Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 110

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 K Y N N IN G Silja Dögg Ósvaldsdóttir ákvað í mars síðastlið-inn að stofna fyrirtækið Fastland sem á áreiðanlega eftir að nýtast mörgum vel. Þetta er bókhalds- og rekstrarráðgjafar- fyrirtæki sem sér um bókhald fyrir bæði einstaklinga og fyrir- tæki. Þeir sem þurfa á að halda úthýsingu á fjármálastjóra geta notfært sér þjónustu Fastlands, sem er að Höfðabakka 9, og treyst því að regla sé á bókhald- inu og öllum greiðslum, sama hvort um vask- eða launa- greiðslur er að ræða eða eitthvað allt annað. „Ég er búin að vinna í bókhaldi allt frá árinu 1992,“ segir Silja, sem einnig hefur rekið eigið fyrirtæki í mörg ár, starfað sem framkvæmdastjóri Álnabæjar og nú síðustu þrjú árin unnið sem verkefnastjóri hjá Virtus. „Þar vann ég að gerð ársreikninga og framtala auk bókunar og afstemminga og hef því öðlast mikla reynslu á þessu sviði. Það vill brenna við hjá mörgum, sérstaklega litlum fyrirtækjum, að menn ætla að sinna bókhaldinu sjálfir á kvöldin en svo fer það oftar en ekki úr böndunum og endar með því að vinnan við það eyðileggur heilu dagana eða helgarnar hjá fólki, til dæmis rétt fyrir skiladaga virðisauka- skatts. Það er óhætt að fullyrða að fólk getur sparað sér mikinn óþarfakostnað með því að vera með bókhaldið í lagi og kom- ast hjá að lenda í vanskilum hjá tollstjóra og öðrum opinberum aðilum. Slík vanskil geta undið upp á sig.“ Fjármálastjóri til leigu Nú sem stendur er Silja aðeins með einn starfsmann en segir að það stefni hratt í að hún þurfi að bæta við sig öðrum starfs- manni því móttökurnar sem Fastland hefur fengið hafa verið mjög góðar. Varðandi rekstr- arráðgjöfina sem hún veitir sam- hliða bókhaldinu segir hún að ráðgjöfin sé það sama og úthýs- ing á fjármálastjóra fyrirtækisins. Séð er um allt greiðsluskipulag, bókhaldið er aðgengilegt og ævinlega fyrirliggjandi og einnig segist Silja geta tekið að sér að greiða laun og reikninga og semja við lánadrottna, sé þess óskað. Fyrirtækin sem þegar hafa leitað til Fastlands eru marg- vísleg, allt frá iðnaðarmönnum til verslana og hönnuða. Þá hafa einstaklingar og einyrkjar í verktakavinnu einnig séð sér leik á borði að vera með allt sitt hjá Fastlandi. Viðskiptavinirnir þurfa á mismikilli þjónustu að halda, en það fer allt eftir eðli og umfangi rekstrar viðkomandi. Og það sem skiptir kannski ekki minnstu máli er að vita af bókhaldinu á öruggum stað og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í fyrirtækið og tölvubúnaði stolið og þá bókhaldinu með eða að tölvan hrynji. „Það sem felst í því að úthýsa bókhaldi er að þú ert með örugga afritun og öll gögn á öruggum stað. Ég vinn mestallt bókhaldið í DK hugbúnaði, en einnig eru hjá mér viðskiptavinir sem eru í Navision og TOK. Ég er með allt mitt í hýsingu hjá Opnum kerfum og því er gagnaafritun og öryggi í full- komnu lagi. Við þjónustum fólk og fyrirtæki frá A til Ö. Þeir sem njóta þjónustu Fastlands geta því verið nokkuð öruggir með að í framtíðinni verði þeir með fast land undir fótum í fjármálum sínum og öllum rekstri. BÓKHALDS- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Fastland Silja Dögg Ósvaldsdóttir er eigandi Fastlands. „Það vill brenna við hjá mörgum, sérstaklega litlum fyrirtækjum, að menn ætla að sinna bókhaldinu sjálfir á kvöldin en svo fer það oftar en ekki úr böndunum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.