Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 21

Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 21 Forsíðugrein 3. Hversu stór þáttur er krónan í því vantrausti sem erlendir lánveitendur hafa á landinu um þessar myndir? Erlendir bankar og erlendir fjárfestar treysta betur gjaldmiðlum sem eru stöðugir og þeir þekkja vel. 4. Hversu mikið er til í þeirri fullyrðingu að krónan komi í veg fyrir að erlendir bankar vilji sameinast íslenskum bönkum – og að hún sé í raun orðinn hemill og viðbótaráhætta sem erlendir bankar séu ekki tilbúnir til að taka? Ein af ástæðum þess að erlendir fjárfestar hafa lítið látið til sín taka í Kauphöll Íslands þrátt fyrir góða ávöxtun allt fram á síðasta ár er sú viðbótaráhætta sem þeir hafa þurft að taka á gjaldmiðli sem er veikur, lítill og fáir þekkja. 5. Hafa erlendar lánastofnanir tapað svo mikið sem einni krónu á viðskiptum við íslenskar lánastofnanir síðustu tuttugu árin? Ég er ekki í aðstöðu til að meta það. 6. Hversu sterkir eru íslensku bankarnir? a. Eiginfjárstaðan? b. Lausafjárstaðan? c. Þolpróf Fjármálaeftirlitsins? d. Einkunnir erlendra matsfyrirtækja? Vandi íslenskra banka er lausafjárvandi. Aðrir þættir í starfi þeirra eru fullkomlega sambærilegir við sem nú gerist hjá virtustu og bestu bönkum heims. 7. Hvað er helst að óttast í íslensku fjármálalífi á næstu mánuðum? Er komið að örlagastundinni? Það er kreppa. Lítið er um fjármagn til fjárfestinga og flestir sem geta fjárfest halda að sér höndum. Nú skiptir máli að menn passi vel upp á eigur sínar og reyni að fá sem mest út úr þeim án þess að auka áhættu. Nú duga ekki skyndilausnir og þá er heldur ekki hægt að fresta erf- iðum ákvörðunum. 8. Hvað veldur hinum ótrúlega áhuga erlendra fjölmiðla og banka á örríkinu Íslandi? Margar fjárfestingar Íslendinga erlendis hafa verið í fyrirtækjum sem eru þekkt og eru áberandi eins og smásölufyrirtæki, símafyrirtæki og matvælafyrirtæki og eru mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þá hefur Ísland og Reykjavík orðið æ vinsælli áfangastaður á undanförnum árum og vitundin um land og þjóð aukist jafnt og þétt og má segja að öll umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum sé langt umfram eðlileg stærðarhlutföll. Viðskiptaumfjöllunin endurspeglar það. 9. Erlendir lánveitendur vilja vita hverjir muni koma íslensku bönkunum til aðstoðar ef í harðbakkann slær. Hvað þarf eig- inlega að gera og hverja þarf að nefna til sögunnar svo að erlendir lánveitendur róist? Aðgerðir sem auka tiltrú á íslenska efnahags- og fjármálakerfið. Mestu skiptir að erlendir aðilar skynji að viðvarandi lausafjárkreppa muni ekki skaða íslenska banka umfram aðra banka. 10. Hversu mikilvægar eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ríkið muni koma íslensku bönkunum til aðstoðar, t.d. með kaupum á skuldabréfum? Yfirlýsingar eru góðra gjalda verðar en það eru aðgerðir sem skipta máli. 11. Á sú gagnrýni rétt á sér að bankarnir hafi sjálfir, með stórfelldum kaupum á erlendum gjaldeyri til að verja eiginfjárstöðu sína gagn- vart veikingu krónunnar, í raun tekið stöðu gegn krónunni og stuðlað þannig að veikingu hennar? Nei. Hún á ekki rétt á sér. Bankarnir hafa í árar- aðir beitt aðferðum virkrar áhættustýringar sem eru fullkomlega viðkenndar og eðlilegar. Í raun hefði verið betra ef fleiri hefðu beitt sambærilegum aðferðum til að fyrirbyggja áföll vegna hraðra breytinga á gengi krónunnar. Ef bankarnir hefðu ekki beitt virkri áhættustýringu er hætt við að fjármálakerfið væri nú komið í þrot. 12. Hvernig er best að styrkja og breikka bakland íslenska bankakerfisins? Auka aðgengi bankanna að erlendu lánsfé. Rætt hefur verið um að Seðlabanki Íslands sé lánveitandi til þrautarvara. Miðað við núverandi aðstæður er ljóst að hann stendur ekki undir því enda er bankakerfið að svo stóru leyti í öðrum myntum en Seðlabanki Íslands hefur yfir að ráða. Ríkið þarf því að koma að málum. 13. Hversu sterkt er bakland íslensku bankanna í rauninni til að takast á við vandann? BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON fjárfestir og stjórnarformaður Straums Þarf stöðugan og traustan gjaldmiðil Það þarf að auðvelda aðgang að erlendu lánsfé og hefja undir­ búning að upptöku sterkrar alþjóðlegrar myntar á Íslandi. Mestu skiptir að erlendir aðilar skynji að viðvarandi lausa­ fjárkreppa muni ekki skaða íslenska banka umfram aðra banka. Sameining banka á Íslandi hefur lítil áhrif á lausafjár­ kreppuna. Þetta snýst ekki um eigið fé banka heldur laust fé, og sameining breytir litlu í þeim efnum. Vandi íslenskra banka er lausafjárvandi. Aðrir þættir í starfi þeirra eru fullkomlega sambæri­ legir við sem nú gerist hjá virtustu og bestu bönkum heims.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.