Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 INGA MARÍA HAGNAST UM 100 MILLJÓNIR Á ÁRI! Inga María Guðmundsdóttir stofnaði Dress Up Games á Ísafirði sem er vefur á netinu um dúkku lísu leiki. Hún er eini starfsmaður fyrirtækisins sem er til húsa í blokkaríbúð á Ísafirði og Inga María hagnast um yfir 100 milljónir á ári. Starfsmaður einn: Inga María Guðmundsdóttir. Aðsetur: Blokkar íbúð á Ísafirði. Heimsóknir á virkum dögum: 500.000. Heimsóknir um helgar: Ein milljón á dag. Hagn ­aður 2009: 100 milljónir. Þetta er ár ang urinn af 12 ára þrot lausri vinnu einyrkjans Ingu Maríu Guð munds dóttur. Áður vann Inga María á bókasafninu á Ísafirði á daginn en á kvöldin setti hún saman tengla vef fyrir dúkkulísuleiki. Vefurinn varð til í sínu fyrsta formi árið 1998 og nú vinnur Inga María við það í fullu starfi að halda síð unni við og uppfæra hana. „Það hafði blundað í mér eftir nám í bókasafns­ og upplýsingafræðum löngun til að búa til vef sem safnaði saman á einn stað upplýsingum um eitthvert efni,“ segir Inga María. Hún segir einnig að tilviljun hafi nánast ráðið því að dúkkulísuleikir urðu fyrir valinu. „Ég rakst á dúkkulísuleik á netinu og varð hugsað til ungrar frænku minnar sem myndi örugglega hafa gaman af honum,“ segir Inga María. „Ég fór svo að leita að fleiri leikjum og safnaði saman slóð unum. Þegar ég var búin að finna nokkuð marga leiki datt mér í hug að setja saman vef utan um þessa leiki, enda var enginn slíkur vefur til.“ Inga María Guðmundsdóttir rekur fyrirtækið í íbúð sinni á Ísafirði. Hún er eini starfsmaðurinn og fyrirtækið hagnaðist yfir 100 milljónir á síðasta ári. T V Æ R M I L L J Ó N I R S Æ K J A Í S A F J Ö R Ð H E I M U M H E L G A R ! TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYND: BÆJARINS BESTA / HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.