Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
DAGBÓK I N
á áhyggjur fjárfesta og gert
skuldabréf bankanna meira
aðlaðandi fyrir þá.
Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri Skipta.
1. apríl
exista með 88%
í Skiptum
Sagt var frá því að eigendur
44,2% hlutafjár í Skiptum,
móðurfélagi Símans, hefðu
tekið yfirtökutilboði Exista í
allt hlutafé félagsins. Að með
töldum 43,7% hlut sem Exista
átti fyrir fer félagið nú með
87,9% hlutafjár í Skiptum.
Í tilkynningu til Kauphallar
Íslands kom fram að tilboðs
tímabilið stæði í átta vikur eða
til 26. maí 2008.
1. apríl
SprOn fær 5
milljarða lán frá
kaupþingi
Tilkynnt var til Kauphallar
Íslands að SPRON hefði tekið
víkjandi lán upp á 5 millj
arða króna hjá Kaupþing og
að lántakan væri til 10 ára.
Tilgangurinn með lántökunni er
að renna enn styrkari stoðum
undir eiginfjárgrunn félags
ins, sagði í tilkynningu til
Kauphallarinnar.
2. apríl
invik skráð í
Stokkhólmi
Fréttablaðið var með
athyglisvert viðtal við Karl
Wernersson, stjórnarformann
Milestone, þennan dag. Þar
kom fram að Milestone er núna
skilgreint sem fjármálaþjón
ustufyrirtæki og að það ætli að
skrá sænska fjármálafyrirtækið
invik í OMx Nordic Exchange
kauphöllina í Svíþjóð innan
tveggja ára.
En invik er
helsta eign
Milestone.
Íslensk
fyrirtæki
í eigu
Milestone
eru Sjóvá,
Askar
Capital og Lyf og heilsa. Þau
verða í framtíðinni dótturfyr
irtæki invik. Nema Lyf og
heilsa en fram kom hjá Karli
að unnið sé að því að selja Lyf
og heilsu út úr samstæðunni
þar sem lyfjarekstur færi ekki
saman við fjármálaþjónustu í
skráðu félagi.
Það eru eigendur Milestone,
ásamt fleiri fjárfestum, sem
kaupa lyfjareksturinn.
Geir H. Haarde
forsætisráðherra.
1. apríl
ekki gera neitt,
frekar en ein
hverja vitleysu
Geir H. Haarde forsætisráðherra
var í Kastljósi þennan dag
og sagði m.a. að ríkisstjórnin
væri í miklu samstarfi við
Seðlabankann um ástandið sem
skapast hefði í efnahagsmálum.
„Við rösum ekki um ráð
fram í þessu efni. Það er mjög
mikilvægt að misstíga sig ekki
og þá er betra að gera ekki
neitt heldur en að gera ein
hverja bölvaða vitleysu,“ sagði
forsætisráðherra í Kastljósi
þegar hann var inntur svara um
meint aðgerðaleysi ríkisstjórn
arinnar í efnahagsmálum.
Geir minnti menn á að fyrir
sex vikum hefði hann nefnt
að lántaka til að auka gjald
eyrisforða kæmi til greina og
verið væri að skoða málið. Þá
útilokaði hann ekki að ríkið
keypti hluta af skuldabréfum
bankanna, en benti jafnframt á
það væri enginn smápakki því
að öll þriggja ára bréf bankanna
myndu kosta um 2.900 millj
arða króna.
4. apríl
icelandic Group
skráð af markaði
Í tilkynningu frá stjórn
icelandic Group, áður SH,
þennan dag kom fram að
stjórnin ætlaði að leggja til á
aðalfundi félagsins þann 18.
apríl að fá heimild til að afskrá
félagið úr Kauphöll Íslands.
Það kom ennfremur fram að
icelandic Group hefði undan
farin ár ekki náð að nýta sér
kosti þess að vera skráð
félag. Þannig hefðu lítil við
skipti verið með bréf félagsins,
verðmyndun verið óskilvirk og
dreifing hlutafjár verið undir við
miðum kauphallarinnar.
Þá sagði einnig að félagið
ynni að fjárhagslegri endur
skipulagningu og hagræðingu.
4. apríl
Landsframleiðsla
1.279 milljarðar
Í Hagvísum Hagstofunnar kom
fram að Hagstofan áætlar að
landsframleiðsla á árinu 2007
hafi verið 1.279 milljarðar og
aukist að raungildi um 3,8%
2. apríl
ÓdýrAr
LétteinkAþOtur
Lítið fyrirtæki með óvenjulega hugmynd komst í fréttirnar
í tengslum við Seed Forum ráðstefnuna. Þetta er fyrirtækið
Accel Jet sem hyggst kaupa yfir 10 létteinkaþotur á næstu
árum og leigja þær innlendum sem erlendum athafna-
mönnum.
Haft var eftir Einari Arnarssyni, framkvæmdastjóra Accel
Jet, að reynslan sýndi að yfirleitt væru tveir til þrír farþegar í
venjulegum einkaþotum og fyrir vikið væru þær allt of stórar.
Ódýru létteinkaþoturnar byggjast á nýrri tækni og eru
eyðslugrennri og mun ódýrari en hefðbundnar einkaþotur.
Enda boðar Einar að um helmingi ódýrara verði að leigja þær
en venjulegar einkaþotur.
Karl Wernersson.