Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðugrein Ríkissjóður er skuldlaus, lífeyrissjóðir eru sterkir og eignir bankanna eru miklar og öruggar. Baklandið er sterkt en það dregur ekki úr alvöru þess ástands sem ríkir og að veruleg verðmæti eru í húfi ef mönnum verða mislagðar hendur. 14. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merill Lynch leggur til að íslenska ríkið kaupi hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á móðursýkina. Ertu sammála þessu mati bankans? Þessi leið kemur vafalaust til álita eins og ýmsar aðrar. 15. Merrill Lynch telur einnig að vandamál íslensku bankanna liggi í fjármagnsflæði og segir markaðinn hafa áhyggjur af því að viðskiptavinir taki út innlán sín í stórum stíl á næstunni? Hvaða viðskiptavinir. Erlendir? Innlendir? Hvað gera innlendir við- skiptavinir við innlán sín? 16. Hver er helsti ávinningurinn undir þessum kringumstæðum af samstarfi Seðlabanka Íslands við seðlabankana á hinum Norð- urlöndunum? Ég þekki ekki til samstarfs seðlabanka og er ekki rétti maðurinn til að svara þessari spurningu. 17. Heildareignir bankanna voru í árslok um 12.000 milljarðar króna sem er um tíföld landsframleiðsla Íslendinga. Eignir bank- anna eru um 20 sinnum meiri en það sem íslenska ríkið veltir. Er ríkið skv. þessu í stakk búið til að koma til aðstoðar? Eftir því sem ég kemst næst hefur ekki mikið gengið á þessar eignir bankanna og því er spurningin um aðkomu ríkis í því samhengi til- gangslaus. 18. Um 100 milljarðar króna í erlendum lánum gjaldfalla í hverjum mánuði en gjaldeyrisforðinn er aðeins um 200 milljarðar. Hversu stór þyrfti gjaldeyrisforðinn helst að vera – svo að vel ætti að vera? Það getur verið erfitt að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Heppilegast hefði verið að stækka hann þegar allt lék í lyndi. Ég heyrði fræðimann færa ágæt rök fyrir því að hann mætti vera 600 – 800 milljarðar króna. Ég veit ekki meira en hann. 19. Ert þú sammála því að skuldlaus ríkissjóður taki lán til að auka gjaldeyrisforðann og styrki lausafjárstöðu bankanna í erlendri mynt? Breska ríkisstjórnin er með skuldir sem nema 40% af þjóðarfram- leiðslu en íslenski ríkissjóðurinn er skuldlaus. Þetta er ein hugmynda sem nefndar hafa verið og koma vel til greina. 20. Eftir að skrúfað var nánast fyrir aðgengi bankanna að ódýru lánsfé erlendis blasir vandi bankanna m.a. við í því að það er skortur á lausafé í erlendri mynt. Þýðir þetta ekki að útrásin sé stopp í bili hjá bönkunum og íslenskum fyrirtækjum? Það hægir verulega á, en hvort allt verði stopp er annað mál. 21. Eftir að aðgangur erlendis að ódýru lánsfé minnkaði svo snar- lega er erfitt að selja eignir bæði hér heima og erlendis. Hversu mikil áhrif hefur það eitt og sér á stöðu íslenska bankakerfisins að seljanleiki eigna hefur snarminnkað? Það hefur veruleg áhrif. Það er engin spurning. Þeir sem verða fyrir mestum áhrifum af seljanleika eru þó spákaupmenn og fjárfestinga- bankar, frekar en útlánabankar eins og kalla má hina íslensku fjár- málastofnanir. 22. Hversu mikilvægt er það gagnvart erlendum lánveitendum að sameina íslenskar lánastofnanir undir þessum kringumstæðum? Hver yrði helsti ávinningurinn af því að sameina banka núna? Sameining banka á Íslandi hefur lítil áhrif á lausafjárkreppuna. Sam- eining banka nú mun hafa lítil áhrif á þann vanda sem íslenskir banka eiga við að etja nú um stundir. Þetta snýst ekki um eigið fé banka heldur laust fé, og sameining breytir litlu í þeim efnum. 23. Ef þú ættir að gefa ríkisvaldinu og Seðlabanka Íslands eitt gott ráð í þeirri glímu sem núna er háð, hvert yrði það ráð? Breytinga er þörf, það dugar ekki að notast við sömu aðferðir og áður. Það þarf að auðvelda aðgang að erlendu lánsfé og hefja undirbúning að upptöku sterkrar alþjóðlegrar myntar á Íslandi. TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.