Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 120

Frjáls verslun - 01.05.2009, Page 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 s t u ð u l l Það eru víðar Íslendingasamfélög í Kanada en í Winnipeg og á Gimli. Jóhanna Jakobs- dóttir, Kristín Birgitta Ágústsdóttir og Sigrún Jenný Barðadóttir búa allar í Montréal með fjölskyldum sínum. Eiginmenn þeirra starfa hjá tölvufyrirtækjunum Google og Oz þar í borg en þær stöllur vinna við listir, leiðsögn og hugbúnaðarþýðingar. kristín Birgitta; söngur Kristín Birgitta Ágústsdóttir, verkfræðingur frá HÍ, og eiginmaður hennar, Tómas Gunn- arsson, hafa búið í Montréal í sex ár. Þau ákváðu með tveggja vikna fyrirvara á sínum tíma að flytja til Kanada. Áður höfðu þau búið í London þar sem Kristín vann í hug- búnaðarfyrirtæki . Kristín starfar sem söngkona og semur tónlist í Montréal. Tónlistin skipar stóran sess í borginni að hennar sögn. „Hér er mikið af hljómsveitum og tónleikar tíðir,“ segir hún. Kristín stundaði nám í djasssöng í nokkur ár við Concordia-háskólann í Montréal en ákvað að útskrifast ekki. „Mér fannst meira atriði að kynnast fólki í bransanum en að útskrifast með gráðu,“ segir hún. Á síðustu sex árum hefur hún náð að byggja upp ágætis tengslanet, verið í nokkrum hljómsveitum og tekið þátt í hinum ýmsu söngleikjum. Hljómsveitin sem Kristín hefur einbeitt sér að síðustu misseri heitir Nista og þar er glimmer og gaman í fyrirrúmi. „Nista spilar „quirky“ poppmúsík en samt ekki. Sumt er popp, annað rokk, fönk og líka tilraunatónlist.“ Hljómsveitina skipa fjórir aðrir fyrir utan Stínu og er Tómas, eiginmaður hennar, gít- arleikari. Tómas spilaði með fjölmörgum íslenskum hljómsveitum á árum áður og má þar helst nefna Pláhnetuna og Todmobile. Nista hefur gefið út smáskífu og er hljóm- sveitin að vinna að breiðskífu sem stefnt er á að komi út í lok sumars. Kristín hefur einnig gefið út geisladisk með djasstónlist þar sem hún tók m.a. eitt laga Jóhanns G. Jóhanns- sonar og setti í djassútgáfu. „Fyrir tilviljun heyrði Jóhann lagið og stakk upp á því að ég gerði meira af þessu,“ segir Kristín. „Svo að ég útsetti fleiri af hans lögum á minn hátt.“ Nista hefur mörg járn í eldinum varðandi tónleikahald og nokkrar útvarpsstöðvar eru komnar með lög í spilun frá hljómsveitinni. Jóhanna Jakobsdóttir; hugbúnaðarþýð- ingar Jóhanna Jakobsdóttir og Jóhann Tómas Sig- urðsson, eiginmaður hennar, fluttu til Mont- réal vorið 2003 þegar Jóhanni bauðst vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Green Border. Núna starfar hann hins vegar sem yfirforrit- ari hjá Google og líkar afar vel. Jóhanna sér- hæfir sig í hugbúnaðarþýðingum og starfar mest fyrir Google og Expedia.com. Jóhanna hefur sinnt ýmsum verkefnum í Montréal og þá ekki síst móðurhlutverkinu en þau Jóhann eiga tvo stráka, Jakob Ragnar fimm ára og Hannes Helga þriggja ára. Núna er Jóhanna sjálfstæður íslenskuráðgjafi og þýðandi fyrir írska þýðingastofu og sérhæfir sig í hugbúnaðarþýðingum. Auk þess að vinna að hugbúnaðarþýð- ingum fyrir Google og Expedia.com tekur hún að sér þýðingaverkefni úr ýmsum áttum. Einnig hefur Jóhanna unnið sem leiðsögu- maður og fararstjóri fyrir Heimsferðir og segir það hafa verið mjög gefandi. Henni finnst íslenski metnaðurinn, þar sem fólk lærir frá blautu barnsbeini að það geti gert það sem það vill, vera jákvæður. En að sama skapi hafi þessi íslenski hugs- unarháttur, að keyra hlutina áfram, einmitt reynst henni erfiður þegar þau fluttu út. „Það truflaði mig svolítið fyrst eftir að við fluttum hingað að ég væri ekki að gera neitt,“ lýsir Jóhanna. „Það var því gott að kynnast fólki eins og Sigrúnu og Kristínu sem voru í svipaðri stöðu. Það tók jú auðvitað tíma að venjast nýju lífi og að komast inn í þjóðfé- lagið og líka að venjast þeirri hugsun að ég þyrfti ekki að vera á fullu alla daga ársins að gera eitthvað mjög merkilegt.“ sigrún Jenný; myndlist Sigrún Jenný Barðadóttir og eiginmaður hennar, Haraldur Þorkelsson, hafa búið í Montréal í átta ár og una hag svínum vel. Líkt og Kristínu og Tómas langaði þau til að prófa eitthvað nýtt þegar þau fluttu til borg- arinnar. Sigrún segir Íslendingasamfélagið GEra það Gott í montrÉal Kristín Birgitta ágústsdóttir söngkona, Jóhanna Jakobsdóttir þýðandi og Sigrún Jenný Barðadóttir myndlistarkona búa allar í Montréal. eiginmenn þeirra starfa hjá tölvufyrirtækj- unum google og oz þar í borg. Vala ósk Bergsveinsdóttir hitti þær stöllur og rabbaði við þær um lífið í Montréal. texti og Mynd: vala ósk bergsveinsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.