Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 bönkunum að nálgast erlendan gjaldeyri. En staða bank­ anna er sterk þrátt fyrir lausafjárvandann. Eiginfjárstaðan er góð. Það er hins vegar lánsfjárkreppa um allan heim – og allir bankar á Vesturlöndum kvarta. Því verður ekki á móti mælt að Davíð og Seðlabankinn hafa farið offari í að hækka stýrivexti eftir að útlánabólan sprakk og engir peningar eru hvort sem er í umferð. Ég hef haldið því fram að fyrst 13,75% stýrivextir, þeir hæstu í heimi, gátu ekki hamið verðbólg­ una á Íslandi þá geti 15,5% stýrivextir það ekki heldur; og ekki heldur 20 eða 30% stýrivextir. Hvaða gagn er í því að hækka stýrivexti til að draga úr útlánum þegar bankarnir eru hvort sem er ekkert að lána og löngu búnir að skrúfa fyrir? Þetta heitir að kyrkja atvinnulífið hægt og bítandi. Seðlabankinn er í þeim vanda staddur að ráða ekki einn við verðbólguna. Það þarf auðvitað tvo til í tangó; ríkisvaldið verður að draga úr sínum útgjöldum. Það er rosalega fátæklegt að ekkert annað úrræði sé til staðar en að hækka stýrivexti og á meðan séu ríkisfjármálin stikkfrí. Snemma árs 2001 voru sett ný lög um Seðlabank­ ann og gengi krónunnar. Gengið skyldi verða fljótandi og markmið Seðlabankans fyrst og fremst að halda úti verð­ stöðugleika. Þar með fóru vaxtahækkanir að ganga út á gengi krónunnar frekar en að stýra útlánum bankanna. verðbólguna, sem Seðlabankinn hefur und­ anfarin ár tekist á við, má rekja til hinnar alþjóðlegu útlánabólu sem hófst fyrir alvöru árið 2004 og gerði það að verkum að verð á hlutabréfum og húsnæði hækkaði mjög óeðlilega um allan heim; eyðsla, útlánagleði, samrunar og fjáraustur banka tóku völdin – og lánsfé varð skyndilega eina breytan í formúlunni í verði hlutabréfa og húsnæðis. Þegar útlánabólan sprakk hrundi verð hlutabréfa og verð á húsnæði mun gera það – einnig á Íslandi. Eflaust er hægt að gagnrýna Seðlabanka Íslands fyrir að hafa ekki hækkað stýrivexti með látum árið 2004, senda ríkisvaldinu tóninn um að draga úr ríkisþenslu, biðja bankana um að hægja á sér í útlánagleðinni og setja upp bindiskyldu peningamagns að hætti Friedmans, og að leyfa jafnvel krónunni að falla eitthvað til að draga úr viðskiptahallanum og neyslunni. Á þessum tíma var Davíð forsætisráðherra. kríSan núna er krónan og hin alþjóðlega lánsfjár­ kreppa í kjölfar sprunginnar útlánabólu. Það getur vel verið að það létti eitthvað á þrýstingnum ef Davíð hætti. Ég held samt ekki. En það er kaldhæðnislegt að Davíð seðlabankastjóri skuli vera að slást við þenslu sem á upp­ tök sín í tíð Davíðs forsætisráðherra. Jón g. Hauksson Tveir ÞekkTir hagfræðingar hafa með skömmu millibili ráðist harkalega á Seðlabankann. Gylfi Magn­ ússon dósent sagði í útvarpsfréttum að bankinn væri rúinn trúverðugleika, orðinn sjálfstætt efnahagsvandamál og nauðsynlegt væri að skipta um stjórnendur bankans og setja yfir hann fagmenn í stjórn peningamála og styrkja gjaldeyrissjóð bankans um leið. Þorvaldur Gylfason pró­ fessor lét hafa eftir sér að bankastjórn Seðlabankans ætti að sýna þá smekkvísi að segja af sér. Þegar þeir Gylfi og Þorvaldur ræða um að skipta þurfi um stjórn Seðlabankans merkir það í raun að það þurfi að koma Davíð Oddssyni út úr bankanum; hann sé vandinn. Með Davíð í bankastjórn Seðlabankans sitja tveir hagfræðingar; Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson. Hjá bankanum starfar heill herskari vel menntaðra hagfræðinga. Davíð ODDSSOn hefur skráð nafn sitt sem einn af hinum stóru í íslenskum stjórn­ málum; en ég hef áður haldið því fram að það hafi verið afleikur hjá honum að sækjast eftir því að verða seðlabankastjóri þegar hann hyrfi úr stjórnmálum; hann hefði frekar átt að stíga alveg af sviðinu. Hann hefur frá upphafi verið einu númeri of stór fyrir bankann; of umdeildur. Mér finnst það hins vegar ofmat á Davíð Oddssyni að halda því fram að hann sé sjálfstæður efnahagsvandi þótt bankinn sjáist ekki fyrir í að hækka stýrivextina. Nema menn trúi því innst inni að stjórnmálamenn þori ekki að henda krónunni og skipta um gjaldmiðil á meðan Davíð er seðlabankastjóri. Nema menn trúi því að lausafjárvandi bankanna leysist með því að Davíð hætti og að gjaldeyrisforði Seðlabankans batni sjálfkrafa með brott­ hvarfi hans. Auðvitað er krónan sjálf aðalsökudólgurinn í því hvernig komið er fyrir henni. Krónan er búin að vera og það kostar of miklar fórnir að hafa hana og verja hana. Ef hægt er að kenna Davíð um eitthvað eitt þá er það að hafa ekki hafið undirbúning fyrir nýjan gjaldmiðil meðan hann var forsætisráðherra og efnahagsástandið var stöðugt. Þá væri vandinn minni núna. Það er kríSa og þá þarf krísustjórnun. Brýnasta verkefnið núna er að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans en ekki að reka Davíð. Það er svipuð taktík og kjarnorku­ kapphlaup stórþjóðanna var í kalda stríðinu; hún gekk út á ógnarjafnvægi. Það er enginn sem segir að Seðlabankinn þurfi að nota gjaldeyrisforðann til að verjast árás, en hann dregur úr mönnum að leggja til atlögu. Ríkissjóður getur ennfremur þurft að taka stórt erlent lán til að auðvelda SEÐLABANKINN RÚINN TRAUSTI: Er Davíð Oddsson efnahagsvandi? RitstjóRnaRgRein Að margfalda gjaldeyrisforða Seðlabankans er svipuð taktík og kjarnorkukapphlaup stórveldanna var í kalda stríðinu; hún gekk út á ógnarjafnvægi. MANNVIT hf. - Grensásvegi 1 - 108 Reykjavík - Sími: 422 3000 - www.mannvit.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.