Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 60

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Jafet situr heima á Íslandi en peningarnir eru að hluta í útlöndum. Það krefst stöðugra ferðalaga. Aðrir Íslendingar í sömu stöðu hafa komið sér upp heimilum í útlöndum. Valið sér hentuga borg til búsetu og ferðast þaðan. Þessu fylgir mikill tímasparnaður. Jafet vill heldur eyða tímanum í ferðalögin en að fara frá Íslandi. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að flytja frá Íslandi,“ segir Jafet og bætir við: „Ég reyni að ferðast eins lítið og hægt er. Vil helst bara vera hér heima og þá helst úti í náttúrunni í kyrrð og ró og ég tala nú ekki um að komast í að veiða silung og lax.“ Hættur að fara um London En hjá ferðalögum verður ekki komist. Jafet segist reyna að komast af með eina utan- landsferð í mánuði. Þótt mikið megi gera með hjálp nútímasamskiptatækni verða menn í viðskiptum líka að hitta viðskiptavini sína augliti til auglitis og enginn kaupir lóð í Rúmeníu óséða. „Flugferðir taka stöðugt meiri tíma,“ segir Jafet og á þá sérstaklega við að alla biðina á flugvöllunum. Öryggisgæslan tekur lengri tíma og flugvellir stækka þannig að það þarf að gera ráð fyrir rúmum tíma til að ná tengi- flugi. „Ég hef alveg gefist upp á að fara um London til Búkarest. Það tekur svo langan tíma að komast í gegn,“ segir Jafet. „Ég hef tvisvar farið um París en þar týndu þeir farangrinum í bæði skiptin. Núna er Kaup- mannahöfn best. Ég nota því Kastrup.“ Leiga á einkaþotu skynsamleg Leiga á einkaþotum kemur líka vel til greina í viðskiptaferðum. „Ég hef reiknað út að ef 7 til 8 þurfa að fara saman þá borgar sig að taka þotu á leigu,“ segir Jafet. „Ég hef hugleitt að taka þotu og ég skil forsætisráðherra vel að fara til Búkarest með einkaþotu og spara sér alla bið og aukagistinætur. Þetta er bara reikn- ingsdæmi og það verður líka að meta tíma manna til fjár í þessu samhengi.“ En flutningur til útlanda kemur ekki til greina. „Ég fer ekki,“ segir Jafet. „Ég borga heldur þennan aukakostnað sem ferðalögin hafa í för með sér en að flytja úr landi.“ Þarna kemur líka til að Jafet og Hildur Hermóðsdóttir kona hans eiga land á Snæ- fellsnesi og í Þingeyjarsýslu. „Við viljum heldur verja frístundum okkar þar en í útlöndum,“ segir Jafet. Langaði í pólitík Jafet hefur lengi verið áberandi maður á Íslandi, allt frá tímanum í iðnaðarráðuneyt- inu til okkar daga. Hann er núna tíður álits- gjafi um efnahagsmál í fjölmiðlum. Hefur honum aldrei dottið í hug að fara út í pólitík? „Ég skal viðurkenna að pólitíkin kitl- aði mig á yngri árum. Ég sá starf stjórn- málamannsins í hillingum,“ segir Jafet. „En eftir að hafa unnið með þremur stjórn- málamönnum í iðnaðarráðuneytinu, Gunn- ari Thoroddsen, Hjörleifi Guttormssyni og Sverri Hermannssyni, læknaðist ég alveg af þessum draumum. Stjórnmál eru vanþakk- látt starf, illa launað, skammir miklar og að auki lítið fjölskylduvænt. Aldrei hvarflað að mér síðan. En það var lærdómsríkur tími að vinna með þessum ágætu mönnum.“ Í framboð hjá KSÍ Þótt stjórnmálin hafi ekki orðið vettvangur Jafets hefur hann samt komið nærri kosn- ingum. Hann bauð sig fram til formennsku hjá Knattspyrnusambandi Íslands í upphafi árs 2007. „Já, þetta var kosningaslagur sem ég lagði út í og tapaði með sóma,“ segir Jafet. Hann hefur annars lengi haft áhuga á íþróttum, er Valsari og situr nú í stjórn Vals. Þá hefur hann verið formaður Badmintonsambands- ins og leikur badminton reglulega tvisvar í viku. Hildur Hermóðsdóttir, eiginkona Jafets, á og rekur bókaútgáfuna Sölku. „Ég kem þar hvergi nærri og bókaútgáfa er ekkert fyrir mig,“ segir Jafet. „Hins vegar kynnist ég skemmtilegu fólki í gegnum útgáfuna. Rithöfundar eru sérstakur þjóð- flokkur eins og aðrir listamenn. Fólkið er skemmtilegt en þetta er erfið atvinnugrein og hefur alltaf verið.“ Börnin eru þrjú og meira og minna upp- komin. Elst er Jóhanna Sigurborg. Húnn vinnur hjá Landsbankanum í Luxemburg. Þá er Ari Hermóður en hann er hjá Síma- num og yngst er Sigríður Þóra, nemi í Versl- unarskólanum. Ræðismaður Rúmeníu Nú síðast hefur það gerst að Jafet hefur verið skipaður ræðismaður Rúmeníu á Íslandi. Ræðismannsstaðan kemur í beinu framhaldi af viðskiptum Jafets í Rúmeníu. „Fyrst þegar ég fór til Rúmeníu naut ég aðstoðar Theodor Palegologu, sendiherra Rúmeníu á Íslandi, en hann situr í Kaup- mannahöfn,“ segir Jafet. „Ég hef oft verið í sambandi við hann hér heima, í Danmörku og Rúmeníu vegna þessara viðskipta og ég geri ráð fyrir að hugmyndin um að gera mig að ræðismanni sé frá honum komin, hann gerir tillögu til rúmenskra stjórnvalda og síðan skipar utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún mig í embættið.“ j a f e t s . ó l a f s s o n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.