Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 35
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 35
frá árinu áður. Þessi hagvöxtur
er nokkru minni en árið 2006
þegar hann nam 4,4%, og mun
minni en árin 2004 og 2005
þegar hann var 7,7% og 7,5%.
4. apríl
Hættir við
flugvélakaup
Við erum ekki að ræða um
ríkisstjórnina; hún hefur ekki
hugsað sér að kaupa flugvél,
heldur dótturfyrirtæki Icelandair
Group, Icelandair Cargo.
Sagt var frá því að
Icelandair Cargo og Icelease
hefðu fallið frá samninga-
viðræðum við Avion Aircraft
Trading um leigu og kaup á
fjórum Airbus A330-200 frakt-
flugvélum. Viljayfirlýsing um
málið var hins vegar gerð í maí
á síðasta ári.
Flugvélarnar áttu að afhend-
ast á árunum 2010 og 2011.
Vél af þessari gerð kostar um
130 milljónir dollara, eða 9,1
milljarður króna.
9. apríl
Moody´s:
Sveigjanleiki Íslands
Alþjóðalega matsfyrirtækið
Moody’s gaf út ársskýrslu
sína þennan dag um lánshæfi
íslenska ríkisins. Í ársskýrslu
segir Moody’s að Ísland stand-
ist mjög vel samanburð við
önnur ríki sem hafi lánshæfis-
einkunnirnar Aaa og Aa á
marga mikilvæga mælikvarða
sem notaðir eru til að meta
lánshæfi.
„Ísland kemur betur út í
ýmsum samanburði, meðal ann-
ars eru skuldir hins opinbera
lágar, tekjur á mann háar,
hagkerfið er sveigjanlegt og
þjóðin tiltölulega ung og lífeyr-
issjóðakerfið öflugt,“ segir Joan
Feldbaum-Vidra, skýrsluhöf-
undur Moody’s.
Í skýrslunni lýsir hann enn-
fremur erfiðum þjóðahags- og
fjármálalegum aðstæðum
sem Ísland standi frammi fyrir
eftir margra ára ofþenslu.
„Efnahagskerfið stefnir í erf-
iða lendingu sem gæti leitt til
neikvæðs hagvaxtar í nokkra
ársfjórðunga,“ segir hann í
skýrslunni.
10. apríl
Gjaldeyrisforðinn
aukinn
Haft var eftir Geir H. Haarde
forsætisráðherra á vef frétta-
veitunnar Bloomberg að í undir-
búningi væri að auka gjald-
eyrisforða Seðlabankans, svo
að hann gæti mætt auknum
erlendum eignum bankanna.
Forsætisráðherra sagðist ekki
geta nefnt nákvæma tölu um
hvað gjaldeyrisforðinn yrði auk-
inn mikið.
Gjaldeyrisforðinn er núna
aðeins rúmir 200 milljarðar
króna.
11. apríl
Kristinn Þór
á faraldsfæti
Við sögðum
frá því
nýlega að
Kristinn Þór
Geirsson
hefði verið
ráðinn for-
stjóri B&L.
En Kristinn
er sannarlega á faraldsfæti
því þennan dag var tilkynnt
að hann hefði verið ráðinn
framkvæmdastjóri Fjármála
og- rekstrarsviðs Glitnis og
tæki sæti í framkvæmdastjórn
bankans.
12. apríl
Andrés hættir
hjá FÍS
Sagt var
frá því að
Andrés
Magnússon
hefði
ákveðið
að láta af
störfum
sem fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna. Andrés sagði
að það hefði alltaf legið fyrir af
hans hálfu að hann myndi láta
af störfum eftir að aðalfundur
FÍS ákvað að samþykkja ekki
að ganga til sameiningarvið-
ræðna við Samtök verslunar og
þjónustu. Hann sagðist láta af
störfum í endaðan maí eftir að
hafa verið framkvæmdastjóri
FÍS í tæp sjö ár.
3. apríl
EinbýliSHúS FAllA Í vErði
Hér kom auðvitað frétt sem allir höfðu átt von á; að yfirspennt verð á
fasteignum ætti eftir að lækka í kjölfar niðursveiflunnar. Á daginn kom
að tilkynnt var um mestu lækkun á verði einbýlishúsa í tæp 7 ár.
Þessi verðlækkun einbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu nam um 2,4%
á milli mánaða sem er mesta lækkun sem mælst hefur frá því í októ-
ber 2001 þegar verðið lækkaði um 2,6% á milli mánaða.
Í fréttinni af fasteignaverðinu kom fram að verð fasteigna á lands-
byggðinni hækkaði um 1,5% á sama tíma og fjölbýli á höfuðborg-
arsvæðinu hækkaði um nærri 1%.
Stóra málið á fasteignamarkaðnum er auðvitað að hann er nánast
frosinn því fáar eignir seljast. Það er því ekki aðeins spurt um verðið –
heldur hvort eignin seljist yfir höfuð. Mesta lækkun á verði einbýlishúsa í Reykjavík í 7 ár.
Kristinn Þór
Geirsson.
Andrés
Magnússon.