Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 121

Frjáls verslun - 01.05.2009, Blaðsíða 121
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 121 s t u ð u l l vera nokkuð virkt í borginni og að þær Jóhanna, Kristín og fleiri hafi kynnst vel í gegnum það. „Það er gaman hvernig ákveðin stemmn- ing og sambönd hafa myndast á milli Íslend- ingana hérna á síðustu árum,“ segir Sigrún. „Það myndast eiginlega svolítil systkina- eða bekkjarstemmning því fólk er jú að ganga í gegnum það sama og þess vegna skapast ákveðið net á milli fólks.“ Haraldur vinnur í tölvubransanum hjá Oz (sem reyndar var keypt af Nokia síðast- liðið haust ) á meðan Sigrún hefur helgað sig myndlistinni að mestu. Hún stundaði myndlistarnám við Con- cordia-háskóla og hefur haldið nokkrar sýn- ingar. Ennþá hefur hún ekki haldið sýningu á Íslandi en stefnir á það. Sigrún stundaði síðastliðinn vetur fjar- nám frá Háskólanum á Bifröst í menning- arstjórnun jafnframt því að starfa á listastofn- uninni Articule í Montréal við ýmiss konar nefndarstörf og skipulagningu listviðburða. stórborg með bæjarbrag Þegar þær Kristín, Jóhanna og Sigrún eru beðnar að lýsa Montréal er ekkert hik á góðum lýsingum. Montréal er stórborg en samt er mikill bæjarbragur á henni og afslappað andrúmsloft að þeirra mati. Sigrún lýsir borginni sem fjölbreyttu og alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk sé almennt hamingjusamt og opið. „Fólk hér virðist hafa eða gefa sér tíma til að stoppa og spjalla sem maður finnur ekki svo mikið fyrir heima á Íslandi.“ Jóhanna segir fólk í Montréal einnig vera mjög umburðarlynt gagnvart siðvenjum, trúarbrögðum, klæðaburði og lífsstíl. „Hér er margt aðkomufólk sem flytur jafnvel eitt til borgarinnar og þarf því að kynnast fólki. Kannski er það ástæðan fyrir því hversu opið fólk er.“ Kristín segir að í Montréal sé hún meira ein af fjöldanum og sér finnist samkeppnin minni en heima. „Ég hef líka búið í Kaup- mannahöfn og London, þar sem er skýr stéttaskipting og mikið um fordóma, hér finn ég ekki fyrir því.“ Jóhanna segir að það hafi ekki verið fyrr en eftir nokkurra ára búsetu í Kanada að hún gerði sér grein fyrir því hvað Ísland er í raun fallegt land. „Þar finnur maður orkuna, birtan er sérstök, náttúran einstök og fólkið gott,“ segir hún. „Ég auglýsi Ísland á hverjum degi.“ Er heimferð á döfinni? Sigrún segir að fjölskylda sín stefni að því a flytja heim áður en dæturnar tvær komast á skólaaldur. „Við viljum að þær alist upp sem Íslendingar og læri málið vel,“ útskýrir hún. „Maður er náttúrulega alltaf Íslendingur og eftir átta ár er okkur farið að langa svolítið heim.“ Kristín segir þau Tómas vilja búa áfram úti og reyna eitthvað nýtt áður en þau haldi heim til Íslands. „Það fer alveg eftir tækifær- unum hvað gerist.“ Jóhanna segir þau Jóhann vel getað hugsað sér að búa annars staðar erlendis en í Montréal áður stefnan sé tekin heim til Íslands. „Þetta snýst um að grípa tækifærin þegar þau bjóðast.“ Hægt er að nálgast tónlist nistu á www.nistamusic.com og kynna sér myndlist Sigrúnar á www.sigrunjenny.com. Frá vinstri Kristín Birgitta Ágústsdóttir starfar sem söngkona og semur tónlist, Sigrún Jenný Barðadóttir vinnur við myndlist og leiðsögn og Jóhanna Jakobsdóttir vinnur m.a. við hugbúnaðarþýðingar fyrir Google og Expedia.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.