Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 63

Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 63
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 63 Á H r i F a M E s t a r Á n o r ð u r L ö n D u M Hanna Nurminen er ríkasta kona Finnlands og ein sú áhrifamesta þar í landi. Og hún hefur verið í fréttunum nú í sumar vegna óvenjulegra viðskipta; Hanna varð að kaupa dóttur sína lausa úr haldi mannræningja. Það kostaði hana hálfan annan milljarð íslenskra króna en hún fær peningana til baka. Ránið á Minnu Nurminen vakti mikla athygli um öll Norðurlönd nú snemm- sumars. Minna er dóttir ríkustu konu Finnlands. Lengi leit út fyrir að henni væri haldið í Svíþjóð og kærastinn er norskur. Þetta tryggði óvelkomna uppslætti á for- síðum allra blaða í viðkomandi löndum en að lokum tókst að hafa uppi á manninum, sem ætlaði sér að verða ríkur á mannráni. Hanna Nurminen stóð sjálf í viðræðum við ræningjann en bæði sænska og finnska lögreglan var henni til aðstoðar og allt fór vel eftir meira en tveggja vikna óvissu. Hanna Nurminen er svo sem ekki óvön að vera í fréttum en af öðrum ástæðum en samningum við mannræningja. Hún er að því leyti dæmigerð fyrir margar ríkar konur að auðurinn er arfur frá föður. Arfinn hefur hún nýtt til að styrkja menningu, listir og vísindi. arfur lyftukóngsins Faðir hennar var Pekka Herlin, eigandi fyr- irtækisins Kone, sem er enn þann dag í dag eitt af stærstu framleiðendum á lyftum og rúllustigum í heiminum. Kone býður upp á hraðskreiðustu húslyftu í heimi. Sú er í skýjakljúfnum Tapei 101 á Tævan og fer á 61 kílómetra hraða á klukkustund. Tapei 101 er hæsta fullbyggða bygging í heimi. Fyrirtækið var stofnað árið 1910 og nafnið Kone þýðir einfaldlega vélar. Raunar eru systkin Hönnu nafnkunn í Finnlandi líka. Erfingjar Pekka Herlins eru fimm og Pekka mun hafa á dánarbeði arfleitt elsta soninn, Antti, að meirihluta eigna sinna. Hanna hefur ekki dregið þá ákvörðun í efa og er sátt við sinn hlut. Hin systkinin þrjú hafa hins vegar reynt að fá stærri hlut af arfinum en faðirinn ætlaði. Deilur systkinanna hafa farið fyrir dóm- stóla og stríðinu um arfinn eftir lyftukóng- inn er ekki lokið enn. Hanna situr hins vegar enn í stjórn lyftufyrirtækisins og fleiri fyrirtækja með Antti bróður sínum. Antti er talinn ríkasti maður Finnlands og öll lyftu-fjölskyldan er umtöluð vegna ríkidæmis. Menningarsjóður Fyrir marga Finna er Kone þó annað og meira en bara snöggar lyftur og hraðskreiðir stigar – og deilur um arfinn. Kone er líka nafn á sjóði sem Hanna Nurminen stofnaði um sinn hluta af arfinum eftir föður sinn. Og það er stjórn Hanne Nurminen á Kone- sjóðnum sem heldur nafni hennar á lofti. Sjóðurinn veitir árlega umtalsverða styrki bæði til vísindarannsókna og menningar- mála. Árstekjur Hönnu eru taldar jafnvirði hálfs þriðja milljarðs íslenskra króna. Hanna er eina Herlin-systkinið sem ekki ber nafn ættarinnar. Það er vegna þess að hún giftist ung bóndanum Jaakko Nurminen. Fjölskyldan býr á búi sínu nærri Turku í sænskumælandi hluta Finnlands. Jaakko talar aldrei við blaðamenn og það er eingöngu vegna ránsins á annarri dóttur þeirra hjóna sem nafn bónda hennar hefur birst í alþjóðlegum fjölmiðlum. jaakko talar aldrei við blaðamenn og það er eingöngu vegna ránsins á annarri dóttur þeirra hjóna sem nafn bónda hennar hefur birst í alþjóðlegum fjölmiðlum. Hanna nurminen er ríkasta kona Finnlands: Dóttirin í klóm mannræningja Hanna Numinen er ríkasta kona Finnlands og ein sú áhrifamesta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.