Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 47
s t j ó r n u n
Albatrosar sofa stundum á flugi..
Albatrosinn sefur stundum á flugi. Hann sér ekki hvað er framundan.
En þú hefur færi á því. Með þrautreyndum hugbúnaði frá
sérfræðingum SAS Institute í frammistöðustjórnun.
www.sas.com/is
www.sas.com/is
SAS and all other SAS Institute Inc. product or service names are registered trademarks or trademarks of SAS Institute Inc. in the USA and other countries. ® indicates USA registration. Other brand and product names are trademarks of
their respective companies. © 2007 SAS Institute Inc. All rights reserved. 009xx/DK/0408
„Við verðum ekki jafn illa úti og aðrir, enda
útflutningsfyrirtæki. Staða Lýsis er því
skárri nú en verið hefur undanfarin misseri.
Segja má að við höfum niðurgreitt innflutn-
inginn, því gengi krónu hefur verið allt of
hátt skráð í tvö ár. Veiking krónunnar, eða
gengisleiðrétting, var því löngu tímabær
að mínu mati. Mér finnst ekki óeðlilegt
að gengisvísitalan sé 140-145. Hvað láns-
fjármagn varðar, erum við að upplifa mjög
undarlega tíma sem ekki sér enn fyrir end-
ann á.
Þá þarf að vanda sig meira við reksturinn
en endranær, lágmarka kostnað og tryggja
lausafé. Ég er ekki sérlega bjartsýn og tel
að við séum að sigla inn í harða lendingu.
Þessi staða hefur ekki áhrif á uppbyggingu
okkar á erlendum mörkuðum, en í bili mun
draga úr fjárfestingum. Hljóðið er þungt í
mönnum, almennt séð, og ég reikna ekki
með að við séum búin að bíta úr nálinni
með þessa niðursveiflu.“
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis:
Gengisleiðrétting var löngu
tímabær en við þessar aðstæður
þarf að lágmarka kostnað og
tryggja lausafé