Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 13
Úr verslun Sense og Sony Center í Kringlunni.
Lægra verð en fleiri tækninýjungar
SENSE OG SONY CENTER
Í KRINGLUNNI
Verð á sjónvarpstækjum er almennt lægra nú en fyrir þremur
árum. Ástæður eru meðal annars hagstæðari inn kaup. Þá
hafa stöðugar tækniframfarir skilað sér í auknum áhuga
neytenda, að sögn Kristins Theodórssonar hjá Sony Center
og Sense Center í Kringlunni.
Kristinn segir að verðlækkun hafi skilað sér í talsverðri söluaukningu síðustu misseri, aðallega í meðalstórum Sonysjónvarpstækjum. „Einkum hefur hagstæðara gengi síðustu mánuði skilað sér hratt
í lægra verði, en í raun er verð á sjónvarpstækjum sérlega gott ef horft er til
þess að tollar og vörugjöld af slíkum tækjum eru hærri hér á landi en
víða annars staðar. Þá er samkeppnin mikil í sölu sjónvarpstækja hér
á landi sem einnig hefur komið neytendum til góða. Ekki má heldur
gleyma að sjónvarpsframleiðendur eru iðnir við að þróa nýjar lausnir
fyrir ný tæki. Má þar nefna þrívíddarsjónvarp sem komið er á markað,
sem hægt er að njóta með sérstökum gler aug um, og netveitur sem gera
notendum mögulegt að sækja mikið magn vídeóefnis af Youtube og
öðrum afþreyingar, íþrótta og frétta miðlum.“
Fimm ára ábyrgð á Sony Bravia tækjum
Kristinn segir jafnframt að vert sé að minnast á að nær öll tæki frá Sony
sýna orðið fulla háskerpu (Full HD) og einnig hefur nýstárlegri hönnun,
þunn LEDtæki og 200 riða myndvinnsla, vakið verðskuldaða athygli.
Þá hefur Sony á Norðurlöndum ákveðið að bjóða viðskiptavinum Sony
Center í Kringlunni fimm ára ábyrgð á öllum Sony Bravia sjónvörpum
án aukakostnaðar fyrir viðskiptavini. „Þessi gróska í þróun sjónvarpa er
um margt athyglisverð í ljósi þeirrar niðursveiflu sem hefur einkennt
efnahag margra vestrænna ríkja,“ segir Kristinn.
Mikill og vaxandi áhugi á ljósmyndavélum
Áhugi fólks virðist einnig hafa aukist þegar kemur að ljósmyndavélum
og aukahlutum. Kristinn segir að salan hafi aukist aftur síðustu
tvö ár þrátt fyrir efnahagserfiðleikana í landinu. „Fólk hefur farið
minna til útlanda og keypt búnaðinn frekar hér heima. Jafnhliða
hefur áhugi á ljósmyndun aukist nokkuð og fleiri kaupa orðið
stærri Canon EOSmyndavélar, Interfitljósakerfi og ýmiss konar
aukabúnað fyrir ljósmyndavélar en áður.“
Sense og Sony Center í Kringlunni er í eigu Sense ehf. sem er eitt
dótturfélaga Nýherja hf.
„Ekki má heldur gleyma
að sjónvarpsframleiðendur
eru iðnir við að þróa nýjar
lausnir fyrir ný tæki.“