Frjáls verslun - 01.03.2008, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8
K
yn
n
in
G
K
yn
n
in
G
Jón Gestur Sörtveit, viðskiptastjóri hjá Karli K. Karlssyni hf.
Kaffi fyrir kröfuharða
K arl K. Karlsson hf. er öflugt innflutningsfyrirtæki, sem selur, dreifir og markaðssetur matarvörur, sælgæti, hreinlætisvörur og drykkjarvörur, áfengar sem og óáfengar. Markmið fyrir-
tækisins er að bjóða viðskiptavinum upp á breidd í vöruúrvali og góða
þjónustu í þekktum vörumerkjum sem uppfylla væntingar kröfu-
harðra neytenda. Starfsmenn eru 35 talsins og er starfsaðstaða í góðu
húsnæði við Skútuvog 5 í Reykjavík þar sem fyrsta flokks sýningarað-
staða er á fyrstu hæðinni. Meðal vöruflokka sem fyrirtækið selur er
kaffi og kaffivélar.
Jón Gestur Sörtveit, viðskiptastjóri, segir okkur nánar um Lavazza
kaffið og kaffivélar: „Við höfum verið að flytja inn ítalska kaffið
Lavazza frá árinu 1994. Lavazza er úrvalskaffi og fellur vel að mark-
aðinum í dag. Fólk er orðið mun meðvitaðra um gæði kaffisins en
áður var, jafnframt því sem kaffi- og veitingahús eru farin að bjóða
upp á meiri fjölbreytni í kaffi. Lavazza er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki
með breiða línu í kaffi og hefur fyrirtækið verið að versla við sömu
kaffiræktendur í 100 ár. Það sem skiptir aðalmáli er að kaffi haldi
alltaf sömu gæðum, sé ekki misgott, og Lavazza leggur mikla áherslu
á það.
Lavazza hefur einnig farið út í að framleiða kaffivélar, Lavazza
Blue, með góðum árangri og seljum við þær nú hér á landi. Hafa
þessar kaffivélar vakið mikla athygli fyrir gæði, hönnun og hversu
auðveldar þær eru í notkun. Ein gerðin er Lavazza Blue LB1000, sem
er nútímaleg, einföld og fáguð. Vélin er ekki eingöngu ætluð fyrir
venjulegt kaffi. Á vélinni er flóunarstútur og því leikur einn að laga
cappuccino, caffé latte og aðra slíka kaffidrykki.“
Jón Gestur telur þær breytingar á kaffivenjum að fólk geri meiri
kröfur til kaffis megi rekja til þess að veitingastaðir leggja orðið
mikið upp úr að bjóða upp á gott kaffi: „Þegar fólk fær gott kaffi á
kaffihúsum þá vill það einnig geta fengið slíkt kaffi heima hjá sér og
Lavazza Blue kaffivélin svarar þessum þörfum og sá sem notar hana
á ekki að geta klúðrað kaffinu sínu. Við höfum mikið selt af þessum
kaffivélum inn í fundarherbergi, skrifstofur og svo inn á heimilin.“
Karl K. Karlsson er einnig með svissneskar Impressa kaffivélar í
miklu úrvali: „Stærstu vélarnar eru fyrir veitingastaði en einnig er
að finna minni vélar sem passa vel í eldhúsið. Impressa kaffivélarnar
eru alsjálfvirkar, stutt er á einn hnapp, þá malar vélin sjálf kaffið og
skilar tilbúnu espresso kaffi í bollann á einungis 30 sekúndum, með
hámarks árangri.
Karl K. Karlsson ehf.
Karl K. Karlsson ehf. Skútuvogi 5 -104 Reykjavík / Sími: 540 9000 / Fax: 540 9040 / Draupnisgata 4 / 603 Akureyri
Pöntunarsími: 540 9000 / E-mail: lavazzablue@karlsson.is / Heimasíða á Íslandi: www.lavazzablue.is
Lavazza BLUE á Íslandi, sýningarsalur og þjónusta:
Lavazza BLUE LB2000, sem hönnuð er af Pininfarina, hentar fullkomlega inn á heimili og litlar rekstrareiningar
enda nútímaleg, einföld, fáguð og hljóðlát. Vélin er ekki eingöngu ætluð fyrir venjulegt kaffi; á vélinni er
flóunarstútur og því leikur einn að laga cappuccino, caffé latte og aðra slíka kaffidrykki.
Pininfarina er dótturfyrirtæki Ferrari.
Vatnstankur: 1,4 lítrar • Efni: ABS • Rafmagn: 230V 50 Hz • Málafl: 1050 W • Hentar eingöngu fyrir Lavazza
BLUE hylki sem hafa 18 mánaða geymsluþol • Mjög einföld í notkun, einungis einn stýritakki • Flóunarstútur
Einfaldar ábendingar um áfyllingu vatns, þegar tæma þarf affall o.þ.h.
Stærð: Breidd: 27,5 cm • Hæð: 36,5 cm • Dýpt: 29 cm • Þyngd: 10 kg
Lavazza BLUE LB2000
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Þegar fólk fær gott kaffi
á kaffihúsum þá vill það
einnig geta fengið slíkt
kaffi heima hjá sér og
Lavazza Blue kaffivélin
svarar þessum þörfum