Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 58

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 sér á strik eftir fall kommúnismans. Rúmenía sat eftir.“ Mikið óunnið En grundvöllur blómlegs atvinnulífs er góður í Rúmeníu að mati Jafets. Fyrir stríð stóðu landsmenn vel að vígi. Rúmenía er gott land- búnaðarland og liggur vel við samgöngum. Ströndin er við Svartahafið og Dóná rennur í gegnum landið. Og Rúmenar eru gömul menningarþjóð sem stóð jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum fyrir stríð. „Það eru miklir möguleikar í Rúmeníu,“ segir Jafet. „Landið er ríkt frá náttúrunnar hendi. Ferðaþjónusta á mikla framtíð. Rúm- enar geta bæði boðið upp á góðar bað- strendur og skíðalönd. Og þeir eru gömul olíuþjóð sem á að geta orðið efnuð en mikið verk er óunnið enn.“ Jafet og félagar hans að baki Gigant Construct hafa sé möguleika á íbúðamarkaði í höfuðborginni Búkarest. Húsnæðismark- aðurinn er eitt svið sem lokkar að erlenda fjárfesta. Framleiðslufyrirtæki hafa einnig fengið augastað á Rúmeníu. Finnarnir hjá Nokia eru til dæmis búnir að opna verk- smiðju í landinu. Mörg íslensk fyrirtæki Mörg íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl þar líka. Prentsmiðjan Oddi er dæmi um erlent fyrirtæki sem keypt hefur í Rúmeníu. Oddi á þar og rekur stóra prentsmiðju. Actavis hefur fjárfest í lyfjagerð og Róbert Wessmann á fjárfestingafélagið Salt Investments sem hyggst standa að byggingarframkvæmdum í Rúmeníu. Sama er með Askar Capital. Margir erlendir fjárfestar hafa fengið auga- stað á landinu núna á allra síðustu árum. „Rúmenar eru mjög áfram um að fá erlenda fjárfesta til landsins og þeir vilja tengjast Evrópu og sérstaklega Norður-Evr- ópu sem sterkustum böndum,“ segir Jafet. „Að sama skapi er andúðin á Rússum og óttinn við þá rótgróin.“ Engin lánsfjárkreppa Gigant Construct byggir íbúðir fyrir fé fjár- festa og fyrir rúmenskt lánsfé. Rúmenskir bankar lána til bygginganna, langtímalán með 6,9% nafnvöxtum. Jafet segir að fjár- magn bankanna sé innlendur sparnaður. Því hefur alþjóðlega lánsfjárkreppan í vetur ekki bitnað á þeim. Húsnæðisverð er að sögn Jafets um þriðj- ungur þess sem er á Íslandi. Allur kostnaður er að sama skapi lægri og einnig tekjur kaup- enda húsnæðis. Þörfin fyrir nýtt húsnæði er líka mikil. Jafet segir að í borgum eins og Búkarest standi miklar en ónýtar íbúð- arblokkir frá tímum kommúnista. Þetta eru íbúðablokkir í sovéskum steinsteypustíl og setja svip á borgirnar. Mikið af ónýtum húsum „Þetta voru illa byggð hús í upphafi og eru núna mörg hver ónothæf og bíða niðurrifs,“ segir Jafet, ekki komi til álita að kaupa þetta húsnæði og gera það upp. Húsin séu einfaldlega ónýt. Sömu sögu er að segja um verksmiðjur frá tímum kommúnista. Þær verða flestar rifnar og lóðirnar teknar undir nýbyggingar. Jafet lýsir einnig vegakerfinu sem „köfl- óttu“, bæði úti um land og í borgunum. Hraðbrautir enda skyndilega og við taka holóttir malarvegir. Í Búkarest er mikið umferðaröngþveiti en nýtt kerfi léttlesta á að leysa samgönguvandann í höfuðborginni. Og í samgöngum er líka þörf fyrir erlenda fjárfestingu. „Það er gríðarlegt verk óunnið við að hreinsa til í borgum eins og Búkarest og byggja nýtt,“ segir Jafet. „Um leið fjölgar fólki sem hefur ráð á að kaupa sér húsnæði. Rúmenar, sem fluttu burt í atvinnuleit, koma nú heim og þurfa húsnæði. Þetta er sá markaður sem við einbeitum okkur að.“ Skriffinnskan lifir Jafet segir margt úr stjórnkerfi kommúnista hafi lifað af þrátt fyrir fall harðstjórans Ceausescus. Þetta hafi átt sinn þátt í að fæla erlenda fjárfesta frá, viðhalda stöðnun og valda jafnvel afturför. Þetta er að breytast hratt núna. Fyrst eftir fall Sovétríkjanna urðu erlendir fjárfestar fyrir áföllum víða í Austur-Evrópu vegna þess að þess að eignaréttur þeirra var ekki tryggur. Undirritaðir pappírar og samn- ingar reyndust stundum einskis virði og maf- íósar úr gamla valdakerfinu stálu bókstaflega fjárfestingunni. Leikreglur viðskiptanna voru ekki virtar. Jafet segir að tryggur eignaréttur sé grund- vallaratriði fyrir erlenda fjárfesta. Þjóðfélög verði að virða leikreglur sem hafa mótast í viðskiptum á mörgum öldum. Þar á meðal sé virðingin fyrir einkaréttinum, virðing fyrir að undirritaðir pappírar séu gildir, samningar standi. „Það er enn mikil og þung skriffinnska í Rúmeníu,“ segir Jafet. „Þetta er þungt kerfi sem menn verða að læra að vinna með. Núna er það svo að samningar um til dæmis lóða- kaup eru undirritaðir hjá „notarius puplicus“ sem hefur veðbækurnar og allar upplýsingar um réttan eiganda lands. Og notarius undir- ritar samninginn líka. Þetta á að tryggja áreiðanleika í fasteignaviðskiptum.“ ESB-aðildin lífsnauðsyn Jafet segir að rúmensk skriffinnska skili sínu hlutverki þótt oft gangi hægt. Rúmenía hefur að auki fengið gæðastimpil sem alvöru við- skiptaland. Þessi gæðastimpill er aðildin að Evrópusambandinu. Rúmenar komu þar inn fyrir ári síðan. „Aðildin að ESB tryggir að sömu leik- reglur gilda í Rúmeníu og í öðrum löndum Evrópu,“ segir Jafet. „Aðildin breytir allri aðstöðu landsmanna. Hún opnar fyrir erlent fjármagn og gerir það að verkum að erlend fyrirtæki sækja til Rúmeníu með verksmiðjur og fjárfestingar og Rúmenar fá aðstoð við að byggja upp innviði landsins – leggja vegi, bæta símakerfið og bara það að koma raf- línunum í höfuðborginni í jörð. Í þessum efnum skiptir aðstoð ESB sköpum.“ Jafet talar hér sem sannfærður Evrópu- sambandssinni. Hvað þá með Ísland og ESB? „Þarna er ólíku saman að jafna,“ segir Jafet. „Rúmenum er lífsnauðsyn að teng- jast evrópsku efnahagslífi eftir stöðnunina á tímum kommúnismans. Þetta er allt önnur staða en á Íslandi.“ Komnir í ESB innan fimm ára En samt. Jafet viðurkennir að hann hallast stöðugt meira að ESB-aðild Íslendinga. Af hverju? j a f e t s . ó l a f s s o n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.