Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 26

Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 L E I K A Á TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Íslendingar kunna að gera netleiki. Veltan hefur fimmfaldast á síðustu fimm árum og er talin verða um 11,5 milljarðar króna á árinu. Stærst og frægast er CCP með netleikinn EVE On line, sem nýtur alþjóðlegrar hylli. Á eftir fylgja allnokkur vaxandi fyrirtæki. Þar eru Gogogic og Betware næst og í samtökum leikjagerðanna – Icelandic Gaming Industry – eru nú á annan tug fyrirtækja. Starfsmenn innanlands eru taldir á bilinu 500 til 550. CCP hf. á langstærsta hlutann af útflutningi á netleikjum. Veltan á síðasta ári var um 6,8 milljarðar króna og hagnaðurinn um 807 milljónir króna. Meðalfjöldi starfsmanna var 403. CCP er stærsta fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Þess má geta til samanburðar að HB Grandi veltir 20,1 milljarði, Síldarvinnslan 11,2 millj örðum og Vinnslustöðin í Eyjum 8,5 milljörðum. Betware á Íslandi er annað stærsta fyrirtækið í þessum geira og velti á síðasta ári um 1,3 milljörðum króna og skilaði hagnaði upp á 221 milljón. Starfsmenn voru 91. Þessar tölur má m.a. sjá í nýlegri bók Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin. Nýjasta fyrirtækið á sviði tölvuleikja er Gogogic og hefur það vakið mikla athygli. Frjáls verslun gerir því góð skil. Leikirnir eru í sókn sem atvinnugrein og hrunið hefur jafnvel styrkt stöðu þessara fyrirtækja eins og annarra sem afla gjaldeyris. Þó er alltaf spurn ing hve lengi þessi grein getur vaxið. Fimmfaldast veltan á hverju fimm ára tímabili í framtíðinni eins og hingað til? Framleiðendur netleikja gera það gott í kreppunni. Veltan í greininni nemur 11,5 millj ­ örðum króna á ári og hefur farið ört vaxandi. Íslenski markaðurin er lítill og lang stærstur hluti tekna er í gjaldeyri. Fullyrt er að leikjajöfnuður lands manna sé hagstæður; meira sé selt úr landi af leikjum en flutt er inn. Atvinnugreinin Gjaldeyristekjur: 11,5 milljarðar Störf á Íslandi: Allt að 550 Stærstu fyrirtæki: CCP, Betware, Gogogic CCP Velta: 6,8 milljarðar Hagnaður: 807 milljónir Starfsmenn: 403 Betware á Íslandi Velta: 1,2 milljarðar Hagnaður: 221 milljón Starfsmenn: 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.