Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 98

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 s t j ó r n u n - s á l f r æ ð i „Að spyrja fólk hversu hamingjusamt það er,“ segir Kahnem- ann, „er eins og að spyrja það um ristilspeglunina að henni lokinni. Það er margt sem það tekur ekki eftir.“ Þess vegna er Kahnemann þeirrar skoðunar að fræðimenn sem rannsaka hamingju ættu að veita raunverulegum upplifunum fólks athygli frekar en að kanna aðeins tilfinningar þess eftir á. Hann er á því að þetta sé sérstaklega mik- ilvægt ef rannsóknirnar eiga að aðstoða stjórnvöld við að móta stefnu um það hversu miklu fé eigi t.d. að verja í útigarða og afþreyingu. „Maður getur ekki virt að vettugi hvernig fólk ver sínum tíma,“ segir Kahnemann, „þegar maður hugsar um vellíðan.“ Seligman leggur á hinn bóginn meiri áherslu á minningarsjálfið. Hann er á því að við séum minningar okkar frekar en summa allra upplifana okkar. Seligman finnst of mikil áhersla lögð á tímabundna ánægju og óánægju þegar upplifanir eru skoðaðar frá mínútu til mín- útu. „Hamingja gengur dýpra en það,“ heldur hann fram í bókinni Authentic Happiness, sem kom út árið 2002. Í rannsóknum sínum fann hann þrjá þætti hamingju: 1) nautnir (sportbíllinn, Pamela Anderson, rjóminn á kökuna); 2) helgun (hversu mikið við helgum okkur fjölskyldunni, starfinu, ástarsamböndum og áhugamálum); 3) tilgangur (að nota styrkleika okkar í þágu annarra). Lítil tengsl eru á milli nautna og hamingjusams, ánægjulegs lífs, sem er frásagnarvert að mati Seligmans þar sem svo margir byggja líf sitt á leitinni að nautnum. Síðustu tveir þættirnir og þá sérstaklega tilgangur þar á móti hafi miklu meiri tengsl við lífsánægju. Getum við haft áhrif á eigin hamingju? Einn af lykilþáttum í hamingjurannsóknunum er spurningin hversu mikil áhrif við getum haft á eigin hamingju. Árið 1996 birti fræði- maðurinn David Lykken við háskólann í Minnesota gögn þar sem hann skoðaði hversu mikil áhrif genin hafi á almenna lífsánægju. Lykken safnaði upplýsingum frá um 4.000 tvíburum sem fæddust í Minnesota á árunum 1936 til 1955. Eftir að hann bar saman upp- lýsingar eineggja og tvíeggja tvíbura komst hann að þeirri niðurstöðu að um 50% af lífsánægju er erfðafræðilegt. Genin hafa áhrif á þætti eins og að hafa bjartan, léttlyndan persónuleika, að geta stjórnað stressi og álagi, ásamt litlum kvíðatilfinningum og þunglyndi. David Lykken fann að breytilegir þættir eins og tekjur, hjúskaparstaða, trú og menntun stuðla aðeins um 8% að almennri vellíðan fólks. Afgang- urinn er þau atriði sem lífið færir okkur í fang. Erum öll með fast hamingjustig Þar sem genin hafa mikil áhrif lagði Lykken fram þá hugmynd að hvert og eitt okkar væri með fast hamingjustig, alveg eins og við erum með ákveðið þyngdarstig. Sama hvað gerist í lífi okkar – góðir atburðir, slæmir, tilkomumiklir, hræðilegir – þá eigum við það til að fara til baka á okkar hamingjustig. Það er eins og við réttum okkur af. Rannsókn á fólki sem vann mikla vinninga í lottóinu 1978 sýndi til dæmis að það var ekki marktækt hamingjusamara en samanburð- arhópurinn. Jafnvel fólk sem slasast í hræðilegu slysi á það til að fara til baka, þó að það nái hugsanlega ekki alveg upp í sitt fyrra ham- ingjustig. Ein rannsókn leiddi t.d. í ljós að þeir slösuðu voru ákaflega reiðir og kvíðnir viku eftir slysið, en átta vikum seinna var hamingja mikilvægasta tilfinningin þeirra, að sögn Dieners. Sálfræðingar kalla þessa fínstillingu aðlögun að breyttum aðstæðum. „Það kemur öllum á óvart hversu hamingjusamir lamaðir gera verið,“ segir Kahnemann. „Ástæðan er að þeir eru ekki lamaðir allan tímann. Þeir gera aðra hluti. Þeir njóta þess að borða og verja tíma með vinum og fjöl- skyldu. Þeir fylgjast með fréttunum. Þetta snýst um það hvert þeir beina athyglinni.“ Í rannsóknum sínum á aðlögun hefur Edward Diener fundið tvo atburði í lífinu sem virðast hafa varanleg og neikvæð áhrif á fast ham- ingjustig fólks: makamissir og starfsmissir. Það tekur þann sem missir makann um 5 til 8 ár að ná fyrra stigi vellíðanar. Svipað er uppi á teningnum þegar um starfsmissi er að ræða en áhrif þess vara lengi jafnvel þó að viðkomandi sé kominn í annað starf. Þegar Lykken setti fram kenningu sína um fast hamingjustig fyrir átta árum síðan komst hann að harkalegri niðurstöðu. „Kannski er það að verða hamingjusamari jafn vonlaust og það að reyna að verða stærri.“ Hann hefur séð eftir að hafa látið þessi orð falla. „Það er ljóst að við getum haft töluverð áhrif á hamingjustig okkar – bæði upp og niður.“ leiðir til að auka hamingju Seligman og fleiri fræðimenn jákvæðrar sálfræði eru sammála um að hægt sé að auka eigið hamingjustig. Seligman hefur beint athygli sinni að því að vinna með þá þrjá ofangreinda þætti hamingju: 1) að fá meiri ánægju út úr lífinu (sem hægt er að gera með því að njóta Það að vera góður gerir viðkomandi hamingjusaman. Gæska, þakk- læti og hæfileikinn til að elska er málið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.