Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Side 96

Frjáls verslun - 01.05.2007, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 Allir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna grófa andlits- drætti Goldu Meir (1898-1978) og ömmulegan svip hennar af fréttamyndum. Hún var um árabil holdtekning landsins, nokk- urs konar landsmóðir í Ísrael, ein tveggja kvenna í hópi þeirra 24 sem undirrituðu samninginn við Breta 1948 um að ríkið Ísrael tæki yfir fyrrum verndarsvæði þeirra. Hún varð handhafi fyrsta ísraelska vegabréfsins og tók þá upp hebreska nafnið Meir í stað nafns eiginmannsins. Nafnið má þýða á íslensku sem „ljósberi“. Einn samráðherra hennar lýsti henni einu sinni sem eina karlmanninum í stjórninni og það var um hana sem hugtakið „járnfrúin“ var fyrst notað þó að það festist síðan við That- cher. Og eins og gildir um fleiri konur í eldlínu stjórnmálanna á þessum tíma þá kostuðu stjórnmálin hana hjónabandið þó að hún skildi aldrei og hún hafði takmarkaðan tíma fyrir börnin tvö, fædd 1924 og 1926. Einhvern tíma varð henni á orði að sumar konur létu ekki eig- inmennina þrengja sjóndeildarhring sinn. Eins og myndir af henni sýna var hún kona sem sópaði að, andlitið rúnum rist og í samskiptum þótti hún heiðarleg, hreinskilin og ákveðin svo jaðraði við einþykkni. Hún fæddist í Úkraínu þar sem var stórt gyðingasamfélag, ólst upp í sárri fátækt – aðeins þrjár systur komust á legg, fimm systkinanna dóu í æsku. Þegar Golda var fimm ára flutti faðirinn til Bandaríkjanna og þremur árum síðar flutti fjölskyldan til hans. Þar rak fjölskyldan litla búð og Golda varð síðan kennari, auk þess sem hún varð hrifin af sósíalisma og svo zíonismanum sem tendraði upp hugsjónir um ríki gyðinga. Í þeim hópi kynntist hún Morris Meyerson sem hún giftist 1917 og þau og systir Goldu fluttu til Palestínu 1921 til að taka þátt í að gera gyðingaríkið að veruleika. Golda Meir. Golda Meir 1898 -1978 Einn samráðherra hennar lýsti henni sem eina karlmanninum í stjórninni og það var um hana sem hugtakið „járnfrúin“ var fyrst notað. K V E N S K Ö R U N G A R Æska í fjölskyldu sem var mörkuð stjórn- málum og persónulegum átökum gerði Indiru Nehru Gandhi (1917-1984) að einrænum krakka. Stjórnmálaafskipti hennar framan af mörkuðust af hollustu við föð- urinn á kostnað eiginmannsins. Þegar hún komst til valda sýndi hún iðulega mikla hörku en í hugum margra landsmanna var hún sem gyðja. Persónu hennar bregður fyrir í ýmsum indverskum bókum, meðal annars í Miðnæturbörnunum eftir Salman Rushdie. Hún studdist við fáa ráðgjafa og ýmsir voru ósáttir við áhrif Sanjay, yngri sonar hennar, á hana. Fjölskyldan átti ættir að rekja til „brahma“, stéttar presta sem er nokkurs konar aðalsstétt hindúa. Pandit Jawaharlal Nehru, faðir hennar, var mikilsmetinn lögfræðingur með vestræna menntun. Það eru til átak- anlegar myndir af Indiru sem barni við hlið föður síns sem er ekkert nema skinn og bein í hungurverkfalli gegn stjórn Breta. Kamala móðir hennar kom úr hefðbundnara umhverfi brahma, var fangelsuð fyrir stjórn- málaafskipti en var líka í ónáð hjá tengda- fjölskyldunni og því í hálfgerðri einangrun sem Indira deildi með henni. Kamala lést á berklahæli í Sviss þegar Indira var sautján ára. Í námi í Oxford kynntist hún ungum Parsa, Feroze Gandhi og þrátt fyrir andstöðu giftust þau 1942. Hann var líka í Kongress- flokknum eins og fjölskylda Indiru og fyrstu árin sátu þau í fangelsi fyrir andóf við Breta. Rajiv, eldri sonur þeirra, fædd- ist 1944, Sanjay 1946. Þegar Nehru varð for- sætisráðherra eftir sjálfstæði Indlands 1947 flutti Indira til Ferozes með synina. Stjórnmálaafskipti Ferozes beindust gegn spillingu í kringum Nehru og skildu þau hjónin að, en Indira flutti aftur til hans þegar hann veiktist og harmaði mjög dauða hans 1960. Sama ár varð hún formaður Kongressflokksins og þegar hann dó 1964 tók hún sæti í stjórn eftirmanns hans. Þegar 1966 varð hún forsætisráðherra, önnur kona í heimi á eftir Sirimavo Bandaranaike á Sri Lanka 1960, sat í heil ellefu ár, komst aftur til valda 1980 en var skotin til bana 1984. Stjórn Indiru hafði Indira Gandhi. Indira Gandhi 1917-1984
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.