Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 27
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 27 Forsíðugrein Mér er ekki kunnugt um annað en að íslenskar lánastofnanir hafi ávallt staðið í skilum með sínar skuldbindingar, eins og við er að búast í ljósi lánshæfiseinkunna þeirra. 6. Hversu sterkir eru íslensku bankarnir? a. Eiginfjárstaðan? b. Lausafjárstaðan? c. Þolpróf Fjármálaeftirlitsins? d. Einkunnir erlendra matsfyrirtækja? Í samanburði við aðra banka standa íslenskir bankar almennt vel að vígi hvað varðar eiginfjárstöðu og aðgang að lausu fé. Lánshæfiseinkunnir bankanna í A-flokki endurspegla gott lánstraust. 7. Hvað er helst að óttast í íslensku fjármálalífi á næstu mánuðum? Er komið að örlagastundinni? Það er ljóst að það er verulegt ójafnvægi í íslensku efnahagskerfi. Vaxtaumhverfið samræmist ekki þróuðu hagkerfi, en um leið er verð- bólga komin úr böndum og gengi óstöðugt. Á sama tíma er alþjóðlegt efnahagslíf í ólgusjó og veruleg óvissa um þróunina á alþjóðamörk- uðum. Vandi stjórnvalda og Seðlabankans er mikill og það þarf að taka á málum af kjarki, festu og framsýni. Það sem hins vegar vinnur með íslensku efnahagslífi er það að íslensk fyrirtæki eru vön miklum sveiflum og hafa reynslu af því að bregðast við þeim. 8. Hvað veldur hinum ótrúlega áhuga erlendra fjölmiðla og banka á örríkinu Íslandi? Áhuginn hefur vissulega farið vaxandi og aukin athygli er að mörgu leyti skiljanleg. Umbylting hefur orðið á íslensku efnahagslífi á skömmum tíma og íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl í nágranna- löndum okkar. Ýktar sveiflur í efnahagsstærðum, svo sem viðskipta- halla, vöxtum og hlutabréfaverði, gera svo fjölmiðlum auðvelt fyrir að búa til áhugavert lesefni og krassandi fréttir. 9. Erlendir lánveitendur vilja vita hverjir muni koma íslensku bönk- unum til aðstoðar ef í harðbakkann slær. Hvað þarf eiginlega að gera og hverja þarf að nefna til sögunnar svo erlendir lánveit- endur róist? Í því umróti sem nú er á alþjóðlegum mörkuðum er æskilegt að íslensk stjórnvöld sýni fram á það að íslenskir bankar búi við sam- bærilegt öryggisnet og fjármálastofnanir í öðrum löndum. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn hafa burði til þess að skapa slíkt kerfi, hugsanlega með samkomulagi við erlenda seðlabanka, og sýna fram á að þeim er full alvara að grípa inn í ef á þarf að halda. 10. Hversu mikilvægar eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ríkið muni koma íslensku bönkunum til aðstoðar, t.d. með kaupum á skuldabréfum? Það er jákvætt að stjórnvöld sýni fram á öflugt öryggisnet og að þau muni gera það sama og stjórnvöld í öðrum löndum til að verja greiðslu- kerfið. Það er jafnframt mikilvægt að það sé gert með markvissum og trúverðugum hætti og valdi ekki skaða þegar til lengri tíma er litið. 11. Á sú gagnrýni rétt á sér að bankarnir hafi sjálfir með stór- felldum kaupum á erlendum gjaldeyri til að verja eiginfjárstöðu sína gagnvart veikingu krónunnar í raun tekið stöðu gegn krón- unni og stuðlað þannig að veikingu krónunnar? Það er afar mikilvægt fyrir hagkerfið allt að bankar verji eiginfjár- grunn sinn gagnvart gengissveiflum svo ekki komi til þess að gjald- miðlahreyfingar dragi úr fjárhagslegum styrkleika þeirra. 12. Hvernig er best að styrkja og breikka bakland íslenska bankakerfisins? Bankarnir eiga að sýna það með rekstrarárangri sínum að þeir séu traustsins verðir. Í núverandi umhverfi er það fyrst og fremst hlut- verk stjórnvalda að sýna fram á að þau munu standa vörð um greiðslukerfið og tryggja bönkunum nægilegan aðgang að fjármagni ef fjármálamarkaðir lokast. 13. Hversu sterkt er bakland íslensku bankanna í rauninni til að takast á við vandann? Það er erfitt að meta fyrr en við vitum betur umfang þess alþjóðlega vanda sem við er að glíma. Annars virðast bankarnir almennt vel undir það búnir að takast á við erfið ytri skilyrði og það er mikilvægt að stjórnvöld séu það líka. LÝÐUR GUÐMUNDSSON fjárfestir og stjórnarformaður Exista Ekki sjálfstæður gjaldmiðill á Íslandi um alla framtíð Smæð íslenska myntkerf- isins gerir krónuna aug- ljóslega berskjaldaða fyrir spákaupmennsku tiltölulega fárra aðila. Það er hins vegar fjærri því að þessir sjóðir hafi örlög íslenska bankakerfisins í hendi sér. Það er ljóst að það er verulegt ójafnvægi í íslensku efnahagskerfi. Vaxtaumhverfið samræm- ist ekki þróuðu hagkerfi, en um leið er verðbólga komin úr böndum og gengi óstöðugt. Heildareignir bankanna segja ekki mikið til um getu ríkisins til að styðja við banka- og greiðslukerfið ef á þarf að halda. Kaupþing er til dæmis með bankaleyfi í átta löndum og heyrir undir fjármálaeftirlit og seðla- banka viðkomandi landa. Umræðan um að taka upp alþjóðlega mynt á í raun ekki að snúast um hvort það verði gert heldur einungis hvenær og hvernig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.