Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
b æ k u r
Mikil aukning hefur verið í útgáfu bóka sem sérstaklega tala til kvenna í rekstri. Skal engan undra því í dag eru mun fleiri konur sem stofna fyrirtæki en karlar. Í þessum bókum
finna konur gjarnan ráðleggingar um hvernig eigi að víkka
út tengslanetið eða takast á við hvernig starfið og einkalífið
fléttast saman. Í sumum þessara bóka er konum jafnvel
ráðlagt að til að ná árangri í viðskiptum þurfi þær
að falla inn í strákahópinn, leika sama leik og þeir,
að öðrum kosti muni þær ekki komast áfram.
Þessar bækur eiga að kenna konum að falla inn í
strákaveröldina.
Í bókinni Real You Incorporated tekur höfund-
urinn, Kaira Sturdivant Rouda, hins vegar annan
pól í hæðina. Hún bendir á að konur þurfi að
átta sig á hver sameiginlegur máttur þeirra sé
og að í raun geti þær sett leikreglurnar miðað
við það afl sem í þeim býr. Þær vilja vinnu-
umhverfi sem er ekta, fjölskylduvænt og gefandi.
Þær vilja miðla þessum gildum til starfsmanna og
viðskiptavina. Þær eru ekki komnar á þann stað ennþá.
Þær hafa of lengi verið að hamast við að vera hluti af
strákahópnum og lesa bækur um það efni. Það er kominn
tími fyrir breytingar.
Átta undirstöðuatriði kvenfrumkvöðla
Í bókinni skilgreinir höfundur átta undirstöður kven-
frumkvöðla til að þær nái árangri (sjá ramma). Tekin eru
fjölmörg dæmi um konur sem fetað hafa þessa leið og náð
árangri með því. Það gefur bókinni aukið vægi og eykur á
trúverðugleika kenninga höfundar. Einnig eru í bókinni
nefndar fjölmargar bækur um hin ýmsu efni sem skrifaðar
hafa verið fyrir kvenfrumkvöðla og konur í rekstri. Bókin
er því góður upphafspunktur fyrir þá sem vilja fræðast enn
frekar um þetta efni og almenn efni sem tengjast rekstri.
Finnum sérstöðu okkar
Í meginatriðum gengur hugmyndafræði höfundar út á
að við finnum sérstöðu okkar og hvað það er sem skilur
okkur frá strákunum frekar en við reynum að verða eins
og þeir. Skilgreina vörumerki okkar ef svo má segja. Farið
er í gegnum æfingu í bókinni sem miðar að því að skoða
hver þú raunverulega ert og hvað þú stendur fyrir, hvert
þitt vörumerki er. Með það að vopni getum við gert það
sem við erum bestar í hverju sinni og staðið með gildum
okkar. Brot gegn þeim er það sem gerir að verkum að konur
yfirgefa stórfyrirtæki og stofna sín eigin. Þær neita að taka
þátt í leiknum sem fram fer í strákaklúbbnum og skilgreina
sínar eigin reglur sem henta þeim og falla að þeirra gildum.
Líklega er það þess vegna sem svo margar konur taka þá
ákvörðun að stofna sitt eigið fyrirtæki.
Í bókinni Real You Incorporated tekur höfundurinn, Kaira Sturdivant Rouda,
öðruvísi á málum en flestar bækur um kvenstjórnendur. Þetta er merkileg
handbók fyrir konur sem hafa hug á að hefja eigin rekstur.
HANDBÓK FYRIR KONUR SEM HAFA HUG Á AÐ HEFjA EIGIN REKSTUR
konur, sköpuM
okkur sérstöðu!
TEXTI: UNNUR VALBoRG HILMARSDÓTTIR ● MYNDIR: ýMSIR
Unnur Valborg
Hilmarsdóttir.