Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
s t j ó r n u n - s á l f r æ ð i
háskóla frá árinu 2002 sýndi að megineinkenni þeirra sem
upplifðu mestu hamingjuna og fæst einkenni þunglyndis eru
sterk tengsl þeirra við vini og fjölskyldu og
skuldbinding þeirra til að verja tíma með
þeim. Mikilvægt er því að skapa sér öflugt
félagslegt tengslanet og huga að nánum
samskiptum og félagslegum stuðningi til
að öðlast hamingju, að sögn Dieners.
Mælitæki hamingjunnar
Hamingjustig er að sjálfsögðu ekki óbreyt-
anleg stærð. Jafnvel hamingjusamasta
fólkið – efstu 10 prósentin – eru daprir
á stundum. Og jafnvel þeir döprustu
upplifa ánægjuleg augnablik. Þessi staðreynd hefur gert
fræðimönnum erfitt að mæla hamingju. Auk þess er ham-
ingja í eðli sínu huglæg. Til að takast á við þessar áskoranir
hafa fræðimenn hugsað upp mismunandi leiðir til að mæla
hamingju. Diener hefur til dæmis þróað
tól sem er mikið notað og nefnist Sat-
isfaction with Life Scale. Þó að fræðimenn
hafi sett spurningarmerki við lögmæti
spurningalistans, sem er einfaldur og
samanstendur af einungis fimm spurn-
ingum, hefur Diener komist að því að
mælitækið samræmist vel öðrum mæl-
ingum á hamingju, svo sem áliti vina og
fjölskyldu, tjáningu jákvæðra tilfinninga
og lágri tíðni þunglyndis.
Fræðimenn hafa þróað önnur tól til
að skoða meira tímabundið hugarástand. Csikszentmihalyi
þróaði t.d. aðferð þar sem haft er samband við fólk með
jákvæðustu athafnir
kvenna eru í röð
mikilvægis: kynlíf,
samskipti við aðra,
að slaka á, að stunda
bænir, hugleiðslu
og að borða.
1. Rannsóknir dieners og annarra hafa
leitt í ljós að þegar búið er að mæta frum-
þörfum okkar skapa aukalegar tekjur ekki
meiri ánægju með lífið.
2. Góð menntun skapar heldur ekki leið-
ina að hamingju né mikil vitsmunagreind,
kynþáttur eða kyn.
3. Æskan virðist ekki áhrifaþáttur heldur.
eldra fólk er almennt ánægðara með líf sitt
en ungt fólk og sjaldnar í þungu skapi.
4. Nýleg rannsókn af Centers for disease
Control and Prevention sýndi að fólk á aldr-
inum 20–24 ára er dapurt að meðaltali 3,4
daga í mánuði á meðan fólk á aldrinum
65–74 ára upplifir aðeins 2,3 slíka daga.
5. Hjónabandið er nokkuð flókið fyrirbæri.
Gift fólk er almennt hamingjusamara en
einstæðingar, en það gæti hins vegar verið
að fólk í hjónabandi hafi verið hamingju-
samara til að byrja með.
6. Sólin virðist ekki hafa úrslitaáhrif á ham-
ingju fólks.
7. Fólk í suðrænum löndum er ekki endi-
lega hamingjusamara en fólk á norðurhveli
jarðarinnar.
8. Það að vera hraustur sýnir heldur ekki
marktæk tengsl við hamingju fólks en hins
vegar tengist sú huglæga skynjun á því
hversu hraust við erum hamingjustigi okkar.
9. Megineinkenni þeirra sem upplifðu
mestu hamingjuna og fæst einkenni
þunglyndis eru sterk tengsl þeirra við vini
og fjölskyldu
10. Það að vera góður gerir viðkomandi
hamingjusaman. Gæska, þakklæti og hæfi-
leikinn til að elska er málið.
11. Aðferðin var prófuð á hópi 900 kvenna
í texas og voru niðurstöðurnar nokkuð
óvæntar. Í ljós kom að jákvæðustu athafnir
kvenna eru í röð mikilvægis: kynlíf, sam-
skipti við aðra, að slaka á, að stunda
bænir eða hugleiðslu og í fimmta sæti
að borða. Miklu neðar á listanum var að
annast börnin sem kemur á óvart því fólk
nefnir börnin yfirleitt sem stærstu upp-
sprettu ánægju.
12. Í könnun tiMe í desember 2004 kom
önnur niðurstaða í ljós en í rannsókninni
í texas. Þegar spurt var hvaða eitt atriði
hefði fært fólki mestu hamingjuna, nefndu
35% börnin, barnabörnin eða bæði. trúin
var í öðru sæti (17%) og makinn miklu
neðar eða 9%.
13. Þakklætisæfingar geta gert meira en
að lyfta skapi manns. robert emmons,
sálfræðingur við háskóla Kaliforníu við
davis, komst að því að þær bæta líkamlega
heilsu, auka orkustig og draga úr verkjum
og þreytu.
14. Í rannsóknum sínum fann hann þrjá
þætti hamingju: 1) nautnir (sportbíllinn,
Pamela Anderson, rjóminn á kökuna); 2)
Helgun (hversu mikið við helgum okkur fjöl-
skyldunni, starfinu, ástarsamböndum og
áhugamálum); 3) tilgangur (að nota styrk-
leika okkar í þágu annarra). Lítil tengsl eru
á milli nautna og hamingjusams, ánægju-
legs lífs.
15. Síðustu tveir þættirnir og þá sérstak-
lega tilgangur þar á móti hafi miklu meiri
tengsl við lífsánægju.
16. David Lykken fann að breytilegir þættir
eins og tekjur, hjúskaparstaða, trú og
menntun stuðla aðeins um 8% að almennri
vellíðan fólks. Afgangurinn er þau atriði
sem lífið færir okkur í fang.
17. Eftir að hann bar saman upplýsingar
eineggja og tvíeggja tvíbura komst hann að
þeirri niðurstöðu að um 50% af lífsánægju
er erfðafræðilegt. Genin hafa áhrif á þætti
eins og að hafa bjartan, léttlyndan persónu-
leika, að geta stjórnað stressi og álagi,
ásamt litlum kvíðatilfinningum og þunglyndi.
um hamingjuna ...