Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 b æ k u r Mikil aukning hefur verið í útgáfu bóka sem sérstaklega tala til kvenna í rekstri. Skal engan undra því í dag eru mun fleiri konur sem stofna fyrirtæki en karlar. Í þessum bókum finna konur gjarnan ráðleggingar um hvernig eigi að víkka út tengslanetið eða takast á við hvernig starfið og einkalífið fléttast saman. Í sumum þessara bóka er konum jafnvel ráðlagt að til að ná árangri í viðskiptum þurfi þær að falla inn í strákahópinn, leika sama leik og þeir, að öðrum kosti muni þær ekki komast áfram. Þessar bækur eiga að kenna konum að falla inn í strákaveröldina. Í bókinni Real You Incorporated tekur höfund- urinn, Kaira Sturdivant Rouda, hins vegar annan pól í hæðina. Hún bendir á að konur þurfi að átta sig á hver sameiginlegur máttur þeirra sé og að í raun geti þær sett leikreglurnar miðað við það afl sem í þeim býr. Þær vilja vinnu- umhverfi sem er ekta, fjölskylduvænt og gefandi. Þær vilja miðla þessum gildum til starfsmanna og viðskiptavina. Þær eru ekki komnar á þann stað ennþá. Þær hafa of lengi verið að hamast við að vera hluti af strákahópnum og lesa bækur um það efni. Það er kominn tími fyrir breytingar. Átta undirstöðuatriði kvenfrumkvöðla Í bókinni skilgreinir höfundur átta undirstöður kven- frumkvöðla til að þær nái árangri (sjá ramma). Tekin eru fjölmörg dæmi um konur sem fetað hafa þessa leið og náð árangri með því. Það gefur bókinni aukið vægi og eykur á trúverðugleika kenninga höfundar. Einnig eru í bókinni nefndar fjölmargar bækur um hin ýmsu efni sem skrifaðar hafa verið fyrir kvenfrumkvöðla og konur í rekstri. Bókin er því góður upphafspunktur fyrir þá sem vilja fræðast enn frekar um þetta efni og almenn efni sem tengjast rekstri. Finnum sérstöðu okkar Í meginatriðum gengur hugmyndafræði höfundar út á að við finnum sérstöðu okkar og hvað það er sem skilur okkur frá strákunum frekar en við reynum að verða eins og þeir. Skilgreina vörumerki okkar ef svo má segja. Farið er í gegnum æfingu í bókinni sem miðar að því að skoða hver þú raunverulega ert og hvað þú stendur fyrir, hvert þitt vörumerki er. Með það að vopni getum við gert það sem við erum bestar í hverju sinni og staðið með gildum okkar. Brot gegn þeim er það sem gerir að verkum að konur yfirgefa stórfyrirtæki og stofna sín eigin. Þær neita að taka þátt í leiknum sem fram fer í strákaklúbbnum og skilgreina sínar eigin reglur sem henta þeim og falla að þeirra gildum. Líklega er það þess vegna sem svo margar konur taka þá ákvörðun að stofna sitt eigið fyrirtæki. Í bókinni Real You Incorporated tekur höfundurinn, Kaira Sturdivant Rouda, öðruvísi á málum en flestar bækur um kvenstjórnendur. Þetta er merkileg handbók fyrir konur sem hafa hug á að hefja eigin rekstur. HANDBÓK FYRIR KONUR SEM HAFA HUG Á AÐ HEFjA EIGIN REKSTUR konur, sköpuM okkur sérstöðu! TEXTI: UNNUR VALBoRG HILMARSDÓTTIR ● MYNDIR: ýMSIR Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.