Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
HEILSUGÆSLA
HULDA
GUNNLAUGSDÓTTIR,
forstjóri Landspítalans.
Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið í krepp-
unni? Í hvaða úrbótum er það að vinna?
Fjárhagsáætlun LSH er ákveðin á hverju ári af
Alþingi og verður LSH að laga sig að því. Í fjár-
hagsáætlun 2009 höfum við sett það markmið að
halda við þjónustustigi (þ.e. fjölda sem fær meðferð
og hjúkrun) og gæðum og að hafa uppsagnir með
minnsta móti. LSH fékk minni fjárlög 2009, um sem
nemur 2,8 milljörðum króna.
Hefur eitthvað jákvætt komið út úr niðursveifl-
unni fyrir þitt fyrirtæki?
Nei, sem nýr forstjóri mundi ég gera það sama, bara í
annarri forgangsröðun.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnu-
lífið við?
Að farið verði í stórar framkvæmdir sem skapa
atvinnu í fleiri ár, svo sem byggingu nýs háskóla-
sjúkrahúss og skapa 100 störf strax við hönnun 2010
(arkitektar og verkfræðingar). Við alla framkvæmd-
ina munu vinna um 600 starfsmenn og ársverk á
árunum 2011–2016 verða um 3300. Innlendur hluti
framkvæmdakostnaðar er 75%.
Hvað viltu sjá að verði gert til að rétta atvinnu-
lífið við?
Það verður skorið mjög mikið niður í ríkisrekstri, það
getur þýtt minni þjónusta og uppsagnir. Hér verða
allir að sætta sig við forgangsröðun; pólitísk sjón-
armið verða að víkja fyrir hagræðingu og því sem er
best fyrir heildina.
Framtíðin í sex orðum?
Tryggjum framtíðina fyrir börn okkar og barnabörn.
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans.
Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns og stjórnarmaður í Sjóvá.
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Guðrún Agnarsdóttir,
forstjóri Krabbameinsfélags
Íslands.
Anna Birna Jensdóttir,
forstjóri Sóltúns og
stjórnarmaður í Sjóvá.