Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 91

Frjáls verslun - 01.03.2008, Page 91
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 91 A f hverju ertu að taka viðtal við mig? Ég er bara ósköp venjuleg og hversdagsleg kona, ekkert merkilegri en konan í næsta húsi,“ segir Jórunn Brynjólfs- dóttir, tæplega tíræður öldungur sem er að hverfa úr verslunarrekstri eftir áratuga farsælt starf. Viðtalið fór fram í verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur að Skólavörðustíg 19 þegar aðeins nokkrir dagar eru til starfslokanna. Sigurveig dóttir hennar, og samstarfsfélagi til margra ára, var viðstödd viðtalið. Jórunn kímir þegar blaðamaður segir að það þyki ekkert tiltökumál að rætt sé við hvunndagshetjur. „Ég er engin hetja en ég er til vitnis um að lífið getur verið ævintýri. Það kemur allt, sem mann vantar, upp í hendurnar á manni. Ég hef ekki safnað fjármunum á verslunarrekstrinum og eina eftirsjáin, þótt ég muni vissulega sakna búð- arinnar, er sú að eftir að ég hætti þá get ég ekki gert það, sem mér þykir skemmtilegast í lífinu, en það felst í því að gefa gjafir. Ég á ekkert í dag og ekkert til að gefa. Það er sennilega það versta.“ Það er ekki á hverjum degi sem mið- aldra blaðamanni er falið að taka viðtal við konu sem minnir hann mest á ömmu sína og það í viðskiptablaði. Það er hins vegar lífsreynsla sem vekur mann til umhugsunar um það manngildi og þá sýn á lífið sem er að tapast með kynslóðinni sem óx úr grasi eftir aldamótin 1900. Eftirsjáin er e.t.v. mest hjá þeim sem fetuðu fyrstu sporin í lífinu í skjóli fólks á borð við Jórunni Brynjólfs- dóttur. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á afa og ömmur dagsins í dag en það er samt töluverður munur á því að eiga áa sem kunna skil á leggjum og skel og þeim sem hafa word og excel á hraðbergi. Sjálfur sótti ég í sögur afa og ömmu og kann vísast sæmileg skil á nútímanum og e.t.v. kann þetta að reynast besta blandan fyrir undirritaðan sem á þess von að komast á það þroskastig að verða afi í ágúst nk. En þetta er að sjálfsögðu útúrdúr sem erfitt er að útskýra nema fyrir þeim sem þekkja fólk eins og Jórunni af eigin raun. Hún segir að lífið sé ævintýri og ég dreg það ekki í efa. Töfrarnir eru ekki síst fólgnir í samskiptum kynslóðanna og þeirri virðingu sem ber að sýna því fólki sem ruddi brautina og gerði íslenskt samfélag að því sem það er í dag. Fullyrðing Jórunnar um að hún eigi ekkert til að gefa er því einfaldlega röng. Barnabörnin og barnabarnabörnin geta sótt í sjóði minninganna og ef það er ekki guðs- gjöf – hvað þá? Fékk ekki að fara aftur í skólann á Laugarvatni Jórunn Brynjólfsdóttir fæddist í Hrísey 20. júní árið 1910. Faðir Jórunnar var Brynjólfur Jóhannesson en langafi hennar í föðurætt var hinn kunni sjósóknari Hákarla-Jörundur sem átti mestan part Hríseyjar á sínum tíma. Jórunn ólst upp í Brynjólfshúsi í Hrísey en um tvítugt fór hún til náms við Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Hættir rekstri 97 ára: Lífið hefur verið ævintýri líkast v e r s l u n a r r e k s t u r Jórunn Brynjólfsdóttir athafnakona er einstakur dugnaðarforkur. Hún hætti nýlega rekstri verslunar sinnar við Skólavörðustíginn 97 ára að aldri. Hún hefur verið vistmaður á Grund sl. fimm ár og tekið leigubíl til vinnu á hverjum morgni. textI: eiríkur st. eiríksson • MYNdIr: páll kjartansson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.