessorum sínum í LSE um að sá áhugi
færðist yfir á vinnumarkaðshagfræði, en
þessir prófessorar eru báðir nóbels verð
launahafar.
Hann segist einnig alltaf hafa haft áhuga
á ýmsum afkimum hagfræðinnar sem hann
kallar svo. Í þeim afkimum er hagfræðinni
beitt á vandamál sem í fyrstunni sýnast
ekkert hafa með hagfræði að gera. Þetta eru
svið eins og verkaskipting á heimilum eða
spurningar um af hverju fólk ákveður að
eignast börn.
„Ég tek eftir því að það fæðast tiltölulega
mörg börn núna í kreppunni,“ segir Sigurður.
„Það bendir til bjartsýni á fram tíðina en
segir okkur líka að fórnar kostnaður tímans
hefur lækkað með kaup máttar hruni og
atvinnuleysi.“
Ytra var Sigurður í hópi námsmanna
sem síðar hafa sett svip sinn á íslenska
þjóðmálaumræðu og hafa með sér félags
skap. Þetta eru menn eins og Ólafur
Ísleifs son, Ólafur Þ. Harðarson, Albert
Jónsson, Finnur Geirsson, Gunnar Helgi
Kristinsson og Yngvi Örn Kristinsson.
Ekki alltaf sama sagan
Með vinnu fyrir Þjóðhagsstofnun og
borg ina hefur Sigurður kennt haglýsingu
Íslands við Háskóla Íslands frá árinu 1988
og gaf út bók um efnið árið 1993. Núna
er hann að endurskrifa bókina með nýja
útgáfu í huga.
„Jú, bókin breytist auðvitað mikið, enda
mikið vatn runnið til sjávar síðan hún var
skrifuð. Líklega einar tvær hagsveiflur
og eitt hrun,“ segir Sigurður. „Og jafnvel
fortíðin er alltaf í mótun. Auðvitað má
finna hliðstæður við ástandið núna í
okkar sögu og gagn af því að leita þeirra,“
segir Sigurður. „Samt er margt ólíkt nú
og á fyrri krepputímum. Ég bendi á að
ungt fólk er miklu hreyfanlegra en áður
og hefur alþjóðlegri menntun. Hættan
á atgervisflótta er meiri núna en í fyrri
kreppum.“
N Æ R M Y N D A F S I G U R Ð I Á R M A N N I S N Æ V A R R
„Ég man reyndar ekki eftir að hann
stundaði aðrar íþróttir í mennta
skóla en að reykja camel.“
„Þar hljóp Sigurður líka og mér þótti hann áberandi léttur á fæti.“