Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 „Ég verð að hrósa Katrínu fyrir að reyna að þoka þessum mál um áfram. Þetta er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragn heiður. „Það er ekki bara að hægt að segja fólki að það eigi að lifa á ein hverju öðru án þess að geta bent á hvað það er.“ Treysti Svandísi Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, segir að núna standi átök um grundvallaratriði og hann óttast að gefið verði eftir og ráðist í framkvæmdir sérstaklega til að bjarga verktökum eftir eignabóluna á húsnæðismarkaðnum. „Ég treysti því að Svandís gefi ekki eftir,“ segir Pétur. „Það er bara skammtímafró að rjúka í virkjanir núna og þegar þær framkvæmdir eru búnar eftri tvö ár stöndum við í sömu sporum og áður.“ Pétur segir að vissulega kristallist þessi hugmyndabarátta í ráðherr­ unum Katrínu og Svandísi en vandinn er stærri en svo að þær tvær séu ósáttar. Vandinn að mati Péturs er að það er mikill þrýstingur á að láta undan skammtímasjónarmiðum í kreppunni. „Á okkar kynslóð að taka allar auðlindir landsins frá komandi kyn­ slóðum og það vegna þrýstings frá verktökum,“ spyr Pétur. Verkefnalistinn I Vinna við álverið í Helguvík hefur stöðvast vegna þess að það er ekki hægt að tryggja nægilega orku. Það strandar á nýjum virkjunum og nýjum háspennulínum. Ný háspennulína suður um Reykjanes mun setja svip sinn á landið. Það er ekki hægt að fela möstrin. Þau eru inngrip í náttúruna. Ný Reykjanesvirkjun myndi stytta aðflutningsleið að Helguvík. En henni fylgja líka möstur og rannsóknir vegna þeirrar virkjunar eru skammt á veg komnar. Það er líka hægt að láta sig dreyma um meng­ unarlausa djúpborun en sú tækni er ekki fyrir hendi. Álver á Bakka við Húsavík er strand, meðal annars vegna orkuöfl­ unar. Hver hefur efni á að byggja þar virkjun meðan ríkissjóður Íslands er ekki í röð eftirsóttustu skuldunauta í heiminum? Umhverfis mat er ekki heldur tilbúið vegna álvers og virkjunar fyrir norðan. Verkefnalistinn II Landsvirkjun gæti selt alla orku frá virkjunum í neðrihluta Þjórsár – 120 til 145 megavött – til Straumsvíkur ef þau áform strönduðu ekki á umhverfismálum. Nú síðast að Landsvirkjun hefði lagt fé í skipulagsvinnuna. Það samræmist ekki lögum að eigandi mannvirkis kosti skipulagið. Meðan svo er kemur engin ný orka úr fossum Þjórsár. Heimild er komin fyrir að stækka verið í Straumsvík aðeins og breyta fram leiðslunni en það er ekki sú stækkun sem álverssinnar hafa vonast eftir. Og ef farið er í nýjar virkjanir á fjórum stöðum á Þjórsársvæðinu gæfi það 345 megavött. Þar með er talin Búðarhálsvirkjun, sem virðist vera eina nær óumdeilda virkjunin. Þessar fjórar duga í meðal­ stórt álver. Orkan er í ánni en ekki virkjuð. Bitruvirkjun austan í Hellisheiði er snúnara mál. Mengun frá jarðvarma­ virkjunum er meiri en menn héldu til skamms tíma. Brenni steinstvíildi í gufunni veldur óþægindum og er hugsanlega hættulegt. „Ég verð að hrósa Katrínu fyrir að reyna að þoka þessum mál um áfram. Þetta er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragn­ heiður. „Það er ekki bara að hægt að segja fólki að það eigi að lifa á ein hverju öðru án þess að geta bent á hvað það er.“ PERSÓNUR OG LEIKENDUR: Katrín Júlíusdóttir: Fædd í Reykjavík 23.11. 1974. Foreldrar: Júlíus Stefánsson og Gerður Lúðvíksdóttir. Ógift. Einn sonur. Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1994. Nám í mannfræði og síðar hugbúnaðargerð og verkefnastjórnun. Fram­ kvæmda­ og verk efna stjórn hjá G. Einarsson, stúdentaráði HÍ og hug­ bún aðarhúsinu Innn. Formaður ungra jafnaðarmanna 2000­2001 Alþingismaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi frá 2003. Iðnaðarráðherra frá 10. maí 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.