Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 97
ójöfnu millibili í gegnum lófatölvu og það beðið að skrifa
niður svör við spurningum eins og: Hvað ertu að gera?
Hversu mikla ánægju hefur þú af því sem þú ert að gera?
Ertu ein(n) eða í samneyti við aðra? Þessi aðferð sem er
kölluð Experience Sampling Method er kostnaðarsöm, ágeng
og tímafrek, en gefur mjög góða og nákvæma mynd af
ánægju fólks á hverjum tíma og meðan á ákveðinni athöfn
stendur.
Að annast börnin ekki ofarlega á listanum
Í lok ársins 2004 kom sálfræðingurinn og Nóbelsverðlauna-
hafinn Daniel Kahnemann við Princeton-háskóla fram
með nýtt mælitæki til að mæla hamingju, einhvers konar
tímavörslu dagsins. Þátttakendur fylla út ítarlega dagbók
og spurningalista varðandi allt sem þeir gerðu daginn áður
og hverjum þeir voru með og meta tilfinningar sínar á
hverjum tímapunkti (hamingjusamur/söm, óþolinmóð/ur,
þunglynd/ur, áhyggjufull/ur, þreytt/ur o.s.frv.) á sjö punkta
skala. Aðferðin var prófuð á hópi 900 kvenna í Texas og voru
niðurstöðurnar nokkuð óvæntar. Í ljós kom að jákvæðustu
athafnir kvenna eru í röð mikilvægis: kynlíf, samskipti við
aðra, að slaka á, að stunda bænir eða hugleiðslu og í fimmta
sæti að borða. Hreyfing og að horfa á sjónvarpið voru ekki
langt á eftir. Miklu neðar á listanum var að annast börnin,
sem lenti neðar en eldamennskan og aðeins ofar en heim-
ilisstörfin. Þetta kemur á óvart vitandi það að fólk nefnir
börnin yfirleitt sem stærstu uppsprettu ánægju.
Í könnun TIME í desember 2004 sem dæmi þegar spurt
var hvaða eitt atriði hefði fært fólki mestu hamingjuna,
nefndu 35% börnin, barnabörnin eða bæði. Trúin var í öðru
sæti (17%) og makinn miklu neðar eða 9%. Ósamræmið við
niðurstöður rannsóknarinnar í Texas sýnir það sem einkennir
umræðuna í hamingjurannsóknum: Hvaða upplýsingar eru
þýðingarmeiri – víðtækar niðurstöður á vellíðan („Líf mitt
er ánægjulegt, og börnin mín eru helsta uppspretta ánægju“)
eða sértækari upplýsingar um ánægju dags frá degi („Þvílíkt
kvöld, börnin voru hrikalega erfið“)? Þetta eru mjög ólíkar
rannsóknir og rannsóknarniðurstöður hafa ekki sýnt mikið
samhengi á milli þessara tveggja póla. Almennt hamingjustig
okkar er ekki bara summa hamingjusamra augnablika mínus
summa reiðra eða dapra.
Þetta á við bæði þegar við veltum fyrir okkur hversu
ánægð við erum með lífið almennt eða með sértæk atriði eins
og börnin, bílinn, starfið eða sumarfríið. Kahnemann gerir
gjarnan greinarmun á reynslusjálfinu og minningarsjálfinu.
Rannsóknir hans sýna að það sem hefur áhrif á minningu
okkar af atburði er tilfinningalegir hápunktar og lágpunktar
og einnig hvernig atburðurinn endaði. Þannig að ef við
myndum spyrja einhvern í fríi á Ítalíu af handahófi gætum
við lent í því að hitta á viðkomandi í reiðikasti að bíða eftir
þjóni á veitingastað. Ef maður myndi spyrja seinna „Hvernig
var fríið á Ítalíu?“ þá man meðaleinstaklingurinn skemmti-
legustu augnablikin og hvernig honum eða henni leið í lok
ferðarinnar.
Endir atburðar hefur þýðingarmikil áhrif
Kahnemann komst að því í tilraunum sínum að það hvernig
atburður endar hefur þýðingarmikil áhrif. Í einni rannsókn
tóku þátttakendur þátt í ristilspeglun þar sem sveigjanlegt
tæki var þrætt upp í ristilinn. Samanburðarhópurinn fékk
staðlaða meðferð á meðan speglunin hjá hinum helm-
ingnum varaði 60 sekúndum lengur en tækið var ekki hreyft
á meðan (hreyfingin á tækinu er það sem skapar óþægindin).
Í ljós kom að þeim sem fengu lengri speglun en með betri
endi fannst speglunin ekki eins óþægileg og samanburð-
arhópnum, og voru viljugri til að fara aftur í ristilspeglun.
Einn af lyk-
ilþáttum í ham-
ingjurannsókn-
unum er spurn-
ingin hversu
mikil áhrif við
getum haft á
eigin hamingju.