Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Side 13

Frjáls verslun - 01.05.2007, Side 13
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 13 David og kona hans, Margaret „Peggy“ McGrath, sem lést fyrir ellefu árum, eignuðust sex börn. Af þeim má nefna David Rockefeller yngri, sem fer með ýmsa umsýslu fyrir fjölskylduna; Abby, sem á sínum yngri árum var býsna uppreisnargjörn, var aðdáandi Fidels Castro og duflaði meðal annars við marxisma; og Peggy Dulany en hún er einkum þekkt fyrir störf sín að góðgerðar- málum. Barnabörnin eru tíu en ekki gátu allir meðlimir fjölskyld- unnar komið með til Íslands að þessu sinni. Táknmynd ameríska draumsins Rockefeller-fjölskyldan er í hugum margra holdgervingur amer- íska draumsins og að sumu leyti líkist saga hennar helst Holly- wood-kvikmynd. Ættfaðir hennar, John D. Rockefeller eldri, stofnaði ásamt William bróður sínum Standard Oil-olíufélagið. Einkasonur hans og nafni ávaxtaði fjölskylduauðinn enn frekar og þriðja kynslóðin markaði svo sín spor í bandarískt þjóðlíf seinni hluta 20. aldarinnar, til dæmis Nelson Rockefeller, varaforseti Ger- alds Fords. David fetaði hins vegar aðra braut. „Ég var hjá Chase Manhattan bankanum [innskot blm: í dag JP Morgan Chase] í 35 ár og í nokkur þeirra gegndi ég embætti stjórnarformanns. Ég er raunar sá eini úr minni nánustu fjölskyldu sem hefur unnið í banka, fyrir utan móðurbróður minn sem var líka stjórnarfor- maður Chase Manhattan.“ Þótt Rockefeller-fjölskyldan sé ef til vill ekki eins áberandi í dag og áður fyrr nýtur hún geysilegrar virðingar í Bandaríkj- unum og áhrif hennar í viðskiptalífinu eru ennþá mikil. Enginn veit með vissu hversu mikil auðæfi hennar eru en sjálfur er David í 107. sæti á lista Forbes-tímaritsins yfir 400 mestu efnamenn Bandaríkjanna. Hann er sá eini í fjölskyldunni sem kemst inn á listann og er metinn á 2,6 milljarða dala. „Við höfum dreift fjár- festingum okkar víða og látum fagmenn sjá um að ávaxta pen- ingana okkar,” segir hann í hálfgerðum véfréttarstíl um eignasafn fjölskyldunnar sem er tryggilega varðveitt í eignarhaldsfélaginu Rockefeller Financial Service. Það greinist í fimm undirdeildir, meðal annars Ventrock-fyrirtækið sem sérhæfir sig í áhættufjár- festinum. Klókindi stjórnenda þess sjást meðal annars á því að þeir voru í hópi þeirra fyrstu sem keyptu hluti í Apple-tölvufyrir- tækinu í árdaga þess. Seldu Rockefeller Center Rockefeller Center er í hjarta Manhattan í New York og klasinn er eitt af þekktustu kennileitum borgarinnar. Þangað hafa margir Íslendingar komið í gegnum tíðina, ýmist til að borða á hinum rómaða Rainbow Room-veitingastað eða að skoða Radio City. Færri vita að svæðið sem þessi goðsagnakennda fjölskylda lét byggja upp er ekki lengur í eigu þess heldur var það selt Mitsu- bishi Group árið 1989. „Þeir buðu okkur bara svo gott verð,“ segir David hlæjandi um þau viðskipti sem eflaust hafa verið afar ábatasöm í ljósi staðsetningarinnar. „Fjölskyldan hefur samt ennþá skrifstofur sínar þar á þremur hæðum í GE-byggingunni á 30 Rockefeller Plaza. Mitsubishi seldi svo Rockefeller Center til Jerry nokkurs Speyer og hann hefur staðið sig mjög vel í að reka það.“ Téður Speyer er reyndar ágætis vinur Rockefeller-fjölskyldunnar og því má með nokkrum rétti segja að klasinn sé óbeint kominn í hendur sinna upprunalegu eigenda á ný. Með Renoir á veggjunum Listamenn hafa alla tíð átt hauka í horni í Rockefeller-ættinni. Til dæmis stofnaði Abby Aldrich Rockefeller, eiginkona John D. yngri, á sínum tíma Nýlistasafnið í New York (MoMA) en það er eitt fremsta listasafn á sviði nútímalistar. David tók síðar við stjórnarformennsku í safninu enda sjálfur mikill áhugamaður um myndlist. „Rétt eins og móðir mín hef ég mikla ánægju af fallegri list. Konan mín og ég söfnuðum málverkum, sérstaklega eftir frönsku impressjónistana, til dæmis Renoir. Vincent Van Gogh er sömuleiðis í miklum metum hjá mér. Sum þessara verka hanga á veggjum heimilisins okkar og ég nýt þeirra mjög.“ Á meðan fjölskyldan var hér á landi keypti Ariana Rockefeller, sonardóttir Davids, litla ljósmynd eftir Ara Sigvaldason í Fótógrafí á Skólavörðustígnum. Hún sýnir Reykjavík í vetrardrunganum og kostaði 6.000 krónur. Sjálfur kvaðst David engin áform hafa um að kaupa verk eftir íslenska listamenn, hann væri ekki hér í slíkum erindagjörðum. Auði fylgir ábyrgð Svo virðist að enginn sé auðmaður með auðmönnum nú til dags nema að hann leggi sitt af mörkum til góðgerðarmála – og er það vel. Bill Gates og Warren Buffet, tveir auðugustu menn veraldar, hafa til dæmis varið vænum skerfi af sínum fjármunum til slíkra málefna. Rockefeller-fjölskyldan er engin undantekning í þessu tilliti heldur þvert á móti. Að sögn Davids hefur hún haft forgöngu um að setja á fót sjóði og stofnanir sem beinlínis hafa það að markmiði að bæta hag þeirra jarðarbúa sem búa við skort. „Fátækt er alvarlegt vandamál í heiminum og því tel ég að þeim sem eru efnaðir beri skylda til að aðstoða þau lönd og þjóðir sem eru ekki jafn lánsöm að bæta sinn hag.“ Ekki stendur á svörum hjá David þegar hann er spurður hvaða ráð séu affarasælust í þessu samhengi. „Ég held að besta leiðin til að vinna sig úr fátækt sé að búa til skilyrði fyrir fyrirtæki til að vaxa og skapa fleiri störf. Sá sem hefur vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af fátækt. Árangursríkast er því að styðja við bakið á vel reknum og samfélagslega sinnuðum fyrirtækjum og fjölskylda okkar hefur svo sannarlega lagt hönd á plóginn í þeim efnum.“ ROCKEFELLER Á RANGÁRBÖKKUM „Fátækt er alvarlegt vandamál í heiminum og því tel ég að þeim sem eru efnaðir beri skylda til að aðstoða þau lönd og þjóðir sem eru ekki jafn lánsöm að bæta sinn hag.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.