Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 15
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 15 MARAÞONMAÐURINN rætur í sósíalisma þegar hann lagði land undir fót og ferðaðist sem skiptinemi til Nýja­Sjálands. Þar dvaldi hann hjá ungri, róttækri bændafjölskyldu og kynntist einnig nemendum frá öllum heimshornum, þ.á m. frá þróunarlöndum. „Það var ótrúleg lífsreynsla fyrir ungan sveitadreng,“ segir hann. Er Steingrímur kom heim til Íslands hellti hann sér út í stúdentapólitík, gerð ist herstöðvaandstæðingur og gekk í Alþýðu ­ bandalagið. Hann gekk einnig til liðs við blaklið ÍS og kveðst enn spila blak með gömlu félögunum þegar tími gefst til. Á námsárunum vann Steingrímur fyrir sér sem sjálfstæður vörubílstjóri. Hann kveðst ekki hafa þurft á námslánum að halda utan einu sinni þegar Scania­vörubíllinn hans þurfti á nýjum dekkjum að halda. Minnst er á bílaáhuga Steingríms, sem á 39 ára gamlan tvennra dyra Volvo 142 sem enn er í toppstandi. Skopmyndin sem fylgir nærmyndinni af Steingrími í European Voice sýnir einmitt Volvoinn. Steingrímur útskrifaðist sem jarð fræð ingur frá HÍ 1981 og tók síðan kennslu réttindi árið eftir. Hann vann um tíma við jarðfræðirannsóknir hjá Hafrannsókna stofn un en fékk einnig hlutastarf sem íþrótta fréttamaður hjá RÚV. Ómar Ragnars son, sem vann með honum á íþróttadeildinni, segir að Steingrímur hafi fengið starfið í gegnum pólitísk tengsl. Vin stri ­ stjórnin hafi einfaldlega viljað koma sínu fólki að hjá Ríkissjónvarpinu. Óþekkti bóndasonurinn Óþekkti bóndasonurinn Steingrímur varð landsþekktur á skjánum og bauð sig fram til þings í alþingiskosningunum 1983 fyrir Alþýðubandalagið í Norðausturkjördæmi. Hann náði kjöri, 28 ára gamall, og var þá yngstur þingmanna. Steingrímur var á sínum tíma ekki alls kostar ánægður með hinar stífu reglur um dökk jakkaföt og bindi sem giltu á Alþingi en sagt er í greininni að hann hafi síðar fundið mála­ miðlun með fötum í jarðlitunum. Sem ungur þingmaður sagði Steingrímur einnig að menn ættu ekki að festast á Alþingi. Nú 27 árum síðar er Stein grímur sá þingmaður ásamt Jóhönnu Sigurðar dóttur sem lengst hefur setið á þingi Steingrímur varð landbúnaðar­ og sam­ gönguráðherra árið 1988 og ári síðar var hann kosinn varaformaður Alþýðu bandalagsins. Hann tapaði hins vegar formannsslag gegn Margréti Frímanns dóttur. Sagt er frá því í greininni að þegar Margrét ákvað að leiða Alþýðubandalagið til samstarfs við Alþýðuflokkinn hafi Stein­ grímur og félagar hans lengst til vinstri í Alþýðubandalaginu einfaldlega farið og stofnað Vinstrihreyfinguna – grænt fram­ boð árið 1999. Og að Steingrímur hafi verið formaður flokksins frá upphafi. Hreyfingin hafi haft á stefnuskrá sinni að vera langt til vinstri en græn um hverfis­ sjón armið hafi verið nýlunda í íslenskum stjórnmálum. Úrslit kosninganna 1999, sem gáfu VG sex þingsæti, hafi verið mikill sigur fyrir Steingrím og félaga. Lenti í bílslysi árið 2006 Nokkurt bakslag hafi hins vegar komið í fylgið í næstu alþingiskosningum. Ógæfan hafi líka elt Steingrím sem lét næstum lífið í bílslysi snemma árs 2006 þegar jeppi hans valt á ísilögðum vegi. Steingrímur komst frá slysinu við illan leik, með samfallið lunga, brotin rifbein og viðbein. „Minn tími var greinilega ekki kominn,“ segir Stein grímur. Þó að Steingrímur hafi verið sakaður um að vera á móti öllu; frá því að leyfa bjór til frelsis í útvarpsrekstri, hafi hin stóra pólitíska stund Steingríms og VG komið eftir bankahrunið 2008. Flokkur hans hafi fyrir hrun gagnrýnt neysluhyggjuna sem tröllreið samfélaginu, bankana, útrásar­ bröltið og ríkisstjórnina. Því hafi VG unnið stórsigur í kosningum til Alþingis 2009, alls 14 sæti, sem hafi skilað þeim í ríkisstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingunni. Minnst er á fræg ummæli Steingríms um skattlagningu (you ain’t seen nothing yet) þegar hann sagði að breytingarnar á skattkerfinu væru rétt hafnar. Steingrímur dragi hvergi af sér í skattlagningu og fylgi þar eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það hjálpi hins vegar Steingrími hversu góður ræðumaður hann er. Hvað segja Pétur Blöndal og Björn Bjarnason? Rætt er við pólitíska andstæðinga Stein­ gríms, þá Pétur Blöndal og Björn Bjarnason, í greininni. Pétur segir að Steingrímur eigi gott með að ná til fólks en að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með hann í Icesave­málinu og í lands­ dóms málinu. Hann sé of gjarn á að kenna öðrum um. Björn Bjarnason segir hins vegar að Stein­ grímur sé ekki trúverðugur. Hann missi stjórn á sér og verði þá eins og vígahnöttur. Hann sé alls ekki sam kvæm ur sjálfum sér. Hafi t.a.m. sagst vera á móti því að sækja um aðild að Evrópu sambandinu en sitji nú í ríkisstjórn sem sæki um aðild. Afstaða Steingríms til ES er sögð blendin. Hann kveðst sjálfur ekki viss um að ES henti Íslandi og að landið verði að fá mjög sérstakan samning um fiskveiðar og landbúnað. Hann segir hins vegar að Ísland verði að klára samningalotuna til að sjá hvað sé í boði. Aðeins þá geti þjóðin ákveðið sjálf hvað eigi að gera. Steingrímur er sagður hafa mjög skarpa vitund um sérstöðu Íslands þar sem hann hafi ákveðið að ganga yfir landið endilangt árið sem hann varð fimmtugur. Gangan hafi tekið hann 21 dag og hann hafi farið yfir úfin hraun, jökulár og eyðimerkur en að lokum komið heim í Gunnarsstaði, þar sem hann hélt alvöru afmælisveislu að íslenskum sveitasið fyrir 350 gesti. Þetta er ekki fyrsta nærmyndin sem Euro pean Voice birtir um íslenska stjórnmálamenn á þessu ári því fyrr á árinu birti blaðið áþekka grein um Össur Skarphéðinsson sem Bjarni Brynjólfsson skrifaði einnig. N Æ R M Y N D A F S T E I N G R Í M I J . S I G F Ú S S Y N I Í E U R O P E A N V O I C E Í B R U S S E L Steingrími er lýst sem vinnualka og kveðst hann hafa unnið eins mikið og hann þoli. „Sem betur fer er ég í nokkuð góðu formi,“ segir hann en sagt er frá því að Steingrímur hafi hlaupið tvö maraþon um ævina, í Reykjavík og New York. European Voice er gefið út af sama út gefanda og tímaritið Economist og hefur komið vikulega út í Brussel síðan 1995. Blaðið er afar vandað og sjálfstætt í efnistökum og er eitt helsta ritið sem gefið er út um málefni Evrópusambanadsins enda er það víðlesið af embættismönnum sambandsins, stjórnmálamönnum og þeim sem láta sig málefni Evrópusambandsins varða. Útgefandi Frjálsrar verslunar er Heimur hf. sem gefur einnig út tímaritin Iceland Review og Atlantica. STEINGRÍMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.