Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 92

Frjáls verslun - 01.03.2008, Qupperneq 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 „Ein mestu mistök mín í lífinu voru að útvega skólabróður mínum á Laugarvatni vinnu í Hrísey eftir fyrsta skólaárið. Hann talaði svo illa um Hrísey að faðir minn tók það ekki í mál að ég færi aftur í skól- ann á Laugarvatni. Það gæti ekki verið góður staður fyrst skólafólk þaðan hallmælti Hrísey,“ segir Jórunn. Þar með var þó ekki skólagöngu hennar lokið því árið 1933 fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og síðan þá hefur hún búið í Reykjavík. Þar kynntist hún Hauki Þorsteinssyni, sem hún giftist síðar og stofnaði með honum heimili. Börnin urðu fjögur talsins og Jórunn var heimavinnandi þar til börnin voru komin á legg og það yngsta var komið í háskólanám þegar hún leitaði fyrst út á vinnumarkaðinn. „Ég fékk þá vinnu hjá Ólafi Jóhannessyni sem átti og rak einar sex verslanir í Reykjavík þegar best lét,“ segir Jórunn, en þegar hún heyrir ekki spurningu blaðamanns um það hvort þetta hafi verið matvöruverslanir eða svokallaðar nýlenduvöruverslanir, eins og þær nefndust þá, kemur Sigurveig, dóttir hennar, til aðstoðar og segir að þetta hafi allt verið ,,tuskubúðir“ en með því er átt við að í þeim hafi verið seld vefnaðarvara og fatn- aður. Smitaðist af verslunarbakteríunni í búðinni hans afa Jórunn réði sig í vinnu hjá Ólafi í lok sjötta áratugar síðustu aldar en umsvif kaupmanns- ins minnkuðu smám saman og árið 1974 starfrækti hann aðeins eina verslun á Grund- arstíg 2. Að því kom að Ólafur vildi hætta rekstrinum og varð þá að ráði að Jórunn og Sigurveig keyptu verslunina og lagerinn sem fylgdi með. Þær mæðgur ráku verslunina saman í ein 12-14 ár en eftir að Sigurveig flutti út á land sá Jórunn ein um versl- unarreksturinn um skeið. „Þegar mamma var komin yfir sjötugt töldum við í fjölskyldunni að nóg væri komið og rétt væri að hún fengi að njóta elliáranna. Hún féllst á að selja verslunina en í ljós kom að það var misráðið því henni leiddist að vera aðgerðarlaus heima hjá sér,“ segir Sigurveig og ekki leið á löngu þar til að Jórunn var aftur komin í verslunarrekstur og þá í Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur að Skólavörðustíg 19. „Ég man vel bernskuár mín frá því að ég var þriggja ára gömul og sennilega hef ég smitast af verslunarbakteríunni þegar ég var heimagangur í versluninni sem hann afi minn, sem reyndar var einnig hafnsögu- maður, starfrækti í Hrísey á sínum tíma. Ég hafði mest gaman af því að gefa fólki sælgæti í búðinni hans afa. Og ekki vantaði fólkið. Á þessum tíma bjuggu um 200 manns í Hrísey og þangað flutti fólk í stórum stíl frá nærliggjandi byggðarlögum vegna þess hve mikla atvinnu var að fá í eynni. Í fjóra mánuði á sumri var söltuð síld í Hrísey hjá tveimur söltunarstöðvum og þegar mest var voru 100 stúlkur við síldarsöltunina,“ segir Jórunn. Hún vitjaði æskustöðvanna síðast fyrir fjórum árum þegar langömmubarn hennar var skírt í höfuðið á Svanhildi, eig- inkonu Hákarla-Jörundar. Reyndar getur Jórunn þess að síðustu árin séu ekki jafn fersk í minningunni og bernskuárin en það stafi sennilega af því hve hún sé orðin gömul. Með prívatbíl í vinnuna á hverjum degi Jórunn hefur verið vistmaður á elliheimilinu Grund sl. fimm ár og hún segist hafa haft mestar áhyggjur af því þegar hún flutti á Grund hvernig hún færi að því að komast í búðina á hverjum degi. Niðurstaðan varð sú að best væri að hún færi ferða sinna með leigubíl eða prívatbíl eins og það var kallað í gamla daga. „Ég man að ég svaf ekki hálfan svefn nótt- ina áður en leigubílstjórinn kom til að ná í mig í fyrsta skiptið. Ég kveið því að þurfa að fara með nýjum og nýjum manni á hverjum degi og ákvað því að biðja þann, sem kæmi til að ná í mig, að keyra mig framvegis. Það gekk eftir. Sá sem kom heitir Hermann og hann hefur ekið mér öll þessi fimm ár. Fyrir það er ég honum þakklát,“ segir Jórunn sem heldur mikið upp á brúðu sem Hermann færði henni að gjöf fyrir vináttuna og við- skiptin á undanförnum árum. Brúðuna hefur Jórunn haft á öndvegisstað í búð sinni. Þrátt fyrir að hafa verið vistmaður á elli- heimili síðustu fimm árin segist Jórunn hafa mætt til vinnu alla daga utan hvað hún missti nokkra daga úr eftir sl. jól er hún lenti í því óhappi að detta í göngugrindinni, sem hún notar til stuðnings, og brjóta rifbein. v e r s l u n a r r e k s t u r Ef eitthvað er þá finnst mér að þjóðin sé á réttri leið. Samhjálpin er miklu meiri og hrokinn, sem mér fannst vera alltof mikill á sínum tíma, er að mestu horfinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.