Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 s t j ó r n u n texti: helga kristín einarsdóttir • Myndir: geir ólafsson Frjáls verslun leitaði til fjögurra forstjóra og spurði hver munurinn væri á því að stýra fyrirtæki í niðursveiflu og uppsveiflu. Að stjórna í niðursveiflu „Áhrifa niðursveiflunnar gætir mjög berlega á mannauðsmarkaðnum, bæði í fjölda og gæðum umsókna. Ástandið í uppsveifl- unni, þar sem markaðurinn var orðinn yfir- spenntur með undir 1% atvinnuleysi, var líka orðið í meira lagi skrýtið. Það er allt annað að stjórna fyrirtæki þegar mannauðs- markaðurinn er í jafnvægi, en til þess þarf atvinnuleysi að fara í 3% eða meira. Ein afleiðing uppsveiflu almennt er sú að stjórnendur eru ekki jafn vel á verði gagnvart kostnaði í rekstri. Niðursveiflan gefur mönnum tækifæri til og kallar í raun á að menn endurskoði kostnað og spyrji spurninga, eins og hvort hinir eða þessir útgjaldaliðir séu nauðsynlegir til að sinna rekstrinum eða þjónustunni sem verið er að veita. Þessi niðursveifla, sem við erum að horf- ast í augu við á Íslandi núna, er að mörgu leyti mjög sérstök og getur haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér, sé tekið mið af því umhverfi sem fyrirtækin búa við í dag. Staða fyrirtækja, sem þurfa að leita eftir fé til að fjármagna sinn rekstur, er mjög alvarleg. Í fyrsta lagi er aðgangur að fjármagni mjög takmarkaður og í öðru lagi er það litla fjármagn sem er í boði á þannig vöxtum, að enginn venjulegur rekstur getur staðið undir því til lengdar. Fyrir stjórn- endur sem eru að stýra fyrirtækjum við þessar aðstæður er það forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú að fylgjast með sjóðstreymi frá rekstri og vera með góða lausafjárstýringu. Þetta getur þýtt í ein- hverjum tilfellum að menn þurfi að gera ráðstafanir til að lifa af til skemmri tíma og að setja langtíma- og stefnumótandi mark- mið á bið. Umhverfið hefur breyst alveg ótrúlega hratt, því það er ekki svo langt síðan að bankarnir kepptust við að bjóða fyrir- tækjum rekstrarfé, en gamla máltækið „Cash is King“ á aldrei betur við en nú,“ segir Hreggviður Jónsson. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor: Forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú að fylgjast með sjóðstreymi og hafa góða lausafjárstýringu Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.