Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 33

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 33
DAGBÓK I N F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 33 álagið lækkað síðan og var um miðjan apríl komið í 260 punkta. Bæði Geir H. Haarde forsæt­ isráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri höfðu áður lýst yfir mikilli furðu vegna þessa skuldatryggingarálags á íslenska ríkið og það sýndi í hnotskurn þann vanda sem við væri að eiga gagnvart áróðri erlendra banka og miðlara gagnvart efnahagsástandinu á Íslandi. Eins og margoft hefur fram komið mælir skuldatrygg­ ingarálag hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkom­ andi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. 31. mars frétt um Ísland fjarlægð Hún var athyglisverð sú frétt í Morgunblaðinu að breska blaðið Sunday Times hefði tekið út frétt af vef sínum þar sem sagt var frá því að breskir sparifjáreigendur tækju út sem aldrei fyrr innistæður sínar af reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska banka­ kerfið kynni að hrynja. Hið rétta var að ásókn breskra sparifjáreigendur í inn­ lánsreikninga Landsbankans og Kaupþings banka í Bretlandi hafði aukist dagana á undan birtingu fréttar blaðsins. Samkvæmt fréttinni mun Sunday Times hafa skipað öllum fréttaveitum, fréttavökt­ unarfyrirtækjum og úrklippu­ söfnum að fjarlægja og eyði­ leggja eintök af fréttinni sem bar fyrirsögnina Icesave gets a chill from credit crisis. 31. mars Salt vegur ekki salt Margir stöldruðu við frétt á Vísi þennan dag. Hún var um að Fjárfestingarfélagið Salt investments, sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, óttaðist ekki að þurfa að sæta veðkalli á 2,3% hlut sínum i Glitni sem félagið keypti í desember á síðasta ári. Sagt var að Róbert og félag hans hefðu keypt hlutinn á 7,5 milljarða og að hann hefði að langmestu verðið fjármagnaður af Glitni, samkvæmt heimildum Vísis. Hefði hluturinn rýrnað um 1,6 milljarða ef miðað væri við gengi Glitnis í Kauphöllinni þann dag. Í viðtali Vísis við Árna Harðarson, forstjóra Salt investments, sagði hann að félagið hefði skuldbundið sig til að eiga hlutinn í 15 mánuði og á þeim tíma óttaðist félagið ekki að fá á sig veðköll jafnvel þótt virði hlutarins rýrnaði. „Við höfum lagt fram trygg­ ingar fyrir hlutnum og þær duga vel fyrir lækkunum á markaði,“ sagði Árni og bætti við að hrein eign Salt investments, eignir umfram skuldir, væri yfir 20 milljarðar. Þeir væru því bjart­ sýnir hjá félaginu. 1. apríl ríkið komi bönk­ unum til aðstoðar Allir hnutu um þá frétt þennan dag að greiningardeild fjárfest­ ingarbankans Merrill Lynch hefði sent frá sér nýja skýrslu þar sem sagði að skuldatrygg­ ingarálag á skuldabréfum íslensku bankanna væri ekki lengur í neinum tengslum við fjárhagslegan styrk þeirra og eignastöðu. Merrill Lynch lagði til í skýrslunni að íslenska ríkið keypti hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú væru á eftir­ markaði, til að slá á þá móður­ sýki sem einkenndi skulda­ bréfamarkaðinn hvað varðar skuldabréf íslensku bankanna. Þá sagði í fréttinni að Merrill Lynch teldi að vandamál íslensku bankanna lægi í fjár­ magnsflæðinu og að markaður­ inn hefði vissar áhyggjur af því að viðskiptavinir bankanna tækju út innlán sín í stórum stíl. Fram kom í skýrslunni að íslenska ríkið gæti til dæmis ákveðið að kaupa öll skulda­ bréf bankanna sem kæmu til greiðslu á næstu þremur árum og gæti slíkt inngrip slegið 31. mars evran hindrar ekki verðbólgu á evrusvæði Morgunblaðið sagði frá því að verðbólga á evrusvæð- inu svonefnda hefði mælst 3,5% á ársgrundvelli í mars og hefði aldrei verið meiri frá því Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu var stofnað árið 1999. Fram kom að verð- bólgumarkmið seðlabanka Evrópu væri 2%. Verðbólgan er því víðar komin á kreik en á Íslandi þótt 3,5% verð- bólga sé talsvert lægri en 10% verðbólga. Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments. Hrein eign 20 milljarðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.