Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 23 mjög vel og gáfum okkur góðan tíma til þess. Markaðssetningin sjálf kemur alltaf síðast. Fyrst og fremst er það maturinn og þjónustan sem þarf að standast væntingar. Markaðssetningin er einfaldlega umbúðirnar utan um vöruna sem þú býður og á að endurspegla hana ásamt því að byggja upp ákveðna ímynd og skapa væntingar og stemningu. Það heppnaðist vel hjá okkur og nú er framtíðar verk­ efnið að halda í horfinu.“ Hver er lykillinn að ykkar farsæla samstarfi í gegnum árin? Jóhannes: „Við höfum oft lýst samstarfi okkar þannig að við séum ólíkir en samstíga. Til að njóta velgengni sem tvíeyki þurfa menn að koma með ólíka kosti að borðinu. Það er yfirleitt galli þegar menn eru of líkir í hugsun. Við erum nánast eins ólíkir og hugsast getur. Ég er einbirni og Simmi kemur úr hópi sex bræðra, ég borgarbarn og Simmi utan af landi. Helstu kostir Simma eru þeir að hann er mjög þefvís á góð tækifæri og virkilega fljótur að setja hlutina í samhengi. Hann er óvenju hugmyndaríkur og frjór í hugsun. Svo er hann líka mjög fylginn sér og sínum hugmyndum, sem getur í sumum tilfell um verið til trafala, en er mun meiri kostur en galli.“ Sigmar: „Okkar farsæla samstarf byggist aðallega á hreinskilni og heiðarleika. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum ólíkir að upplagi. Þegar við skiptumst á skoðunum þá hlustum við og oft getum við unað því að vera sammála um að vera ósammála. Við förum aldrei í fýlu og þó svo að annar reynist hafa haft rétt fyrir sér þá hlæjum við að því og samgleðjumst. Sterkustu hliðar Jóa eru klárlega þær að hann tekur inn allar gerðir hugmynda og síðan meltir hann þær um stund. Síðan færir hann rök fyrir skoðunum sínum á yfirvegaðan hátt. Hann er líka mjög frjór og leggur því mikið inn í hugmyndum og útfærslum. Hann er metnaðarfullur og lætur ekkert frá sér nema hann sé 100% sáttur við það. En um leið getur þessi eiginleiki verið hans veikleiki, því stundum á hann það til að vera lengur að vinna verkin. Það er þó í undantekningartilfellum sem þessi eiginleiki reynist ókostur.“ Hvernig varð hugmyndin að Fabrikkunni til? Jóhannes: „Við höfum starfað saman í nærri 12 ár og byggt upp ákveðið vörumerki í okkur sjálfum. Það eru verðmæti fólgin í því. Við höfðum lengi gengið með það í maganum að fara í rekstur þar sem við gætum nýtt okkar persónur og þá ímynd sem við höf­ um byggt upp í gegnum tíðina til góðra verka. Veitingastaður var alltaf ein af hugmyndunum. Í kreppunni varð þetta svo loksins að veruleika. Simmi sagði upp störfum sem sölu­ og markaðsstjóri Tals í maí 2009 og fór að líta í kringum sig. Þá starfaði ég í mark­ aðsdeild Landsbankans, sem var mjög fróðlegt og lærdómsríkt enda allt nýlega hrunið til grunna og fyrstu þreifingarnar í einhvers konar ímyndarlegri endurreisn að hefjast. Þetta byrjaði svo fyrir alvöru með símtali frá Simma þar sem hann var harðákveðinn í að við ættum að framkvæma hugmyndina með veitingastaðinn. Við settumst niður og fórum að ræða þetta af alvöru og þá fór boltinn að rúlla. Við hófumst handa við að móta grindina að þessari hugmynd og í kjölfarið viðskiptaáætlun fyrir verkefnið. Þegar við höfðum tryggt fjármagn sagði ég upp störfum í bankanum og við fórum á fullt. Það má því segja að undirbúningurinn hafi tekið tæpt ár. Það er ein af lykilástæðum þess að okkur gengur vel, við vorum búnir að hugsa fyrir minnstu smáatriðum.“ Sigmar: „Þessi hugmynd var svo sem ekki ný af nálinni. Við erum báðir miklir áhugamenn um matargerð, þó svo að eldamennska okkar sé ansi ólík. Við eigum þó sameiginlegt að gæðahráefni er ávallt grundvöllurinn að góðri eldamennsku. Í gegnum árin höfðum við kastað á milli okkar alls konar útfærslum af veitingastöðum og kaffihúsum. Það var síðan í miðri kreppu sem ég ákvað að segja upp mjög góðu starfi hjá Tali. Ég gegndi þar stöðu forstöðumanns sölu­ og markaðssviðs, en var ekki hamingjusamur. Það varð einhver viðhorfsbreyting hjá mér í þessari kreppu sem sótti verulega að mér. Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað skemmtilegt óháð launum og kjörum. Þegar ég var kominn út á götu fóru alls konar pælingar í gang. Einn eftirmiðdaginn hringdi ég í Jóa og sagði honum að við værum að fara að opna hamborgarastað. Í fyrstu fannst honum það ekki ráðlegt, enda er hann jarðbundinn maður að eðlisfari. Ég held að ég hafi selt honum þetta samt á 40 mínútum þar sem ég lagði mig allan fram við að sýna honum kosti þess að segja upp traustu starfi og leggja út í óvissuna með mér. Vel að merkja, konurnar okkar voru báðar ófrískar á þessum tíma og hugmyndin því ekki alveg tímabær að því leyti heldur. Úr varð að við settumst niður og fórum að ræða af alvöru hvort þetta væri ekki akkúrat rétti tíminn til að stökkva í djúpu laugina. Þá fór boltinn að rúlla.“ Hvaðan kemur nafnið? Jóhannes: „Nafnið kemur frá Simma. Þetta var í rauninni vinnuheiti lengi framan af en vandist bara svo vel að við héldum því. Við vorum þó búnir að ákveða að nafnið yrði alíslenskt og virðulegt.“ Sigmar: „Nafnið datt upp úr mér í fyrsta símtalinu, en það var upprunalega aldrei hugsað sem nafnið á staðnum, heldur meira svona verkheiti. En eftir því sem við notuðum það meira, því betur sat það í okkur, og eftir þó nokkra hugmyndafundi varð þetta nafn fyrir valinu. Íslenska hamborgarafabrikkan er ekki beint þjált, en þú manst það eftir að hafa heyrt það einu sinni.“ Voruð þið ekkert smeykir við að ráðast í þetta verkefni á svo erfiðum tíma í viðskiptalífinu? Sigmar: „Nei, eiginlega ekki. Hvað var það versta sem gat gerst? Á meðan við settum það sem við áttum að veði og vorum ekki að vaða Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti þeim verðlaunin. Mynd: Kristinn Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.