Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 41
B Æ K U R
Hefðbundnar hugmyndir
skoraðar á hólm
Bókina skrifa tveir ungir menn, Jason
Fried og David Heinemeier Hansson.
Þeir reka saman fyrirtæki sem þróar
og selur viðskiptahugbúnað.
Eins og þeir segja í inngangi er
bókin ekki byggð á kenningum eða
rannsóknum heldur einfaldlega eigin
reynslu af því hvað virkar og hvað
ekki í rekstri. Þessir ungu menn hafa
af ráðunum að dæma verið duglegir
að skora hefðbundnar hugmyndir um
rekstur og markaðssetningu á hólm
og virðast hafa náð með því góðum
árangri.
Eitt ráða þeirra er að hafa augun
opin fyrir hliðarafurðum sem tengj
ast aðalafurðum fyrirtækisins og
geta fært auknar tekjur. Það er ein
mitt það sem þeir eru að gera með
bókarútgáfunni, þar sem þeir setja
eigin reynslu á bók sem setið hefur
á metsölulistum, m.a. lista The New
York Times. Líklega hefur hún fært
þeim meiri tekjur og umfjöllun en
þeir gerðu ráð fyrir í áætlunum sín
um. Já, eða ekki áætlunum. Líkur
eru á að þeir hafi ekki gert áætlun,
því samkvæmt bókinni eru áætlanir
ekkert annað en ágiskanir og því
einskis nýtar!
Auðlesið, einfalt og óhefðbundið
Segja má að bókin henti þeim sem
finna að þeir þurfa að endurskoða
vinnubrögð og stíga upp úr hjólför
unum. Vissulega er margt í bókinni
sem einhverjum gæti fundist orka
tví mælis og er óhefðbundið svo ekki
sé meira sagt.
Það er hins vegar ekki hægt annað
en að hugsa ýmislegt þegar bókin
er lesin, ekki síst vegna þess að þeir
félagar taka mörg mjög trúverðug
dæmi um fyrirtæki og einstaklinga,
þekkta sem óþekkta, sem hafa ein
mitt gert það sem þeir setja fram.
Bókin er afskaplega auðlesin; stuttir
kaflar, grípandi fyrirsagnir og hraður
stíll. Þeir ná með sérstakri nálgun
sinni að vekja áhuga lesandans og
spenn ing fyrir því hvað kemur næst.
Hvaða hefðbundnu vinnubrögð og
hugmyndir ætla þeir að brjóta niður
næst?
Taktu áhættu
Það er ljóst að margir standa frammi
fyrir erfiðum aðstæðum í starfi og
þurfa að finna nýjar leiðir til að tak
ast á við ástandið. Bókin Rework
er vel til þess fallin að kveikja hug
myndir að nýjum nálgunum og
breytt um vinnubrögðum. Einhverjir
kunna að hugsa að hugmyndir bók
arinnar séu of róttækar – og margar
eru það vissulega – en það er klárt
að með aðlögun gætu margar þeirra
sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir.
Dæmi um það eru leiðbeiningar
þeirra félaga um fundi sem þeir segja
eitur í bókinni og kalla þá verstu
truflun í starfi sem til er. Nýsköp
un arhugsunin, sem er rauður þráður
í gegnum bókina, mun eflaust líka
kveikja nokkrar hugmyndir hjá les
andanum, í það minnsta fá hann
til að opna hugann gagnvart nýjum
hugmyndum, sem er fyrsta skrefið.
Síðast en ekki síst mun hún fullvissa
les andann um að það borgar sig að
taka þá áhættu að reyna eitthvað
nýtt, því oft er það svo að við höfum
litlu sem engu að tapa.
Jason Fried og David Heinemeier.
„Hér er ekkert slangur
eða uppfyllingarefni,
að eins hundruð afbragðs
góðra, einfaldra ráða til
að ná árangri.“
Höfundar setja bókina upp með því að slá fram stað
hæf ingum sem fá lesandann til að brjóta heil ann og
oftar en ekki er fyrsta hugsunin: Hvaða vit leysa, hvað
meina mennirnir með þessu! Í kjölfar stað hæf ingarinnar
fylgir svo greinargerð á sjónarmiði þeirra sem langoftast
er mjög sannfærandi og gerir það að verkum að
lesandinn hugsar með sér: Hmm, getur það verið?
NOKKRAR
STAÐHÆFINGAR Í BÓKINNI
l Hunsaðu raunveruleikann
l Fundir eru eitraðir
l Ferilskrár eru fáránlegar
l Markaðsmál eru ekki deild
l Fréttatilkynningar eru ruslpóstur
l Sendu fólk heim klukkan fimm
l Þú býrð ekki til menningu
l Þitt mat er glatað
l Fagnaðu hömlum
l Einbeittu þér að því sem mun ekki breytast
l Áætlanir eru ágiskanir
l Til að fá nánari skýringar verður þú að lesa bókina.
Þú sérð ekki eftir því!
„Bókin Rework er vel til þess fallin að kveikja hug myndir að
nýjum nálgunum og breytt um vinnubrögðum.“