Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 sem verið var að byggja nýtt húsnæði IKEA og meira en nóg að gera. Þórarinn stýrði versluninni í Holtagörðum í fyrstu, en tók síðan alfarið við fyrirtækinu haustið 2006. Samstarfsverkefni með viðskiptavininum Það hefur vakið athygli í núverandi efnahags- ástandi að forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að hækka ekki verð í versluninni fyrr en í ágúst á þessu ári. Þórarinn segir tvær megin- ástæður liggja að baki þessari ákvörðun; annars vegar að þeir hafi ekki þurft að hækka og annars vegar að þeir hafi ekki viljað það. Forsvarsmenn fyrirtækisins líti á reksturinn sem mikið langhlaup og samstarfsverkefni með viðskiptavininum. Þar af leiðandi sé ekki snúið upp á höndina á honum í hvert skipti sem tækifæri gefst til. Það sé ríkjandi hjá íslenskum stjórnendum að ef bæta eigi afkomuna þá sé verðið hækkað frekar en að byrja á hinum endanum og kanna hvar sé hægt að skera niður kostnað og aukaút- gjöld. Gengið sé vissulega að falla en það eigi ekki að vera svo að fyrsta úrræðið sem gripið sé til sé hækkun. Þá megi ekki gleyma því að ef allir hækka verðið þýðir það að verðbólgan eykst, launin verða einskis virði og slagur brýst út á vinnumarkaðnum sem enginn græðir á til lengri tíma. Hjálpar til við sörubakstur Þórarinn er í sambúð með Barböru Ösp Árnadóttur hjúkrunarfræðinema og saman eiga þau þriggja ára guttann Krist- jón Forna, en Þórarinn á auk þess dótt- urina Unni Björk sem búsett er erlendis. Að loknum vinnudegi finnst Þórarni gott að slappa af í eldhúsinu og sér hann alfarið um eldamennskuna á heimilinu. Honum finnst skemmtilegast að elda mexíkóskan mat, fisk og mat að hætti Lúisíana- búa sem sé matur mjög að sínu skapi, dálítið sterkur og öðruvísi. Þórarinn er ekki alveg hættur að baka en hann á það til að sýna gamla takta fyrir afmæli, jól og veislur og hefur öðru hverju hjálpað mág- konum og systrum við að baka sörur og kransa- kökur. Þá stundar hann skíði eins og hann getur og segist vera veiðisjúkur en hann hefur einkar gaman að stangveiði. Skipulags- og félagsmálin brenna líka á Þórarni og var hann Sigmar Vilhjálmsson, sölu- & markaðsstjóri Hive/Sko: Samkvæmur sjálfum sér Við Þórarinn kynntumst þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Domino’s og ég sem sölumaður hjá sjónvarpsstöðinni PoppTíví. Samstarf okkar gekk mjög vel, en á þessum tíma þurfti hann að gera ráð- stafanir til að höfða til yngri markhóps og náði að nýta okkar miðil afar vel til þess. Á þessum tíma gerðist hann líka frekar djarfur með vöru- merki Domino’s og má segja að slíkt einkenni Þórarinn, hann þorir að gera hluti sem aðrir þora ekki. Fyrir utan vinnuna urðum við líka mjög góðir vinir. Þórarinn er með stórt hjarta, er traustur félagi og vinur vina sinna. Auk þess er hann mjög samkvæmur sjálfum sér, hreinskilinn og maður veit nákvæmlega hvar maður hefur hann. Við skiptumst oft á skoðunum og þegar við erum ósammála þá hefur hann oftar rétt fyrir sér, þannig að manni líður vel með að vera sammála honum! Við deilum fáum áhugamálum, en hann er alltaf að reyna að smita mig af veiðinni og ég hann á móti af golfbakt- eríunni. Annars ættum við að mætast á miðri leið og fara í skotveiði á veturna saman. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Vífilfells: Öflugur samninga- maður Kynni mín af Þórarni hafa verið mjög góð. Hann er öflugur rekstrarmaður sem hefur góða innsýn í sinn rekstur og mikinn metnað til að gera ávallt betur. Hann greinir að mínu mati vel á milli aðal- Það hefur vakið athygli í núverandi efnahagsástandi að forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að hækka ekki verð í versluninni fyrr en í ágúst á þessu ári. þ ó r a r i n n h j ö r t u r æ v a r s s o n í n æ r m y n d S A G T U M Þ ó R A R IN N : Sigmar Vilhjálmsson. Guðjón Guðmundsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.