Frjáls verslun - 01.05.2009, Side 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9
er dálítið skrýtinn að því leytinu að hann er mjög viðkvæmur fyrir
umhverfinu, verðið er viðkvæmt og þjónustan einnig. Þá er hann
mjög næmur fyrir viðbrögðum viðskiptavinanna og þarf alltaf að vera
á tánum hvað það varðar. Það kom okkur samt á óvart hversu gaman
var í rauninni að takast á við þau verkefni sem fylgja rekstrinum og
veitingarhúsbransinn er mun skemmtilegri en hann lítur út fyrir að
vera utan frá.
Stefnan sem við fórum af stað með í upphafi, að gera Pizza Hut
að fjölskylduvænum veitingastað, hefur gengið eftir. Okkur hefur
tekist að snúa rekstrinum við og straumlínu-
laga hann verulega. Við höfum unnið mikið
með Pizza Hut International í markaðsmálum,
þjálfunarmálum og viðburðamálum og stör-
fum þar af leiðandi í alþjóðlegu umhverfi. Við
nýtum okkur alþjóðlega aðfangakeðju Pizza
Hut, aðallega frá Evrópu, en einnig að litlu
leyti frá Bandaríkjunum og verslum einnig á
innlendum markaði hvað varðar hráefni á borð
við ost, kjötmeti og grænmeti.
Fyrst þegar við fórum að reka Pizza Hut
var ég ekki starfandi að fullu í rekstrinum, en
ég kem alfarið til starfa við fyrirtækið 2005. Við fórum strax í að
hagræða rekstrinum og fækka á skrifstofunni. Og má segja að ég hafi
beðið í tvö ár eftir tækifærinu til að stökkva úr starfi mínu hjá Reykja-
víkurborg inn í reksturinn á Pizza Hut.“
Pizza hut í finnlandi
Þórdís Lóa og Pétur létu ekki staðar numið heldur fóru í útrás til
Finnlands.
„Það var árið 2006 að við keyptum Pizza Hut í Finnlandi, sem
voru átta staðir og erum í dag með sjö staði í rekstri. Við höfðum
um tíma verið að hugsa hvað við myndum gera næst í rekstrinum,
hvort við ætluðum að halda okkur við Ísland, íhuga stækkunarmö-
guleika á Pizza Hut eða fara í einhvern annan rekstrargeira. Það sem
réð úrslitum að við héldum okkur við Pizza Hut var að okkur fannst
reksturinn skemmtilegur og spennandi, auk þess sem við fengum
mjög góð viðbrögð frá Pizza Hut International. Þeir hvöttu okkur
til að skoða aðra Pizza Hut markaði, sem við gerðum og enduðum
með því að kaupa Pizza Hut í Finnlandi, en sá möguleiki hafði verið
kynntur okkur. Þetta var í júní 2006. Í dag rekum við þessi tvö fyrir-
tæki saman héðan frá Íslandi, en með yfirtöku
á Pizza Hut stöðunum í Finnlandi varð mikil
breyting á vinnutilhögun okkar. Við erum í
Finnlandi að minnsta kosti eina vinnuviku í
hverjum mánuði. Margir hafa haft á orði við
okkur hvers vegna í ósköpunum við völdum
Finnland. En þó að tungumálið vefjist fyrir
okkur þá var ýmislegt sem mælti með því.
Margt er í finnska viðskiptaumhverfinu sem
á sérlega vel við okkur og hvað varðar rekstu-
rinn þar hafa áætlanir okkar gengið eftir hægt
og rólega, eins og gerðist hér á landi.“
kreppan hefur áhrif
Rekstur Pizza Hut hefur ekki farið varhluta af kreppunni sem nú er í
algleymingi, frekar en önnur fyrirtæki: „Reksturinn er í járnum, eins
og hjá öllum fyrirtækjum í dag. Umhverfið hefur snarbreyst og má
segja að við séum búin að vera með fyrirtækið í fanginu síðan kreppan
skall á, hver einasti kostnaðarliður er skoðaður og allt gert til að halda
okkur á floti. Aðsóknin hefur vissulega minnkað og við sjáum brey-
tingu á kúnnahópum okkar og það er skiljanlegt. Ungt fjölskyldufólk
er sá hópur sem er einna helst skuldsettur vegna húsnæðis og sá hópur
„Það er margt í finnska
viðskiptaumhverfinu sem
á sérlega vel við okkur og
hvað varðar reksturinn þar
eru áætlanir okkar að ganga
eftir hægt og rólega, eins og
gerðist hér á landi.“
k r A f t M i k i l A t h A f n A k o n A
Við Laxá í Aðaldal.
„Ég er mikil útivistar-
manneskja og dellu-
kona. Stunda veiði af
kappi, bæði flugu-
og netaveiði, sem og
skotveiði á haustin.“