Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 57
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 57
Þ
etta var bara kalt mat. Rúmenía
varð fyrir valinu vegna þess að
þar voru möguleikarnir mestir,“
segir Jafet S Ólafsson sem nú
hefur í rúmt ár verið fjárfestir í
fullu starfi – bæði með sína eigin peninga
og félaga sinna – og einbeitt sér að byggingu
íbúða í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Alls
1500 meðalstórar íbúðir sem byggingafélag
að nafni Gigant Construct byggir í svoköll-
uðu Títan-hverfi í borginni. 200 íbúðir eru
tilbúnar og seldar, 330 verður lokið í ár og
allt klárað á næstu þremur árum.
Allt eru þetta íbúðir 65 til 110 fermetrar
að stærð og ætlaðar til sölu á almennum
markaði. Síðan hefur félagið fest kaup á
tveimur lóðum til viðbótar og þar gætu risið
allt að 1000 íbúðir.
Jafet segir að veltan sé upp á um 2,5 millj-
arða íslenskra króna á því sem sé lokið – það
er eigið fé fjárfestanna og lán sem tekin eru í
Rúmeníu. Hann segir að yfirleitt sé gert ráð
fyrir að eigið fé sé 20 til 25% af fjárfestingu
í húsnæði. Það þýðir að Íslendingarnir sem
eiga Gigant Construct hafi lagt rúman hálfan
milljarð í fjárfestingarnar í Búkarest. Og
rúmenski framkvæmdastjórinn, Corneliu
Serban, á þrjú prósent byggingafélagsins.
„Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum á
þessu verkefni í Rúmeníu,“ segir Jafet. Þó er
ekki nema hálft annað ár liðið frá því hann
hætti sem framkvæmdastjóri VBS fjárfest-
ingabanka og fór að sinna þessum og öðrum
fjárfestingum eingöngu. Annars er Jafet oft-
ast kenndur við Verðbréfastofuna og á enn
smáhlut í félaginu.
Rúmenar sátu eftir
Upphaflega beindist athygli Jafets og félaga
hans að Eystrasaltslöndunum. Fleiri Íslend-
ingar hafa verið þar. Síðan var ákveðið að
leita möguleika í fleiri löndum Austur-Evr-
ópu – í Tékklandi, Ungverjalandi og í Rúm-
eníu.
„Við völdum Rúmeníu vegna þess að
þar var þróunin skemmra á veg komin en í
flestum nágrannalöndunum. Rúmenar lentu
á eftir mörgum öðrum ríkjum Austur-Evr-
ópu eftir fall járntjaldsins. Þróunin varð strax
mjög ör - til dæmis í Ungverjalandi - og því
færri tækifæri fyrir nýja fjárfesta að komast
þar inn. Í Rúmeníu hófst þessi hraða upp-
bygging með erlendum fjárfestingum varla
fyrr en á þessari öld og aðallega fyrir þremur
árum eða svo.“
Þetta eru staðreyndirnar sem búa að baki
þegar Jafet talar um „kalt viðskiptalegt mat“
þegar hann og félagar hans fóru að leita fyrir
sér í Rúmeníu.
Grátt leiknir af kommúnistum
Jafet segir að kauphöll hafi fyrst verið opnuð
í Búkarest árið 1995 og hafði þá ekki starfað
í 50 ár eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Fall kommúnistaleiðtogans Nicolae Ceau-
sescu - hann var skotinn ásamt konu sinni á
jólunum 1989 - leiddi ekki til aukins frelsis
í fyrstu. Gamla stjórnkerfið hélt velli og það
fór ekki að rofa til fyrr en tíu árum eftir fall
harðstjórans. Þá var tíundi hver Rúmeni
farinn úr landi í atvinnuleit og landið hélt
áfram að grotna niður.
„Kommúnisminn fór á margan hátt verr
með Rúmena en nágranna þeirra,“ segir Jafet.
„Undir stjórn Nicolae Ceausescu staðnaði
efnahagslífið algerlega. Hjá Ungverjum og
Tékkum gerist það ekki með jafnafdrifa-
ríkum hætti. Þeir voru því mun fljótari að ná
Jafet S. Ólafsson í viðtali um Rúmeníu, ESB og fjárfestingar í útlöndum:
Tækifærin eru
mörg í Rúmeníu
Jafet S. Ólafsson hefur verið fjárfestir í fullu starfi í rúmt ár. Áður var hann alltaf
kenndur við Verðbréfastofuna og síðar VBS fjárfestingarbanka. Núna er hann einn
margra Íslendinga sem fengið hefur augastað á Rúmeníu. Þar er hann í félagi við
fleiri fjárfesta með 1.500 íbúðir í byggingu. Af hverju Rúmenía?
texti: gísli kristjánsson • Myndir: geir ólafsson
j a f e t s . ó l a f s s o n