Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 66

Frjáls verslun - 01.03.2008, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 Íslendinga og útlendinga. Núna eru 13 kvikmyndir í boði en úrvalið mun hins vegar aukast jafnt og þétt þar sem myndirnar detta ekki út af kerfinu heldur safnast upp í pakka sem hægt verður að ganga að. Aðgangur að kvikmyndunum er ekki ókeypis fyrir farþega á almennum far- gjöldum, þeir greiða 10 dollara, 750 krónur, óháð fjölda mynda og leiga á fjarstýringu fyrir tölvuleiki kostar 1.900 krónur. Að vísu geta farþegar komið með slíka fjarstýringu með sér að heiman. Til stendur að bæta fréttaskýringum inn í kerfið og áfram mætti telja. Þess utan hafa farþegar aðgang að lesefni, eins og tímaritinu Atlantica sem allir farþegar Icelandair kann- ast auðvitað við. Heima í stofu Hugmyndafræðin á bak við nýja afþreying- arkerfið er að farþegum líði eins og þeir sitji heima í stofu þar sem hver og einn þeirra hefur sjónvarpstæki fyrir framan sig og ræður dagskránni. Kvikmyndir, fréttaefni og tölvu- leikir. Það vantar bara poppkornið. Upphaf þessarar herferðar má rekja til þess að kominn var tími á viðhald sætanna um borð í flugflota félagsins. Það þurfti því að taka ákveðið stökk. Þá var það að menn settust niður og sögðu sem svo; hvernig sæti viljum við? Niðurstaðan voru sæti með snerti skjám – líkt og ýmis önnur félög í heiminum hafa tekið upp. En skjár er tæki, afþreyingarefnið sem boðið er upp á skiptir hins vegar meiru máli fyrir farþegana. Þegar ákveðið var að láta til skarar skríða var hafist handa við að velta öllum steinum, eins og það er stundum orðað, og kalla til fjölda starfsmanna félagsins til skrafs og ráðagerða um það hvað væri best að gera og hvað væri hægt að gera samhliða þessum breytingum. Fjöldi starfsmanna lagði hug- myndir í púkkið og var með í herferðinni frá upphafi. Nánast lítil sjónvarpsstöð Herferðin fór smám saman að taka á sig mynd. Aukið rými í sætum, nýtt afþrey- ingarkerfi (nánast lítil sjónvarpsstöð), nýir búningar, ný tónlist um borð, ný nöfn á flugvélarnar og breyttar áherslur í veitingum. Skilaboðin til farþeganna með nýju herferðinni eiga að vera; fágun, góðir starfsmenn, áreiðanleiki og öryggi. Þetta er sálfræðin. Nýju einkennisbúningarnir eru hannaðir af Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuði og verða kynntir síðar á árinu. Hún hefur unnið mjög náið með áhöfnum vélanna að þessum breytingum. Þetta með nýju tónlistina. Fæstir hafa eflaust gert sér grein fyrir því að það væri ein- hver „opinber tónlist“ um borð. Ekki ég að minnsta kosti. En þetta er tónlistin sem fólk heyrir þegar það gengur um borð í vélarnar, raðar upp töskum og fatnaði í geymslunnar fyrir ofan sætin, er að koma sér fyrir. Þetta er róandi tónlist. Nokkrir þekktir tónlistar- menn hafa samið nýja tónlist fyrir félagið; m.a. Einar Örn Benediktsson. Ný nöfn á vélarnar – íslensku eldfjöllin Í þessari herferð Icelandair verður skipt um nöfn á þotum félagsins og verða þær skírðar eftir þekktum íslenskum eldfjöllum. Á nafna- listanum eru t.d. Askja, Hekla, Skjaldbreiður og Surtsey. Nýju sætin eru úr leðri og ljós yfir- litum en talsverðar ímyndar- og mark- aðspælingar liggja að baki litavalsins og yfirbragðsins á sætunum. Hafliði Jón Sigurðsson, verkfræðingur og f o r s t ö ð u m a ð u r innkaupasviðs Ice- landair, segir að rýmið sé meira, sætin séu þægilegri og auðveldara sé að þrífa þau. Nýju sætin eru frá ítalska fyrirtækinu Avio og eykst sætabil á almennu farrými við breytinguna um 3 til 5 sentimetra. Afþrey- ingarkerfið er hins vegar frá franska fyrirtæk- inu Thales. Halldór Harðarson, markaðsstjóri Ice- landair, segir að ímynd Icelandair sé stórt, alþjóðlegt og öflugt flugfélag. Gildin í ímynd félagsins eiga að endurspegla ímynd Íslands á alþjóðlegum markaði. Á bak við herferðina liggur ennfremur vinna við að þróa sölukerfi félagsins, innrit- unarkerfi en sífellt fleiri farþegar kaupa mið- ana á Netinu. Markaðsrannsóknir Icelandair sýna ennfremur að yfir 37% farþega segjast mjög tryggir félaginu. s a g a n á b a k v i ð h e r f e r ð i n a Halldór Harðarson, markaðsstjóri Icelandair, er sannfærður; þetta er fjárfesting sem borgar sig upp og tryggir félaginu fleiri farþega til langs tíma. Halldór Harðarson, markaðsstjóri Icelandair, og Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, bregða sér í tölvuleik um borð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.