Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
K
Y
N
N
IN
G
Silja Dögg Ósvaldsdóttir ákvað í mars síðastlið-inn að stofna fyrirtækið
Fastland sem á áreiðanlega eftir
að nýtast mörgum vel. Þetta er
bókhalds- og rekstrarráðgjafar-
fyrirtæki sem sér um bókhald
fyrir bæði einstaklinga og fyrir-
tæki. Þeir sem þurfa á að halda
úthýsingu á fjármálastjóra geta
notfært sér þjónustu Fastlands,
sem er að Höfðabakka 9, og
treyst því að regla sé á bókhald-
inu og öllum greiðslum, sama
hvort um vask- eða launa-
greiðslur er að ræða eða eitthvað
allt annað.
„Ég er búin að vinna í
bókhaldi allt frá árinu 1992,“
segir Silja, sem einnig hefur
rekið eigið fyrirtæki í mörg ár,
starfað sem framkvæmdastjóri
Álnabæjar og nú síðustu þrjú
árin unnið sem verkefnastjóri
hjá Virtus. „Þar vann ég að gerð
ársreikninga og framtala auk
bókunar og afstemminga og hef
því öðlast mikla reynslu á þessu
sviði.
Það vill brenna við hjá
mörgum, sérstaklega litlum
fyrirtækjum, að menn ætla
að sinna bókhaldinu sjálfir á
kvöldin en svo fer það oftar en
ekki úr böndunum og endar
með því að vinnan við það
eyðileggur heilu dagana eða
helgarnar hjá fólki, til dæmis
rétt fyrir skiladaga virðisauka-
skatts. Það er óhætt að fullyrða
að fólk getur sparað sér mikinn
óþarfakostnað með því að vera
með bókhaldið í lagi og kom-
ast hjá að lenda í vanskilum hjá
tollstjóra og öðrum opinberum
aðilum. Slík vanskil geta undið
upp á sig.“
Fjármálastjóri til leigu
Nú sem stendur er Silja aðeins
með einn starfsmann en segir að
það stefni hratt í að hún þurfi
að bæta við sig öðrum starfs-
manni því móttökurnar sem
Fastland hefur fengið hafa verið
mjög góðar. Varðandi rekstr-
arráðgjöfina sem hún veitir sam-
hliða bókhaldinu segir hún að
ráðgjöfin sé það sama og úthýs-
ing á fjármálastjóra fyrirtækisins.
Séð er um allt greiðsluskipulag,
bókhaldið er aðgengilegt og
ævinlega fyrirliggjandi og einnig
segist Silja geta tekið að sér að
greiða laun og reikninga og
semja við lánadrottna, sé þess
óskað.
Fyrirtækin sem þegar hafa
leitað til Fastlands eru marg-
vísleg, allt frá iðnaðarmönnum
til verslana og hönnuða. Þá
hafa einstaklingar og einyrkjar
í verktakavinnu einnig séð sér
leik á borði að vera með allt sitt
hjá Fastlandi. Viðskiptavinirnir
þurfa á mismikilli þjónustu að
halda, en það fer allt eftir eðli og
umfangi rekstrar viðkomandi.
Og það sem skiptir kannski
ekki minnstu máli er að vita af
bókhaldinu á öruggum stað og
þurfa ekki að hafa áhyggjur af
því að brotist sé inn í fyrirtækið
og tölvubúnaði stolið og þá
bókhaldinu með eða að tölvan
hrynji.
„Það sem felst í því að úthýsa
bókhaldi er að þú ert með
örugga afritun og öll gögn á
öruggum stað. Ég vinn mestallt
bókhaldið í DK hugbúnaði, en
einnig eru hjá mér viðskiptavinir
sem eru í Navision og TOK.
Ég er með allt mitt í hýsingu
hjá Opnum kerfum og því er
gagnaafritun og öryggi í full-
komnu lagi. Við þjónustum fólk
og fyrirtæki frá A til Ö.
Þeir sem njóta þjónustu
Fastlands geta því verið nokkuð
öruggir með að í framtíðinni
verði þeir með fast land undir
fótum í fjármálum sínum og
öllum rekstri.
BÓKHALDS- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Fastland
Silja Dögg Ósvaldsdóttir er eigandi Fastlands.
„Það vill brenna
við hjá mörgum,
sérstaklega litlum
fyrirtækjum, að
menn ætla að sinna
bókhaldinu sjálfir á
kvöldin en svo fer
það oftar en ekki úr
böndunum.“