Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
Fyrst þetta ...
Það var glatt á Hjalla í
Glæsibæ þegar ný og glæsileg
heilsulind Hreyfingar og Blue
Lagoon Spa var formlega opnuð
í endaðan mars. Heilsulindin
hóf starfsemi sína í Glæsibæ
í upphafi þessa árs og hefur
hlotið góðar viðtökur.
Heilsulindin er sú fyrsta
sinnar tegundar í heiminum,
en fyrirhugað er að opna Blue
Lagoon spa staði erlendis á
næstunni. Fram til þessa hafa
spa-meðferðir með virkum
efnum Bláa lónsins einungis
verið í boði í Bláa Lóninu í
Grindavík.
Nýjungar og meðferðir, sem
ekki hafa verið í boði hér á
landi áður, eru fáanlegar í nýju
heilsulindinni í Glæsibæ. Má
þar t.d. nefna fljótandi djúp-
slökun, orkugefandi og styrkj-
andi kísilmeðferð og nærandi
þörungameðferð.
Í heilsulindinni er veitinga-
aðstaða þar sem boðið er
upp á úrval hollra veitinga. Á
skjólgóðu útisvæði eru gufuböð
sem og heitir pottar með fersk-
vatni og jarðsjó. Nálægðin við
Laugardalinn býður upp á ýmsa
útivistarmöguleika.
Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, sem flutti
blessun við opnunina, Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
og Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins.
Guðrún Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Actavis, var heiðurs-
gestur við opnunina, en hún hefur verið viðskiptavinur frá árinu 1986.
Védís Árnadóttir flutti
lög af plötu sinni,
A Beautiful Life.
Glæsilegt í Glæsibæ
Ágústa Johnson, fram-
kvæmdastjóri Hreyfingar,
Bryndís Guðmundsdóttir,
eiginkona Árna
Sigfússonar, bæjarstjóra
Reykjanesbæjar, Árni
Sigfússon og Guðlaugur
Þór Þórðarson,
heilbrigðis ráðherra,
eiginmaður Ágústu
Johnson.