Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 13 Úr verslun Sense og Sony Center í Kringlunni. Lægra verð en fleiri tækninýjungar SENSE OG SONY CENTER Í KRINGLUNNI Verð á sjónvarpstækjum er almennt lægra nú en fyrir þremur árum. Ástæður eru meðal annars hagstæðari inn kaup. Þá hafa stöðugar tækniframfarir skilað sér í auknum áhuga neytenda, að sögn Kristins Theodórssonar hjá Sony Center og Sense Center í Kringlunni. Kristinn segir að verðlækkun hafi skilað sér í talsverðri söluaukningu síðustu misseri, aðallega í meðalstórum Sony­sjónvarpstækjum. „Einkum hefur hagstæðara gengi síðustu mánuði skilað sér hratt í lægra verði, en í raun er verð á sjónvarpstækjum sérlega gott ef horft er til þess að tollar og vörugjöld af slíkum tækjum eru hærri hér á landi en víða annars staðar. Þá er samkeppnin mikil í sölu sjónvarpstækja hér á landi sem einnig hefur komið neytendum til góða. Ekki má heldur gleyma að sjónvarpsframleiðendur eru iðnir við að þróa nýjar lausnir fyrir ný tæki. Má þar nefna þrívíddarsjónvarp sem komið er á markað, sem hægt er að njóta með sérstökum gler aug um, og netveitur sem gera notendum mögulegt að sækja mikið magn vídeóefnis af Youtube og öðrum afþreyingar­, íþrótta­ og frétta miðlum.“ Fimm ára ábyrgð á Sony Bravia tækjum Kristinn segir jafnframt að vert sé að minnast á að nær öll tæki frá Sony sýna orðið fulla háskerpu (Full HD) og einnig hefur nýstárlegri hönnun, þunn LED­tæki og 200 riða myndvinnsla, vakið verðskuldaða athygli. Þá hefur Sony á Norðurlöndum ákveðið að bjóða viðskiptavinum Sony Center í Kringlunni fimm ára ábyrgð á öllum Sony Bravia sjónvörpum án aukakostnaðar fyrir viðskiptavini. „Þessi gróska í þróun sjónvarpa er um margt athyglisverð í ljósi þeirrar niðursveiflu sem hefur einkennt efnahag margra vestrænna ríkja,“ segir Kristinn. Mikill og vaxandi áhugi á ljósmyndavélum Áhugi fólks virðist einnig hafa aukist þegar kemur að ljósmyndavélum og aukahlutum. Kristinn segir að salan hafi aukist aftur síðustu tvö ár þrátt fyrir efnahagserfiðleikana í landinu. „Fólk hefur farið minna til útlanda og keypt búnaðinn frekar hér heima. Jafnhliða hefur áhugi á ljósmyndun aukist nokkuð og fleiri kaupa orðið stærri Canon EOS­myndavélar, Interfit­ljósakerfi og ýmiss konar aukabúnað fyrir ljósmyndavélar en áður.“ Sense og Sony Center í Kringlunni er í eigu Sense ehf. sem er eitt dótturfélaga Nýherja hf. „Ekki má heldur gleyma að sjónvarpsframleiðendur eru iðnir við að þróa nýjar lausnir fyrir ný tæki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.