Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 69
N
ýlega voru tillögur um leiðir til lækkunar
á matarkostnaði almennings kynntar fyrir
nefndarmönnum í efnahags- og skattanefnd
Alþingsins en þær fela í sér að hægt væri
að lækka umræddan kostnað um a.m.k. 8,5 millj-
arða króna á ári án verulegra skerðinga á tekjum rík-
issjóðs. Umræddar tillögur, sem lúta að lækkun tolla
og vörugjalda sem og innflutningskvóta á landbúnaðar-
afurðum, tengjast umræðunni um afnám innflutnings-
hafta á fersku kjötmeti og fleiri afurðum í samræmi við
EES samninginn og nýja matvælalöggjöf Evrópusam-
bandsins. Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra
mælti nýlega fyrir frumvarpi þar að lútandi á Alþingi
en umrætt frumvarp hefur m.a. mætt harðri andstöðu
talsmanna bænda, stjórnenda afurðastöðva og jafnvel
ýmissa sveitarstjórnarmanna sem telja að með því sé
gróflega vegið að íslenskum landbúnaði.
Í frumvarpinu er kveðið á um að samræmdar reglur
um eftirlit með framleiðslu matvæla gildi framvegis
í öllum meginatriðum á evrópska efnahagssvæðinu
(EES). Í stuttu máli má segja að frumvarpið feli í sér að
opnað verði fyrir innflutning á ýmsum ferskum mat-
vælum sem verulegar takmarkanir hafa verið á síðan að
EES-samningurinn á milli EFTA ríkjanna og Evrópu-
sambandsins tók gildi í ársbyrjun 1994. Þótt margir
fagni frumvarpinu hafa fleiri orðið til þess að gagnrýna
ráðherra og hefur hann m.a. verið sakaður um að vega
að tilvist íslensks landbúnaðar. Í þessu máli sannast þó
líklega, þegar öllu er á botninn hvolft, máltækið að eng-
inn sé eyland – a.m.k. ekki til frambúðar.
Enginn er eyland
– eða hvað?
Vissir þú að...
11. ...Sláturhúsið á Hellu keypti 84% af kjúklinga-
kvótanum frá Evrópusambandinu á árinu 2007 og
nýtti hann ekki?
12. ...tollkvótar vegna kjúklingakjöts eiga að mið-
ast við 5% neyslu á hverjum tíma en að enn er
miðað við neyslu áranna 1986-1987?
13. ...að tollkvótinn vegna kjúklingakjötsins nú er
59 tonn en ætti að vera tæplega 169 tonn miðað
við neysluna árið 2005?
14. ...að sömu reglur gilda um tollkvóta á ostum og
kjúklingum og að kvótinn nú ætti að vera tæplega
206 tonn, miðað við neysluna árið 2005, í stað
þess að vera 119 tonn?
15. ...allt sætt kex er tollað á meðan saltað kex og
hrökkbrauð er ekki tollað?
16. ...sætt kex eða hjúpað með súkkulaði ber 17
kr./kg toll og 47 kr./kg toll ef fyllingin er úr mjólk-
urafurðum?
17. ...kartöfluflögur bera 59% toll á meðan maís-
flögur eru án tolla?
18. ...eini íslenski framleiðandinn á kartöfluflögum
er með 2% markaðshlutdeild?
19. ...pasta er tollfrjálst ef það er án eggja, osts og
kjöts og því ekki í samkeppni við íslenskan land-
búnað?
20. ...pasta ber 8 króna magntoll (13 króna toll frá
ríkjum utan ESB) ef eggjainnihald er meira en 3%?
21. ...ef ostur er í pasta þá hækkar magntollurinn í
35 krónur (45 krónur frá ríkjum utan ESB)?
22. ...ef kjöt- og ostafylling er í pasta þá er magn-
tollurinn 142 krónur (145 krónur frá ríkjum utan
ESB)?
23. ...tollur á innfluttum nautalundum nemur 1.063
kr./kg og tollur á innfluttum svínalundum er 831
kr./kg?
i n n f l u t n i n g s t o l l a r