Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 105

Frjáls verslun - 01.03.2008, Síða 105
fólk F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 8 105 Nafn: Marín Magnúsdóttir. Fæðingarstaður: Höfn, 28 janúar 1976. Foreldrar: Þorbjörg Magnúsdóttir og Magnús Hans Magnússon. Maki: Davíð Kristján Halldórsson. Börn: Saga Margrét, 11 mánaða. Menntun: Viðskiptafræðingur með sérhæfingu í mannauðsstjórnun, markaðs- og almannatengslum. framkvæmdastjóri Practical MArín MAgnúsdóttIr practical sérhæfir sig í viðburðaskipu-lagningu, hópeflis- og hvataferðum, starfsdögum og sérferðum innanlands sem erlendis. Framkvæmdastjóri er Marín Magnúsdóttir: „Mitt starf felst í að sjá um að hlutirnir gangi vel fyrir sig og að markmiðum okkar sé náð. Ég er með frábært starfsfólk sem er mjög fært á sínu sviði, með víðtæka menntun og reynslu. Starfið er fjölbreytt og krefjandi enda vinnum við í umhverfi sem er mjög víðfeðmt. Fundaseta er stór hluti af starf- inu og dagurinn oft þéttskipaður.“ Sambýlismaður Marínar er Davíð Kristján Halldórsson, sérfræðingur hjá KPMG hf. „Við eigum eina dóttur, Sögu Margréti, sem er ellefu mánaða og hefur hún ósjaldan komið með mér í vinnuna.“ Marín fæddist á Höfn en flutti þriggja mánaða til Hólmavíkur þar sem hún ólst upp og segist hún vera mikil Strandakona. „Ég bjó á Hólmavík til 16 ára aldurs og þaðan lá leið mín í hefðbundið nám.Ég einnig eitt ár skiptinemi í Ástralíu. Þar eignaðist ég dýrmæta vini og svo kallaða fósturfjölskyldu sem ég held miklu sambandi við. Þegar við Davíð fórum að vera saman söfnuðum við fyrir ferðalagi og ferðuðumst um Asíu og Ástralíu í þrjá mánuði. Tveimur árum síðar ákváðum við að flytja til Ástralíu þar sem við bjuggum í nokkur ár og lukum framhaldsnámi. Þegar við komum heim 2004 stofnaði ég Practical en ég hafði lengi verið með þessa hugmynd í maganum. Fyrsta árið var ég ein en fljótlega jukust umsvifin og í dag eru sjö fastráðnir starfsmenn auk fjöl- margra verktaka sem koma að verkefnunum með okkur. Hlaup eiga hug minn allan í frítímanum enda fátt betra fyrir eða eftir góðan vinnudag. Ég byrjaði fyrst að hlaupa í Ástralíu og hljóp þar tvö maraþon, í Sidney og Brisbane. Þar kynntist ég einnig köfun sem ég hreifst mikið af og stundaði hvenær sem tækifæri gafst til. Eftir heimkomu hef ég lítið kafað og einbeiti mér að hlaupunum og almennri útivist og ferðalögum. Í sumar ætlar fjölskylda mín í Ástralíu að koma í heimsókn og hlakka ég mikið til að sýna þeim Ísland. Einnig eru spennandi tímar framundan hjá Practical þar sem við erum þess heiðurs njótandi að vinna með fjölmörgum spennandi fyrirtækjum í skipu- lagningu hvers kyns starfs- og hvatadaga auk fjölmargra viðburða. Ber þá helst að nefna 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.“ Marín Magnúsdóttir: „Hlaup eiga hug minn allan í frítímanum enda fátt betra fyrir eða eftir góðan vinnu­ dag. Ég byrjaði fyrst að hlaupa í Ástralíu og hljóp þar tvö maraþon, í Sidney og Brisbane.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.