Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 55 fyrir Rússa en hefur til þessa verið lokuð öðrum þjóðum. Áður gengu öryggis hagsmunir Sovétríkjanna fyrir en í Rússlandi nútímans er hugs að um viðskipti: Ekki síst ný verkefni fyrir hinn mikla og glæsi lega flota kjarnorku ísbrjóta sem Rusatomflot gerir út. Rússar eru þeir einu sem eiga ísbrjóta sem geta þjónustað skip á þessari leið og fylgt þeim í gegnum ísinn. Hugmyndin er að stórir ísbrjótar, með aðstoð minni brjóta, fylgi skipalestum í gegn í allt að sex mánuði á ári. Þar er talað um 20 til 40 skip í einu. Það er of dýrt að láta einn ísbrjót aðstoða eitt skip. Ferðin í sumar var tilraunaferð þar sem margir áhugasamir greiddu kostnaðinn. Flutningaskipin verða að vera sérbúin til siglinga í ís. Þar dugar ekki venjuleg ísstyrking heldur þurfa skipin að uppfylla ísklassa 1A. Það þýðir að þau verða að ráða við 50 sentímetra þykkan ís. Ekkert flutningaskip af stærstu gerð uppfyllir þessar kröfur. Það er þessi krafa um ísklassa 1A sem gæti reynst okkur Íslend­ ing um drjúg. Skip í ísklassa 1A eru þyngri og seinfærari en önnur skip. Þetta er þeim mun meira vandamál sem skipin eru stærri. Hjá Rusa tomflot er sagt að hagkvæmast sé að senda 80 þúsund tonna skip um Norðausturleiðina. Umskipunarhöfn: Ísland í samkeppni við Kirkenes og Múrmansk Á Íslandi hafa verið skrifaðar blaðagreinar og skýrslur um möguleikann á að Íslandi verði umskipunarhöfn á vesturenda Norð austurleiðarinnar – og þá í samkeppni við Múrmansk og Kirkenes. Mjög líklega munu risaskipin einungis koma við í tveimur höfnum, annarri Atlantshafsmegin og hinni Kyrrahafsmegin. Í skýrslum um málið koma fjórar hafnir á Íslandi helst til greina sem umskipunarhafnir. Reyðarfjörður, Eyjafjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður. En Norðausturleiðin er siglingaævintýri þar sem ýmsir hugsa sér gott til glóðarinnar við vesturenda Norðausturleiðarinnar. Norð mað­ urinn Felix H. Tschudi átti farminn sem fór í haust með m/s Nordic Barents til Kína. Flutningurinn varð dýrari en helmingi lengri sigling um Súesskurðinn, en hann ætlar sér að græða síðar. Tschudi er útgerðarmaður sem fyrir tveimur árum keypti gamla og aflagða járnnámu í Austur­Finnmörk í Noregi. Með fylgdi mikið land, þar á meðal hálf höfnin í smábænum Kirkinesi við sunn anverðan Varangursfjörð. Þetta þótti þó undarleg fjarfesting því engum hafði tekist að reka námuna með hagnaði. En nú eru fyrirætlanir Felix H. Tschudi að koma í ljós. Höfnin var ef til vill mikilvægasta fjárfestingin og járngrýtið aukageta. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir í Kirkinesi við að stækka höfnina og koma þar upp viðleguköntum fyrir hafskip og athafnasvæði í landi. Felix H. Tschudi er byrjaður að byggja umskipunarhöfnina við vesturenda Norðausturleiðarinnar. Og hann hugsar sér líka að þjónusta gas­ og olíufyrirtæki þegar þau ráðast fyrir alvöru í vinnslu á norðurslóðum. Það þarf til dæmis óhemju­ land til umskipunar á rörum sem notuð eru í leiðslur frá lind unum. Samkeppni við Múrmansk Eigandi hafnarinnar í Kirkinesi er ekki í samkeppni við skýrslu gerðar­ mennina á Íslandi. Höfnin hans er í samkeppni við risahöfnina í Múr­ mansk. Þessar tvær hafnir eiga það sameiginlegt að vera íslausar árið um kring og þær eru miklu nær vesturenda Norð austurleiðarinnar en Ísland. Það þarf að bæta minnst 1.500 sjómílna siglingu við Norð austurleiðina ef endastöðin á að vera á Íslandi. Það lengir leiðina um fimmtung. Því eru einfaldar landfræðilegar ástæður fyrir því að Ísland stendur ekki vel að vígi í samkeppni sem umskipunarhöfn. Þung ísklassa 1A­skip verða varla látin sigla framhjá höfnunum í Múr mansk og Kirkinesi og alla leið til Íslands. Sérstaklega stendur Múr mansk sterkt að vígi. Styst er að fara til Múrmansk eftir að komið er út úr ísnum og þar er öll aðstaða fyrir hendi nú þegar. Rússar hafa viðskipti í huga þegar þeir opna Norðausturleiðina fyrir fleiri skipum en sínum eigin. Í þjóðbraut Auðvitað er hægt að hugsa sér að höfn á Íslandi yrði fyrir valinu. Fyrir því gætu legið pólitískar ástæður eins og að Evrópusambandið vildi hafa aðgang að höfn óháð Noregi og Rússlandi. Eða að Kín verjar hugs­ uðu sér það sama. Þetta eru þó ærið fjarlægir kostir. Legustjórnmálin eru ekki eins og þau voru á árunum milli stríða eða jafnvel í Kalda stríðinu þegar stórveldin tryggðu sér land ræmur og aðgang að höfnum og fóru í stríð vegna olíulinda. Nútíma við skipti gera ekki ráð fyrir átökum. Þetta þýðir þó ekki að Ísland sé eftir allt of sunnarlega á hnett inum til að taka þátt í samkeppninni á norðurslóðum. Lega lands ins kann að nýtast. Fleiri skip munu sigla hjá Íslandsströndum og landið meira í þjóðbraut en verið hefur. Fullvinnsla hráefna gæti farið fram á Íslandi. Enn eru það þó allt vonir sem fljóta um norðurhöf. Um 40 þúsund tonn af járngrýti úr þessari risanámu við Kirkines í Noregi eru farin til Kína. Það er fyrsti „vestræni“ farmurinn sem fer Norðausturleiðina. „… við enda leiðarinnar verða að vera umskipunarhafnir þar sem farmurinn er fluttur úr ísklassa 1A­skipum og yfir í hefðbundin skip.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.